Körfubolti

Háloftafuglinn úr Vesturbænum minnir á sig | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Kristófer Acox í háloftunum með íslenska landsliðinu á Smáþjóðaleikunum í sumar.
Kristófer Acox í háloftunum með íslenska landsliðinu á Smáþjóðaleikunum í sumar. vísir/stefán
Kristófer Acox, landsliðsmaður í körfubolta, og félagar hans í Furman unnu sannfærandi sigur gegn Liberty-háskólanum 79-56, í bandaríska háskólakörfuboltanum í nótt.

Furman hefur verið á fínum skriði að undanförnu og vann í nótt þriðja sigurinn í röð. Liðið er nú í heildina búið að vinna fimm leiki og tapa þremur.

Kristófer Acox átti flottan leik og var nálægt tvennu með þrettán stig og níu fráköst á þeim 20 mínútum sem hann spilaði. Hann var frákastahæstur í sinni deild á síðustu leiktíð.

Þessi ungi vesturbæingur er mikill háloftafugl enda gríðarlegur íþróttamaður með mikið vænghaf og rosalegan stökkkraft. Hann minnti heldur betur á hæfileika sína í loftinu þegar hann tróð með tilþrifum svo karfan hristist í byrjun seinni hálfleiks. Þá kom hann sínum mönnum í 42-30.

Það helsta úr leiknum má sjá í myndbandinu hér að neðan en troðslan hjá Kristófer kemur eftir 36 sekúndur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×