„Þetta er ekki bara skekkja heldur hreinlega sniðganga“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. nóvember 2015 21:30 Útvarpað verður úr Hörpu á morgun - en engum lögum eftir konur. Vísir/Valgarður Kurr er í tónlistarsenu landsins vegna ákvörðunar aðstandenda Dags íslenskrar tónlistar að hafa einungis lög eftir karla á efnisskránni í ár. Dagur íslenskrar tónlistar verður haldinn hátíðlegur á morgun, þriðjudaginn 1. desember en þá er ætlunin að Íslendingar muni sameinast í söng fyrir framan viðtækin. Útvarpað verður beint frá Hörpu þaðan sem þrjú lög verða leikinn – sem öll eru eftir karlmenn. Lögin sem um ræðir eru Bláu augun þín (lag eftir Gunnar Þórðarson og textann samdi Ólafur Gaukur Þórhallsson), Krummi krunkar úti (íslenskt þjóðlag sem rakið er til Ólafs Davíðssonar) og Í síðasta skipti (lag og texti eftir þá Pálma Ragnar Ásgeirsson, Ásgeir Orra Ásgeirsson, Sæþór Kristjánsson og Friðrik Dór Jónsson). Æfur fiðlusnillingur Lagalistinn hefur farið öfugt ofan í fjölmarga jafnréttisþenkjandi Íslendinga – þeirra á meðal tónlistarkonuna Gretu Salóme sem segir ekki að einungis sé um kynjaskekkju að ræða, „heldur hreinlega sniðgöngu. Það er sorglegt að það skuli ekki einu sinni þykja vert að minnast á tónlistarkonur á degi tónlistar eins og við eigum mikið af þeim. Við eigum að vera komin lengra en þetta og það á 100 ára kosningarafmæli kvenna,” segir hún ennfremur á Facebook. Á morgun er dagur íslenskrar tónlistar í Hörpu. Markmið dagsins er að heiðra íslenska tónlist og þrjú lög, sem öll eru...Posted by Greta Salóme on Monday, 30 November 2015 Fjölmargir hafa tekið í sama streng og hefur færsla Gretu fengið töluverða dreifingu frá því að hún setti hana á Facebook um áttaleytið í kvöld. Tvíþætt skýringTónlistarkonan Margrét Kristín Sigurðardóttir, sem oftar gengur undir nafninu Fabúla eða Magga Stína, hefur veg og vanda af skipulagningu dagskrárinnar fyrir hönd Samtóns, samtaka tónlistarrétthafa og var meðal þeirra sem völdu lögin í ár. Þetta er í fimmta sinn sem haldið er upp á Dag íslenskrar tónlistar með þessum hætti og segir Margrét að alla jafna séu einnig lög eftir konur á efnisskránni. Hún segir að hún hefði viljað að sú væri einnig raunin í ár. Margrét Kristín Sigurðardóttir, Fabúla.vísir/gva „Staðreyndin er hins vegar sú að til eru mun fleiri lög á íslensku eftir karlmenn sem þjóðin öll þekkir, bæði eldra fólk og yngra. Karlkyns tónsmiðir voru jú mun fleiri hér á árum áður, allavega þeir sem fengu athygli og náðu að blómstra.” útskýrir Margrét. Hún segir lagavalið fyrst og fremst stjórnast af því að finna lög sem „flestir geta sungið með í.” „Þetta er nú einu sinni til þess gert að sem flestir geti tekið undir, bæði börn og fullorðnir,” útskýrir Margrét. Hún býst þó ekki við öðru en að kynjahlutfallið í lagabankanum muni jafnast út eftir því sem á líður. Kvenkyns tónlistarmenn og lagahöfundar eru í auknum mæli að láta að sér kveða og því muni fleiri lög eftir konur lifa í þjóðarsálinni. „Kvenkyns tónsmiðum og textasmiðum hefur farið ört fjölgandi undanfarin ár, svo þessi kynjahalli mun lagast. Þeir og þær sem fjalla um tónlist í fjölmiðlum þurfa að hjálpa okkur að rétta af þennan halla með því að vera öflug í að kynna tónlist eftir konur.“ Alþjóðavæðingin gæti staðið deginum fyrir þrifumÞað er þó einn hængur á að mati Margrétar. „Í ljósi þess að heimurinn er sífellt að verða minni þá eru miklu fleiri, konur þar á meðal, sem hugsa ekki bara um Íslandsmarkað heldur eru að semja á ensku og fara með tónlistina sína víðar. Þannig að þegar er verið að leita að íslensku lagi með íslenskum texta, sem allir þekkja, þá eru bara einfaldlega fleiri karlmenn sem eiga slík lög því þeir hafa verið lengur að semja,” segir Margrét en bætir þó við: „Ég fletti nokkrum gömlum bókum í vikunni vegna þessa, til þess að sjá hvað ég fyndi af eldri klassík eftir konur. Þar fann ég ýmsar perlur sem mætti kynna betur fyrir þjóðinni. Ég held að hluti meinsins sé að verk eftir karla hafi því miður hlotið meiri athygli gengum tíðina og þeir átt auðveldara með að eflast og blómstra sem höfundar. Spurningin er hvort við erum alveg laus úr þessum viðjum?” Boltinn er því hjá fjölmiðlum og þeim sem koma að útgáfu íslenskrar tónlistar. „Áherslan hjá þeim hefur í gegnum tíðina verið á karlkynsflytjendur og það gæti meðal annars verið ástæðan fyrir því að við þekkjum frekar lög eftir karlmenn,” útskýrir Margrét. „Þetta þurfum við bara að skoða og kanna hvort við eigum ekki einhvers staðar perlu eftir konur sem þarf að ráðast í að gefa út og kynna betur." Sem fyrr segir verður útvarpað frá athöfninni í Hörpu á morgun, á Bylgjunni og Rás 2, og hefst útsending klukkan 11:15. Menning Dagur íslenskrar tónlistar Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Skömminni skilað Gagnrýni Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Fleiri fréttir Gefur endurkomu undir fótinn Steikt að sjá barn með rottu í bandi í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sjá meira
Kurr er í tónlistarsenu landsins vegna ákvörðunar aðstandenda Dags íslenskrar tónlistar að hafa einungis lög eftir karla á efnisskránni í ár. Dagur íslenskrar tónlistar verður haldinn hátíðlegur á morgun, þriðjudaginn 1. desember en þá er ætlunin að Íslendingar muni sameinast í söng fyrir framan viðtækin. Útvarpað verður beint frá Hörpu þaðan sem þrjú lög verða leikinn – sem öll eru eftir karlmenn. Lögin sem um ræðir eru Bláu augun þín (lag eftir Gunnar Þórðarson og textann samdi Ólafur Gaukur Þórhallsson), Krummi krunkar úti (íslenskt þjóðlag sem rakið er til Ólafs Davíðssonar) og Í síðasta skipti (lag og texti eftir þá Pálma Ragnar Ásgeirsson, Ásgeir Orra Ásgeirsson, Sæþór Kristjánsson og Friðrik Dór Jónsson). Æfur fiðlusnillingur Lagalistinn hefur farið öfugt ofan í fjölmarga jafnréttisþenkjandi Íslendinga – þeirra á meðal tónlistarkonuna Gretu Salóme sem segir ekki að einungis sé um kynjaskekkju að ræða, „heldur hreinlega sniðgöngu. Það er sorglegt að það skuli ekki einu sinni þykja vert að minnast á tónlistarkonur á degi tónlistar eins og við eigum mikið af þeim. Við eigum að vera komin lengra en þetta og það á 100 ára kosningarafmæli kvenna,” segir hún ennfremur á Facebook. Á morgun er dagur íslenskrar tónlistar í Hörpu. Markmið dagsins er að heiðra íslenska tónlist og þrjú lög, sem öll eru...Posted by Greta Salóme on Monday, 30 November 2015 Fjölmargir hafa tekið í sama streng og hefur færsla Gretu fengið töluverða dreifingu frá því að hún setti hana á Facebook um áttaleytið í kvöld. Tvíþætt skýringTónlistarkonan Margrét Kristín Sigurðardóttir, sem oftar gengur undir nafninu Fabúla eða Magga Stína, hefur veg og vanda af skipulagningu dagskrárinnar fyrir hönd Samtóns, samtaka tónlistarrétthafa og var meðal þeirra sem völdu lögin í ár. Þetta er í fimmta sinn sem haldið er upp á Dag íslenskrar tónlistar með þessum hætti og segir Margrét að alla jafna séu einnig lög eftir konur á efnisskránni. Hún segir að hún hefði viljað að sú væri einnig raunin í ár. Margrét Kristín Sigurðardóttir, Fabúla.vísir/gva „Staðreyndin er hins vegar sú að til eru mun fleiri lög á íslensku eftir karlmenn sem þjóðin öll þekkir, bæði eldra fólk og yngra. Karlkyns tónsmiðir voru jú mun fleiri hér á árum áður, allavega þeir sem fengu athygli og náðu að blómstra.” útskýrir Margrét. Hún segir lagavalið fyrst og fremst stjórnast af því að finna lög sem „flestir geta sungið með í.” „Þetta er nú einu sinni til þess gert að sem flestir geti tekið undir, bæði börn og fullorðnir,” útskýrir Margrét. Hún býst þó ekki við öðru en að kynjahlutfallið í lagabankanum muni jafnast út eftir því sem á líður. Kvenkyns tónlistarmenn og lagahöfundar eru í auknum mæli að láta að sér kveða og því muni fleiri lög eftir konur lifa í þjóðarsálinni. „Kvenkyns tónsmiðum og textasmiðum hefur farið ört fjölgandi undanfarin ár, svo þessi kynjahalli mun lagast. Þeir og þær sem fjalla um tónlist í fjölmiðlum þurfa að hjálpa okkur að rétta af þennan halla með því að vera öflug í að kynna tónlist eftir konur.“ Alþjóðavæðingin gæti staðið deginum fyrir þrifumÞað er þó einn hængur á að mati Margrétar. „Í ljósi þess að heimurinn er sífellt að verða minni þá eru miklu fleiri, konur þar á meðal, sem hugsa ekki bara um Íslandsmarkað heldur eru að semja á ensku og fara með tónlistina sína víðar. Þannig að þegar er verið að leita að íslensku lagi með íslenskum texta, sem allir þekkja, þá eru bara einfaldlega fleiri karlmenn sem eiga slík lög því þeir hafa verið lengur að semja,” segir Margrét en bætir þó við: „Ég fletti nokkrum gömlum bókum í vikunni vegna þessa, til þess að sjá hvað ég fyndi af eldri klassík eftir konur. Þar fann ég ýmsar perlur sem mætti kynna betur fyrir þjóðinni. Ég held að hluti meinsins sé að verk eftir karla hafi því miður hlotið meiri athygli gengum tíðina og þeir átt auðveldara með að eflast og blómstra sem höfundar. Spurningin er hvort við erum alveg laus úr þessum viðjum?” Boltinn er því hjá fjölmiðlum og þeim sem koma að útgáfu íslenskrar tónlistar. „Áherslan hjá þeim hefur í gegnum tíðina verið á karlkynsflytjendur og það gæti meðal annars verið ástæðan fyrir því að við þekkjum frekar lög eftir karlmenn,” útskýrir Margrét. „Þetta þurfum við bara að skoða og kanna hvort við eigum ekki einhvers staðar perlu eftir konur sem þarf að ráðast í að gefa út og kynna betur." Sem fyrr segir verður útvarpað frá athöfninni í Hörpu á morgun, á Bylgjunni og Rás 2, og hefst útsending klukkan 11:15.
Menning Dagur íslenskrar tónlistar Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Skömminni skilað Gagnrýni Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Fleiri fréttir Gefur endurkomu undir fótinn Steikt að sjá barn með rottu í bandi í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sjá meira
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp