Rotið réttarkerfi ógnar réttarríkinu Skjóðan skrifar 9. desember 2015 09:00 Dómsmál og dómstólar hafa verið mjög til umræðu á undanförnum vikum og mánuðum. Fallið hafa athyglisverðir dómar í kynferðisbrotamálum, hrunmálum og verðtryggingarmálum bæði í héraðsdómi og Hæstarétti Íslands. Íslenskir dómstólar virðast gera hóflegar kröfur til sönnunarbyrði ákæruvalds í hrunmálum. Sama máli gegnir um kynferðisbrotamálin – svo fremi að þolandi sé karlmaður. Sé þolandi kynferðisbrots kona leita íslenskir dómarar logandi ljósi að hverju því smáatriði, sem mögulega getur varpað vafa á sekt meints geranda. Sé þolandinn hins vegar karlmaður er sakfellt, líkt og tíðkast í hrunmálum. Hæstiréttur Íslands gefur, að því er virðist, lítið fyrir rétt sakborninga í hrunmálum. Í einu máli sýknaði héraðsdómur hina ákærðu og komst þá Hæstiréttur þá að þeirri niðurstöðu að einn dómara hefði verið vanhæfur vegna ummæla sem hann lét falla um saksóknara eftir að dómur var kveðinn upp af tilefni, sem sömuleiðis kom upp eftir að dómur var kveðinn upp. Í öðru hrunmáli kom í ljós að einn dómarinn hafði misst eigur sínar vegna viðskipta við þann banka sem sakborningar í því máli stjórnuðu. Sakborningarnir voru sakfelldir og dæmdir í margra ára fangelsi. Hæstiréttur fór sannkallaða Krýsuvíkurleið til að komast að því að þetta eignatjón ylli ekki vanhæfi dómarans. Af þessu leiðir að velta má fyrir sér hvort afstaða Hæstaréttar til vanhæfis dómara grundvallist á því hvort viðkomandi dómarar sakfella eða sýkna útrásarvíkinga, rétt eins og hvort sekt í kynferðismálum sé ákvörðuð eftir kynferði þolanda. Í nýlegu verðtryggingarmáli komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að engu máli skipti þó að banki hefði klárlega brotið gegn lagaskyldu sinni um að upplýsa lántakanda um kostnað við lántökuna. Hann gæti samt innheimt lánið og hvern þann kostnað sem hann kysi að fullu. Neytendavernd virðist vera dómurum við æðsta dómstól landsins framandi hugtak. Tjáningarfrelsið er einn helgasti réttur manna í réttarríkinu. Fjórum sinnum hafa blaðamenn kært íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna mannréttindabrota Hæstaréttar Íslands í málum sem varða tjáningarfrelsið. Í öll skiptin hefur Mannréttindadómstóllinn dæmt gegn íslenska ríkinu. Nú hefur Mannréttindadómstóllinn ákveðið að taka fyrir fimmta málið gegn íslenska ríkinu vegna brota íslenskra dómstóla og Hæstaréttar Íslands gegn tjáningarfrelsi blaðamanns. Brotavilji æðsta dómstóls landsins gegn mannréttindum borgaranna er einbeittur þrátt fyrir ítrekaðar umvandanir Mannréttindadómstólsins. Þetta er alvarlegt mál þar sem varðstaða dómstóla um mannréttindi er hornsteinn lýðræðislegs réttarríkis. Þegar æðsti dómstóll landsins traðkar ítrekað á heilögustu mannréttindum borgaranna, sjálfu tjáningarfrelsinu, er sjálft réttarríkið í hættu. Séu dómstólar fúnir og réttarkerfið rotið er vart lengur hægt að tala um réttarríki.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira
Dómsmál og dómstólar hafa verið mjög til umræðu á undanförnum vikum og mánuðum. Fallið hafa athyglisverðir dómar í kynferðisbrotamálum, hrunmálum og verðtryggingarmálum bæði í héraðsdómi og Hæstarétti Íslands. Íslenskir dómstólar virðast gera hóflegar kröfur til sönnunarbyrði ákæruvalds í hrunmálum. Sama máli gegnir um kynferðisbrotamálin – svo fremi að þolandi sé karlmaður. Sé þolandi kynferðisbrots kona leita íslenskir dómarar logandi ljósi að hverju því smáatriði, sem mögulega getur varpað vafa á sekt meints geranda. Sé þolandinn hins vegar karlmaður er sakfellt, líkt og tíðkast í hrunmálum. Hæstiréttur Íslands gefur, að því er virðist, lítið fyrir rétt sakborninga í hrunmálum. Í einu máli sýknaði héraðsdómur hina ákærðu og komst þá Hæstiréttur þá að þeirri niðurstöðu að einn dómara hefði verið vanhæfur vegna ummæla sem hann lét falla um saksóknara eftir að dómur var kveðinn upp af tilefni, sem sömuleiðis kom upp eftir að dómur var kveðinn upp. Í öðru hrunmáli kom í ljós að einn dómarinn hafði misst eigur sínar vegna viðskipta við þann banka sem sakborningar í því máli stjórnuðu. Sakborningarnir voru sakfelldir og dæmdir í margra ára fangelsi. Hæstiréttur fór sannkallaða Krýsuvíkurleið til að komast að því að þetta eignatjón ylli ekki vanhæfi dómarans. Af þessu leiðir að velta má fyrir sér hvort afstaða Hæstaréttar til vanhæfis dómara grundvallist á því hvort viðkomandi dómarar sakfella eða sýkna útrásarvíkinga, rétt eins og hvort sekt í kynferðismálum sé ákvörðuð eftir kynferði þolanda. Í nýlegu verðtryggingarmáli komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að engu máli skipti þó að banki hefði klárlega brotið gegn lagaskyldu sinni um að upplýsa lántakanda um kostnað við lántökuna. Hann gæti samt innheimt lánið og hvern þann kostnað sem hann kysi að fullu. Neytendavernd virðist vera dómurum við æðsta dómstól landsins framandi hugtak. Tjáningarfrelsið er einn helgasti réttur manna í réttarríkinu. Fjórum sinnum hafa blaðamenn kært íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna mannréttindabrota Hæstaréttar Íslands í málum sem varða tjáningarfrelsið. Í öll skiptin hefur Mannréttindadómstóllinn dæmt gegn íslenska ríkinu. Nú hefur Mannréttindadómstóllinn ákveðið að taka fyrir fimmta málið gegn íslenska ríkinu vegna brota íslenskra dómstóla og Hæstaréttar Íslands gegn tjáningarfrelsi blaðamanns. Brotavilji æðsta dómstóls landsins gegn mannréttindum borgaranna er einbeittur þrátt fyrir ítrekaðar umvandanir Mannréttindadómstólsins. Þetta er alvarlegt mál þar sem varðstaða dómstóla um mannréttindi er hornsteinn lýðræðislegs réttarríkis. Þegar æðsti dómstóll landsins traðkar ítrekað á heilögustu mannréttindum borgaranna, sjálfu tjáningarfrelsinu, er sjálft réttarríkið í hættu. Séu dómstólar fúnir og réttarkerfið rotið er vart lengur hægt að tala um réttarríki.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira