Enski boltinn

Kemur Jesús Arsenal til bjargar á nýju ári?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gabriel Jesus á HM 20 ára landsliða.
Gabriel Jesus á HM 20 ára landsliða. Vísir/Getty
Það er talað um það í heimalandinu að hann sé betri en Neymar en brasilíski táningurinn Gabriel Jesus er nú kominn inn á borð hjá Arsene Wenger,

Daily Mail segir frá því í dag að Arsenal hafi spurst fyrir um þennan 18 ára framherja Palmeiras.

Arsenal er eitt af mörgum félögum sem hefur áhuga á þessum strák sem sjálfur vill ekkert heyra um samanburð á sér og Neymar hjá Barcelona.

Gabriel Jesus var í stóru hlutverki með brasilíska landsliðinu á HM 20 ára og yngri og hann er fastamaður hjá Palmeiras.

Ronaldo er að aðstoða Gabriel Jesus að finna félag í Evrópu en hann hefur verið meðal annars orðaður við Benfica, Juventus og Roma.

Gabriel Jesus er fæddur í apríl 1997 eða nokkrum mánuðum eftir að Arsene Wenger tók við liði Arsenal. Wenger hefur því verið knattspyrnustjóri Arsenal alla hans ævi.

Gabriel Jesus skoraði 5 mörk í 6 leikjum með brasilíska 20 ára landsliðinu á árinu 2015 en aðeins eitt þeirr kom þó í úrslitakeppni HM þar sem Brasilía vann silfur eftir tap á móti Serbíu í vítakeppni.

Arsenal hefur verið einstaklega óheppið með meiðsli á þessu tímabili og margir leikmenn framarlega á vellinum hafa eytt miklum tíma á sjúkralistanum. Liðið þarf því á liðstyrk að halda og nú er það spurning hvort Jesús komi Arsenal til bjargar á nýju ári.

Daily Mail segir að fleiri ensk lið hafi áhuga á ungum framtíðarleikmönnum. Manchester United er þannig að elsta Nishan Burkhart  hjá svissneska liðinu FC Zürich og ensku liðin Southampton, Bournemouth og Everton eru meðal liða sem hafa áhuga á Zach Clough hjá Bolton.

Gabriel Jesus á góðri stundu á HM 20 ára landsliða í sumar.Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×