Veltir fyrir sér fallegum hlutum Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 30. nóvember 2015 09:00 Guðmundur, Örn, Helgi, Atli og Tómas eru í rífandi stuði. Vísir/AntonBrink „Það er búið að standa til lengi að koma með frumsamið efni á heilli plötu en svo var bara svo margt annað sem knúði á,“ segir tónlistarmaðurinn Helgi Björnsson sem sendi á dögunum frá sér plötuna Veröldin er ný. Talsvert langt er síðan Helgi sendi síðast frá sér plötu með frumsömdu efni en hann segist hafa ákveðið að sig langaði til þess að syngja lög eftir aðra og með því takast á við aðrar áskoranir en hann var vanur sem söngvari. Nú er komið að því að koma eigin efni frá sér. „Það er alltaf rosalega gaman, það hefur miklu meiri vigt hjá manni. Það er stærri tjáning og maður kafar aðeins dýpra og reynir að segja eitthvað sem manni finnst skipta máli þó að það séu ekki endilega einhverjir heims- eða heimapólitískir hlutir,“ segir hann og bætir við að á plötunni velti hann aðallega fyrir sér fallegum hlutum. „Ég horfði til baka og fór í minningabankann og skoðaði hvernig tíminn fer með mann stundum, og svo líka svona rómantík og er aðallega að velta fyrir mér fallegum hlutum,“ segir hann og bætir hress við: „Svo varð ég náttúrulega að taka einn svona rokkara með. Það varð að vera einn svoleiðis með.“ Texta við lög sín hefur Helgi yfirleitt samið einn en fékk til liðs við sig Atla Bollason og segir hann það hafa verið skemmtilega nýbreytni og að hann hafi haft gaman af samtalinu. „Það er svona eins og stórmeistararnir hafa gert í gegnum tíðina, Lennon og McCartney og svo framvegis og framvegis endalaust.“ Í tilefni af útgáfu plötunnar verður efnt til útgáfutónleika þar sem þeir Magnús Trygvason Eliassen, Guðmundur Óskar, Örn Eldjárn, Tómas Jónsson og Samúel J. Samúelsson ásamt blásarasveit leika með Helga. Staðsetningu tónleikanna verður haldið leyndri til hádegis sjálfan tónleikadaginn. „Þetta var ákveðið með mjög stuttum fyrirvara þannig við ákváðum að sveipa þetta svolítilli dulúð,“ segir Helgi dularfullur og bætir við: „Það hefur alltaf verið smá svona stríðni í mér, mér finnst það skemmtilegt element svo lengi sem fólk finnur ekki fyrir því á neikvæðan hátt andlega eða líkamlega.“ Hann gefur þó upp að tónleikarnir verði haldnir einhvers staðar í 101 Reykjavík og fara þeir fram næstkomandi fimmtudag og hefjast klukkan 21.00 og er hægt að nálgast miða á Midi.is.Helgi flutti lagið eitt laga plötunnar, Ég fer á Land Rover frá Mývatni til Kópaskers, ásamt hljómsveit sinni á Hlustendaverðlaununum fyrr í ár. Upptökuna má sjá hér fyrir neðan. Menning Tónlist Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Fleiri fréttir Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Sjá meira
„Það er búið að standa til lengi að koma með frumsamið efni á heilli plötu en svo var bara svo margt annað sem knúði á,“ segir tónlistarmaðurinn Helgi Björnsson sem sendi á dögunum frá sér plötuna Veröldin er ný. Talsvert langt er síðan Helgi sendi síðast frá sér plötu með frumsömdu efni en hann segist hafa ákveðið að sig langaði til þess að syngja lög eftir aðra og með því takast á við aðrar áskoranir en hann var vanur sem söngvari. Nú er komið að því að koma eigin efni frá sér. „Það er alltaf rosalega gaman, það hefur miklu meiri vigt hjá manni. Það er stærri tjáning og maður kafar aðeins dýpra og reynir að segja eitthvað sem manni finnst skipta máli þó að það séu ekki endilega einhverjir heims- eða heimapólitískir hlutir,“ segir hann og bætir við að á plötunni velti hann aðallega fyrir sér fallegum hlutum. „Ég horfði til baka og fór í minningabankann og skoðaði hvernig tíminn fer með mann stundum, og svo líka svona rómantík og er aðallega að velta fyrir mér fallegum hlutum,“ segir hann og bætir hress við: „Svo varð ég náttúrulega að taka einn svona rokkara með. Það varð að vera einn svoleiðis með.“ Texta við lög sín hefur Helgi yfirleitt samið einn en fékk til liðs við sig Atla Bollason og segir hann það hafa verið skemmtilega nýbreytni og að hann hafi haft gaman af samtalinu. „Það er svona eins og stórmeistararnir hafa gert í gegnum tíðina, Lennon og McCartney og svo framvegis og framvegis endalaust.“ Í tilefni af útgáfu plötunnar verður efnt til útgáfutónleika þar sem þeir Magnús Trygvason Eliassen, Guðmundur Óskar, Örn Eldjárn, Tómas Jónsson og Samúel J. Samúelsson ásamt blásarasveit leika með Helga. Staðsetningu tónleikanna verður haldið leyndri til hádegis sjálfan tónleikadaginn. „Þetta var ákveðið með mjög stuttum fyrirvara þannig við ákváðum að sveipa þetta svolítilli dulúð,“ segir Helgi dularfullur og bætir við: „Það hefur alltaf verið smá svona stríðni í mér, mér finnst það skemmtilegt element svo lengi sem fólk finnur ekki fyrir því á neikvæðan hátt andlega eða líkamlega.“ Hann gefur þó upp að tónleikarnir verði haldnir einhvers staðar í 101 Reykjavík og fara þeir fram næstkomandi fimmtudag og hefjast klukkan 21.00 og er hægt að nálgast miða á Midi.is.Helgi flutti lagið eitt laga plötunnar, Ég fer á Land Rover frá Mývatni til Kópaskers, ásamt hljómsveit sinni á Hlustendaverðlaununum fyrr í ár. Upptökuna má sjá hér fyrir neðan.
Menning Tónlist Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Fleiri fréttir Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Sjá meira