Góð stjórnun á umhverfinu snýst um eignarrétt Lars Christensen skrifar 9. desember 2015 09:15 Sögulega hafa flestar fiskveiðiþjóðir heims átt í vandræðum vegna ofveiði. Ástæðan fyrir þessu er klemman sem sjómenn standa frammi fyrir. Þegar sjómaður veiðir fisk úr „sameiginlegum stofni“ minnkar framboðið af fiski til annarra sjómanna, þegar til skamms tíma er litið. Það er augljóslega skynsamlegt fyrir einstaklinginn að auka sjósóknina til að veiða meira. Fiskimaður sem reynir hins vegar að hugsa um „almannaheill“ og takmarka veiði sína til að forðast ofveiði hættir á að tapa illilega. Þetta er það sem hagfræðingar kalla „sameignarvanda“ og kjarni þessa vandamáls er að þegar við höfum ekki vel skilgreindan eignarrétt, í þessu tilfelli á fiski, verður ofveiði. En Íslendingar standa nú um stundir ekki frammi fyrir vandamálum vegna ofveiði, eins og hefur stundum verið áður, og það er vegna þess að Íslendingar hafa rutt brautina fyrir kerfi sem almennt kallast kvótakerfi. Aðalhugmyndin er sú að hverri útgerð er úthlutað kvóta upp á hve mikinn fisk hún má veiða. Með öðrum orðum á útgerðin eign upp á vissan afla. Ennfremur, eins og með annan eignarrétt, er hægt að selja þennan kvóta. Þetta hefur að miklu leyti leyst ofveiðivandann á Íslandi og aðrar þjóðir hafa tekið upp þetta kerfi. Þessi reynsla kennir okkur eina mjög mikilvæga lexíu. Ef við viljum viðhalda góðu umhverfi almennt ættum við að einbeita okkur að því að skilgreina hver hefur eignarhald á umhverfinu, því ef umhverfið er í eigu „okkar allra“ þá fáum við svipuð vandamál og fylgja ofveiði.Þess vegna snýst góð umhverfisstjórn í raun um vel skilgreindan eignarrétt. Skýringarmyndin sýnir þetta. Hún sýnir sambandið á milli tveggja vísitalna – alþjóðlegu eignarréttarvísitölunnar (IPRI), sem mælir eignavernd í ýmsum löndum, og umhverfisvísitölunnar (EPI), sem metur hversu vel ríki standa sig í umhverfismálum á tveim víðtækum stefnusviðum: Heilsuvernd fyrir umhverfisáhrifum og verndun vistkerfa. Hver „punktur“ á grafinu táknar eitt ríki. Ísland kemur vel út í báðum vísitölunum, en er ekki á meðal þeirra efstu. Í eignarréttarvísitölunni er Ísland aðeins í 22. sæti í heiminum, og Ísland er í 14. sæti í umhverfisvísitölunni. Svo það má gera betur. Ef við viljum sjá framfarir í umhverfismálum á Íslandi og halda áfram góðri nýtingu á náttúruauðlindum landsins er kannski mikilvægt að við sækjum hvatningu í árangurinn af notkun „eignarréttarins“ á fiskveiðisviðinu, því ef við viljum ekki eyðileggja náttúruna þurfum við í raun að skilgreina hvar eignarhaldið liggur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun
Sögulega hafa flestar fiskveiðiþjóðir heims átt í vandræðum vegna ofveiði. Ástæðan fyrir þessu er klemman sem sjómenn standa frammi fyrir. Þegar sjómaður veiðir fisk úr „sameiginlegum stofni“ minnkar framboðið af fiski til annarra sjómanna, þegar til skamms tíma er litið. Það er augljóslega skynsamlegt fyrir einstaklinginn að auka sjósóknina til að veiða meira. Fiskimaður sem reynir hins vegar að hugsa um „almannaheill“ og takmarka veiði sína til að forðast ofveiði hættir á að tapa illilega. Þetta er það sem hagfræðingar kalla „sameignarvanda“ og kjarni þessa vandamáls er að þegar við höfum ekki vel skilgreindan eignarrétt, í þessu tilfelli á fiski, verður ofveiði. En Íslendingar standa nú um stundir ekki frammi fyrir vandamálum vegna ofveiði, eins og hefur stundum verið áður, og það er vegna þess að Íslendingar hafa rutt brautina fyrir kerfi sem almennt kallast kvótakerfi. Aðalhugmyndin er sú að hverri útgerð er úthlutað kvóta upp á hve mikinn fisk hún má veiða. Með öðrum orðum á útgerðin eign upp á vissan afla. Ennfremur, eins og með annan eignarrétt, er hægt að selja þennan kvóta. Þetta hefur að miklu leyti leyst ofveiðivandann á Íslandi og aðrar þjóðir hafa tekið upp þetta kerfi. Þessi reynsla kennir okkur eina mjög mikilvæga lexíu. Ef við viljum viðhalda góðu umhverfi almennt ættum við að einbeita okkur að því að skilgreina hver hefur eignarhald á umhverfinu, því ef umhverfið er í eigu „okkar allra“ þá fáum við svipuð vandamál og fylgja ofveiði.Þess vegna snýst góð umhverfisstjórn í raun um vel skilgreindan eignarrétt. Skýringarmyndin sýnir þetta. Hún sýnir sambandið á milli tveggja vísitalna – alþjóðlegu eignarréttarvísitölunnar (IPRI), sem mælir eignavernd í ýmsum löndum, og umhverfisvísitölunnar (EPI), sem metur hversu vel ríki standa sig í umhverfismálum á tveim víðtækum stefnusviðum: Heilsuvernd fyrir umhverfisáhrifum og verndun vistkerfa. Hver „punktur“ á grafinu táknar eitt ríki. Ísland kemur vel út í báðum vísitölunum, en er ekki á meðal þeirra efstu. Í eignarréttarvísitölunni er Ísland aðeins í 22. sæti í heiminum, og Ísland er í 14. sæti í umhverfisvísitölunni. Svo það má gera betur. Ef við viljum sjá framfarir í umhverfismálum á Íslandi og halda áfram góðri nýtingu á náttúruauðlindum landsins er kannski mikilvægt að við sækjum hvatningu í árangurinn af notkun „eignarréttarins“ á fiskveiðisviðinu, því ef við viljum ekki eyðileggja náttúruna þurfum við í raun að skilgreina hvar eignarhaldið liggur.
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun