Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Akureyri 21-21 | Ótrúlegur endasprettur ÍBV dugði næstum því Guðmundur Tómas Sigfússon skrifar 9. desember 2015 19:45 Kári Kristjánsson fékk rautt spjald í Eyjum í kvöld. Vísir/Vilhelm Eyjamenn gerðu í kvöld 21-21 jafntefli við lið Akureyrar úti í Eyjum. Markverðir liðanna voru í aðalhlutverki í kvöld en þeir Tomas Olason og Stephen Nielsen vörðu báðir tuttugu skot. Sem og fyrr vantaði leikmenn í lið ÍBV en þeir Nemanja Malovic og Sindri Haraldsson voru sem fyrr úr leik vegna meiðsla. Þá náði Theodór Sigurbjörnsson ekki að vera með en þjálfarar Eyjamanna gerðu tilraun í upphitun. Hreiðar Levý Guðmundsson, markvörður Akureyrar, var fjarri góðu gamni vegna meiðsla í dag en Tomas Olason spilaði allan leikinn í marki gestanna. Eyjamenn byrjuðu leikinn ekki illa og spiluðu vel í vörninni, vörn gestanna var einnig sterk en stóru menn Eyjamanna skutu vel á fyrstu mínútunum. Eftir fimmtán mínútna leik fengu Eyjamenn tvær tveggja mínútna brottvísanir sem fóru illa með liðið. Gestirnir skoruðu sex mörk í röð en á þeim kafla fengu Eyjamenn aftur tvöfalda tveggja mínútna brottvísun, klikkuðu á víti og brenndu af dauðafærum. Kári Kristján Kristjánsson fékk að líta rauða spjaldið í liði Eyjamanna en ekki er ljóst fyrir hvað það var. Staðan í hálfleik var 9-12 en Grétar Þór Eyþórsson skoraði síðasta mark fyrri hálfleiks. Byrjun síðari hálfleik hjá ÍBV líktist martröð, gestirnir röðuðu á liðið mörkum en staðan var orðin 10-17 eftir rúmar fjörtíu mínútur. Svar ÍBV við þessu var líkt ÍBV liðinu fyrir tveimur tímabilum þar sem þeir fengu hraðaupphlaup og spiluðu góða vörn. Liðið gerði fyrst fjögur mörk í röð og voru síðan komnir yfir í stöðunni 21-20. Sigþór Heimisson jafnaði síðan metin fyrir Akureyri þegar rúmar sex mínútur voru eftir, þá var komið að þætti markvarðanna. Stephen Nielsen varði hvert skotið á fætur öðru á síðustu mínútum leiksins en hann varði fjögur skot í sömu sókninni meðal annars. Hvorugu liðinu tókst að skora á síðustu mínútunum en markverðir liðanna voru frábærir í dag. Tomas Olason varði tuttugu skot og þar af eitt víti í marki gestanna, Stephen Nielsen gerði slíkt hið sama í marki Eyjamanna. Bæði lið geta því þakkað markvörðum sínum fyrir stigið. Eyjamenn hafa ekki unnið nema einn leik í síðustu níu en þeir spiluðu stóran hluta leiksins í dag ömurlega.Arnar Pétursson: Grétar er mikilvægasti leikmaður deildarinnar „Þetta er sitt lítið af hvoru, hefðum klárlega viljað taka tvö stig á heimavelli en sættum okkur úr því sem komið var,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari Eyjamanna, aðspurður því hvort að stigið væri eitt stig tapað eða eitt stig unnið. Eyjamenn voru 10-17 undir eftir fjörtíu mínútna leik, hvað gerist á þessum fjörtíu mínútum hjá ÍBV? „Fyrstu fjörtíu erum við lélegir, við erum ragir. Það verður að segjast eins og er, ákveðnir lykilmenn sem að skila sér ekki inn í leikinn. Við þurfum að finna eitthvað út úr því og fá meira út úr þessum mönnum.“ „Síðustu fimmtán mínúturnar kemur ákveðin gredda í þetta. Ungir strákar, Nökkvi Dan og Hákon (Daði), koma inn og bæta í gredduna sem Grétar er með. Þeir draga aðeins vagninn sóknarlega.“ „Svo höfðum við Binna (Brynjar Karl, Magga og Stephen varnarlega sem voru frábærir.“ Markverðir liðanna verja tíu skot á síðustu fimm mínútunum, var þetta stress í sóknarmönnum liðanna? „Eru þetta ekki bara góðir markmenn, er það ekki málið? Þetta eru flottir markmenn í báðum liðum sem að eiga að verja. Það er samt ákveðið stress í mönnum, menn örvænta þegar punktasöfnunin er eins lítil og hún er.“ Er krísa í Eyjum? Liðið er ekki búið að vinna einn leik af síðustu níu. „Það er ekki krísa í gangi, það er bara spurning hvort við séum betri en þetta, í alvöru. Okkur var spáð góðum hlutum í vetur og áttum að ná ágætis árangri. Við erum í þeirri spá með Tedda, Nemanja og Sindra Haraldsson.“ „Okkur munar klárlega um þá, ég væri alveg til í að vera með þá í öllum þessum leikjum. Ég er nokkuð viss um að þá væri þetta aðeins öðruvísi.“ Stephen varði tuttugu bolta í marki ÍBV í dag, átti hann stærsta þáttinn í þessum sigri? „Stephen átti klárlega stóran þátt, eins og ég talaði um áðan vorum við líka með Binna og Magga með ákveðið líf inn í varnarleikinn en þeir voru frábærir. Karakterinn í Grétari og leiðtoginn í honum sem skipti sköpum.“ „Ég fer ekkert ofan af því að Grétar Þór Eyþórsson er mikilvægasti leikmaður deildarinnar, leikmaður sem hvert lið þarf að hafa. Við þyrftum aðeins meira af þessu,“ sagði Arnar að lokum.Sverre Jakobsson: Stephen býr yfir þessum gæðum „Ég segi eitt stig tapað en miðað við hvernig síðasta sóknin var, þá er þetta eitt stig unnið,“ sagði Sverre Jakobsson, þjálfari Akureyrar, eftir jafntefli gegn ÍBV úti í Eyjum. „Við vorum komnir í kjörstöðu í seinni hálfleik og hefðum átt að gera betur en er samt ánægður með stigið þó ég sé ósáttur með leikinn.“ Akureyri var sjö mörkum yfir í stöðunni 10-17, hvað gerist rétt eftir það. „Þá missum við haus, hann ver líka svaka vel í lokin. Við erum að fá mjög góð færi, leikmenn sem setja þessa bolta venjulega inn. Þetta er líka óskynsemi og einn af þessum leikjum.“ Tomas Olason tók marga mikilvæga bolta í marki Akureyrar og samtals tuttugu vörslur hjá honum í dag. „Tomas var flottur og okkar besti maður heilt yfir. Markverðirnir voru nokkurn veginn á pari, en eins og þú segir, þegar maður er kominn í 17-10 stöðu, þá viljum við vinna.“ „Við hendum boltanum í hendurnar á þeim tvisvar þegar menn koma inn af bekknum, þetta kostar allt. Þessi litlu atriði brutu okkur hægt og rólega niður, á venjulegum degi er maður sáttur með stig úti í Eyjum en ekki á þessum degi.“ Stephen Nielsen varði sjö skot á síðustu fimm mínútum leiksins, voru menn stressaðir í færunum? „Hann býr yfir þessum gæðum og þessir leikmenn hefðu á venjulegum degi sett allavega þrjá eða fjóra inn, færin voru svo góð. Markmenn geta stundum breytt gangi leikja og hann gerði það hér í dag fyrir þá.“ „Ég sá þetta ekki, þeir hljóta að hafa séð eitthvað sem veldur því að hann verðskuldi þetta en Kári er drengur góður og ég trúi ekki að hann hafi gert þetta viljandi,“ sagði Sverre um atvikið þegar Kári Kristján sá rautt. Olís-deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Fótbolti Fleiri fréttir Danir óstöðvandi Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Leik lokið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Sjá meira
Eyjamenn gerðu í kvöld 21-21 jafntefli við lið Akureyrar úti í Eyjum. Markverðir liðanna voru í aðalhlutverki í kvöld en þeir Tomas Olason og Stephen Nielsen vörðu báðir tuttugu skot. Sem og fyrr vantaði leikmenn í lið ÍBV en þeir Nemanja Malovic og Sindri Haraldsson voru sem fyrr úr leik vegna meiðsla. Þá náði Theodór Sigurbjörnsson ekki að vera með en þjálfarar Eyjamanna gerðu tilraun í upphitun. Hreiðar Levý Guðmundsson, markvörður Akureyrar, var fjarri góðu gamni vegna meiðsla í dag en Tomas Olason spilaði allan leikinn í marki gestanna. Eyjamenn byrjuðu leikinn ekki illa og spiluðu vel í vörninni, vörn gestanna var einnig sterk en stóru menn Eyjamanna skutu vel á fyrstu mínútunum. Eftir fimmtán mínútna leik fengu Eyjamenn tvær tveggja mínútna brottvísanir sem fóru illa með liðið. Gestirnir skoruðu sex mörk í röð en á þeim kafla fengu Eyjamenn aftur tvöfalda tveggja mínútna brottvísun, klikkuðu á víti og brenndu af dauðafærum. Kári Kristján Kristjánsson fékk að líta rauða spjaldið í liði Eyjamanna en ekki er ljóst fyrir hvað það var. Staðan í hálfleik var 9-12 en Grétar Þór Eyþórsson skoraði síðasta mark fyrri hálfleiks. Byrjun síðari hálfleik hjá ÍBV líktist martröð, gestirnir röðuðu á liðið mörkum en staðan var orðin 10-17 eftir rúmar fjörtíu mínútur. Svar ÍBV við þessu var líkt ÍBV liðinu fyrir tveimur tímabilum þar sem þeir fengu hraðaupphlaup og spiluðu góða vörn. Liðið gerði fyrst fjögur mörk í röð og voru síðan komnir yfir í stöðunni 21-20. Sigþór Heimisson jafnaði síðan metin fyrir Akureyri þegar rúmar sex mínútur voru eftir, þá var komið að þætti markvarðanna. Stephen Nielsen varði hvert skotið á fætur öðru á síðustu mínútum leiksins en hann varði fjögur skot í sömu sókninni meðal annars. Hvorugu liðinu tókst að skora á síðustu mínútunum en markverðir liðanna voru frábærir í dag. Tomas Olason varði tuttugu skot og þar af eitt víti í marki gestanna, Stephen Nielsen gerði slíkt hið sama í marki Eyjamanna. Bæði lið geta því þakkað markvörðum sínum fyrir stigið. Eyjamenn hafa ekki unnið nema einn leik í síðustu níu en þeir spiluðu stóran hluta leiksins í dag ömurlega.Arnar Pétursson: Grétar er mikilvægasti leikmaður deildarinnar „Þetta er sitt lítið af hvoru, hefðum klárlega viljað taka tvö stig á heimavelli en sættum okkur úr því sem komið var,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari Eyjamanna, aðspurður því hvort að stigið væri eitt stig tapað eða eitt stig unnið. Eyjamenn voru 10-17 undir eftir fjörtíu mínútna leik, hvað gerist á þessum fjörtíu mínútum hjá ÍBV? „Fyrstu fjörtíu erum við lélegir, við erum ragir. Það verður að segjast eins og er, ákveðnir lykilmenn sem að skila sér ekki inn í leikinn. Við þurfum að finna eitthvað út úr því og fá meira út úr þessum mönnum.“ „Síðustu fimmtán mínúturnar kemur ákveðin gredda í þetta. Ungir strákar, Nökkvi Dan og Hákon (Daði), koma inn og bæta í gredduna sem Grétar er með. Þeir draga aðeins vagninn sóknarlega.“ „Svo höfðum við Binna (Brynjar Karl, Magga og Stephen varnarlega sem voru frábærir.“ Markverðir liðanna verja tíu skot á síðustu fimm mínútunum, var þetta stress í sóknarmönnum liðanna? „Eru þetta ekki bara góðir markmenn, er það ekki málið? Þetta eru flottir markmenn í báðum liðum sem að eiga að verja. Það er samt ákveðið stress í mönnum, menn örvænta þegar punktasöfnunin er eins lítil og hún er.“ Er krísa í Eyjum? Liðið er ekki búið að vinna einn leik af síðustu níu. „Það er ekki krísa í gangi, það er bara spurning hvort við séum betri en þetta, í alvöru. Okkur var spáð góðum hlutum í vetur og áttum að ná ágætis árangri. Við erum í þeirri spá með Tedda, Nemanja og Sindra Haraldsson.“ „Okkur munar klárlega um þá, ég væri alveg til í að vera með þá í öllum þessum leikjum. Ég er nokkuð viss um að þá væri þetta aðeins öðruvísi.“ Stephen varði tuttugu bolta í marki ÍBV í dag, átti hann stærsta þáttinn í þessum sigri? „Stephen átti klárlega stóran þátt, eins og ég talaði um áðan vorum við líka með Binna og Magga með ákveðið líf inn í varnarleikinn en þeir voru frábærir. Karakterinn í Grétari og leiðtoginn í honum sem skipti sköpum.“ „Ég fer ekkert ofan af því að Grétar Þór Eyþórsson er mikilvægasti leikmaður deildarinnar, leikmaður sem hvert lið þarf að hafa. Við þyrftum aðeins meira af þessu,“ sagði Arnar að lokum.Sverre Jakobsson: Stephen býr yfir þessum gæðum „Ég segi eitt stig tapað en miðað við hvernig síðasta sóknin var, þá er þetta eitt stig unnið,“ sagði Sverre Jakobsson, þjálfari Akureyrar, eftir jafntefli gegn ÍBV úti í Eyjum. „Við vorum komnir í kjörstöðu í seinni hálfleik og hefðum átt að gera betur en er samt ánægður með stigið þó ég sé ósáttur með leikinn.“ Akureyri var sjö mörkum yfir í stöðunni 10-17, hvað gerist rétt eftir það. „Þá missum við haus, hann ver líka svaka vel í lokin. Við erum að fá mjög góð færi, leikmenn sem setja þessa bolta venjulega inn. Þetta er líka óskynsemi og einn af þessum leikjum.“ Tomas Olason tók marga mikilvæga bolta í marki Akureyrar og samtals tuttugu vörslur hjá honum í dag. „Tomas var flottur og okkar besti maður heilt yfir. Markverðirnir voru nokkurn veginn á pari, en eins og þú segir, þegar maður er kominn í 17-10 stöðu, þá viljum við vinna.“ „Við hendum boltanum í hendurnar á þeim tvisvar þegar menn koma inn af bekknum, þetta kostar allt. Þessi litlu atriði brutu okkur hægt og rólega niður, á venjulegum degi er maður sáttur með stig úti í Eyjum en ekki á þessum degi.“ Stephen Nielsen varði sjö skot á síðustu fimm mínútum leiksins, voru menn stressaðir í færunum? „Hann býr yfir þessum gæðum og þessir leikmenn hefðu á venjulegum degi sett allavega þrjá eða fjóra inn, færin voru svo góð. Markmenn geta stundum breytt gangi leikja og hann gerði það hér í dag fyrir þá.“ „Ég sá þetta ekki, þeir hljóta að hafa séð eitthvað sem veldur því að hann verðskuldi þetta en Kári er drengur góður og ég trúi ekki að hann hafi gert þetta viljandi,“ sagði Sverre um atvikið þegar Kári Kristján sá rautt.
Olís-deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Fótbolti Fleiri fréttir Danir óstöðvandi Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Leik lokið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Sjá meira