Rotið réttarkerfi ógnar réttarríkinu Skjóðan skrifar 9. desember 2015 09:00 Dómsmál og dómstólar hafa verið mjög til umræðu á undanförnum vikum og mánuðum. Fallið hafa athyglisverðir dómar í kynferðisbrotamálum, hrunmálum og verðtryggingarmálum bæði í héraðsdómi og Hæstarétti Íslands. Íslenskir dómstólar virðast gera hóflegar kröfur til sönnunarbyrði ákæruvalds í hrunmálum. Sama máli gegnir um kynferðisbrotamálin – svo fremi að þolandi sé karlmaður. Sé þolandi kynferðisbrots kona leita íslenskir dómarar logandi ljósi að hverju því smáatriði, sem mögulega getur varpað vafa á sekt meints geranda. Sé þolandinn hins vegar karlmaður er sakfellt, líkt og tíðkast í hrunmálum. Hæstiréttur Íslands gefur, að því er virðist, lítið fyrir rétt sakborninga í hrunmálum. Í einu máli sýknaði héraðsdómur hina ákærðu og komst þá Hæstiréttur þá að þeirri niðurstöðu að einn dómara hefði verið vanhæfur vegna ummæla sem hann lét falla um saksóknara eftir að dómur var kveðinn upp af tilefni, sem sömuleiðis kom upp eftir að dómur var kveðinn upp. Í öðru hrunmáli kom í ljós að einn dómarinn hafði misst eigur sínar vegna viðskipta við þann banka sem sakborningar í því máli stjórnuðu. Sakborningarnir voru sakfelldir og dæmdir í margra ára fangelsi. Hæstiréttur fór sannkallaða Krýsuvíkurleið til að komast að því að þetta eignatjón ylli ekki vanhæfi dómarans. Af þessu leiðir að velta má fyrir sér hvort afstaða Hæstaréttar til vanhæfis dómara grundvallist á því hvort viðkomandi dómarar sakfella eða sýkna útrásarvíkinga, rétt eins og hvort sekt í kynferðismálum sé ákvörðuð eftir kynferði þolanda. Í nýlegu verðtryggingarmáli komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að engu máli skipti þó að banki hefði klárlega brotið gegn lagaskyldu sinni um að upplýsa lántakanda um kostnað við lántökuna. Hann gæti samt innheimt lánið og hvern þann kostnað sem hann kysi að fullu. Neytendavernd virðist vera dómurum við æðsta dómstól landsins framandi hugtak. Tjáningarfrelsið er einn helgasti réttur manna í réttarríkinu. Fjórum sinnum hafa blaðamenn kært íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna mannréttindabrota Hæstaréttar Íslands í málum sem varða tjáningarfrelsið. Í öll skiptin hefur Mannréttindadómstóllinn dæmt gegn íslenska ríkinu. Nú hefur Mannréttindadómstóllinn ákveðið að taka fyrir fimmta málið gegn íslenska ríkinu vegna brota íslenskra dómstóla og Hæstaréttar Íslands gegn tjáningarfrelsi blaðamanns. Brotavilji æðsta dómstóls landsins gegn mannréttindum borgaranna er einbeittur þrátt fyrir ítrekaðar umvandanir Mannréttindadómstólsins. Þetta er alvarlegt mál þar sem varðstaða dómstóla um mannréttindi er hornsteinn lýðræðislegs réttarríkis. Þegar æðsti dómstóll landsins traðkar ítrekað á heilögustu mannréttindum borgaranna, sjálfu tjáningarfrelsinu, er sjálft réttarríkið í hættu. Séu dómstólar fúnir og réttarkerfið rotið er vart lengur hægt að tala um réttarríki.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Atvinnulíf Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Dómsmál og dómstólar hafa verið mjög til umræðu á undanförnum vikum og mánuðum. Fallið hafa athyglisverðir dómar í kynferðisbrotamálum, hrunmálum og verðtryggingarmálum bæði í héraðsdómi og Hæstarétti Íslands. Íslenskir dómstólar virðast gera hóflegar kröfur til sönnunarbyrði ákæruvalds í hrunmálum. Sama máli gegnir um kynferðisbrotamálin – svo fremi að þolandi sé karlmaður. Sé þolandi kynferðisbrots kona leita íslenskir dómarar logandi ljósi að hverju því smáatriði, sem mögulega getur varpað vafa á sekt meints geranda. Sé þolandinn hins vegar karlmaður er sakfellt, líkt og tíðkast í hrunmálum. Hæstiréttur Íslands gefur, að því er virðist, lítið fyrir rétt sakborninga í hrunmálum. Í einu máli sýknaði héraðsdómur hina ákærðu og komst þá Hæstiréttur þá að þeirri niðurstöðu að einn dómara hefði verið vanhæfur vegna ummæla sem hann lét falla um saksóknara eftir að dómur var kveðinn upp af tilefni, sem sömuleiðis kom upp eftir að dómur var kveðinn upp. Í öðru hrunmáli kom í ljós að einn dómarinn hafði misst eigur sínar vegna viðskipta við þann banka sem sakborningar í því máli stjórnuðu. Sakborningarnir voru sakfelldir og dæmdir í margra ára fangelsi. Hæstiréttur fór sannkallaða Krýsuvíkurleið til að komast að því að þetta eignatjón ylli ekki vanhæfi dómarans. Af þessu leiðir að velta má fyrir sér hvort afstaða Hæstaréttar til vanhæfis dómara grundvallist á því hvort viðkomandi dómarar sakfella eða sýkna útrásarvíkinga, rétt eins og hvort sekt í kynferðismálum sé ákvörðuð eftir kynferði þolanda. Í nýlegu verðtryggingarmáli komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að engu máli skipti þó að banki hefði klárlega brotið gegn lagaskyldu sinni um að upplýsa lántakanda um kostnað við lántökuna. Hann gæti samt innheimt lánið og hvern þann kostnað sem hann kysi að fullu. Neytendavernd virðist vera dómurum við æðsta dómstól landsins framandi hugtak. Tjáningarfrelsið er einn helgasti réttur manna í réttarríkinu. Fjórum sinnum hafa blaðamenn kært íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna mannréttindabrota Hæstaréttar Íslands í málum sem varða tjáningarfrelsið. Í öll skiptin hefur Mannréttindadómstóllinn dæmt gegn íslenska ríkinu. Nú hefur Mannréttindadómstóllinn ákveðið að taka fyrir fimmta málið gegn íslenska ríkinu vegna brota íslenskra dómstóla og Hæstaréttar Íslands gegn tjáningarfrelsi blaðamanns. Brotavilji æðsta dómstóls landsins gegn mannréttindum borgaranna er einbeittur þrátt fyrir ítrekaðar umvandanir Mannréttindadómstólsins. Þetta er alvarlegt mál þar sem varðstaða dómstóla um mannréttindi er hornsteinn lýðræðislegs réttarríkis. Þegar æðsti dómstóll landsins traðkar ítrekað á heilögustu mannréttindum borgaranna, sjálfu tjáningarfrelsinu, er sjálft réttarríkið í hættu. Séu dómstólar fúnir og réttarkerfið rotið er vart lengur hægt að tala um réttarríki.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Atvinnulíf Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira