Man. United í Evrópudeildina en Man. City vann riðilinn | Úrslit kvöldsins í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. desember 2015 22:15 Manchester United datt út úr Meistaradeildinni í kvöld. vísir/getty Það voru ólík hlutskipti hjá Manchester-liðunum í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld en á meðan Manchester City tryggði sér sigur í sínum riðli þá eru nágrannarnir úr Manchester United úr leik. Manchester United tapaði 3-2 á móti Wolfsburg á sama tíma og PSV Eindhoven vann CSKA Moskva. Þau úrslit þýða að Wolfsburg vann riðilinn og PSV Eindhoven náði öðru sætinu. Manchester United þarf að fara í Evrópudeildina eftir áramót. B-riðillinn var eini riðilinn þar sem voru laus sæti í sextán liða úrslitin. Cristiano Ronaldo skoraði fernu og fyrsti leikur Kára Árnasonar sem fyrirliði Malmö endaði með 8-0 tapi fyrir Real Madrid á Santiago Bernebau. Paris Saint Germain vann sinn leik en Real Madrid var búið að vinna A-riðilinn. Atlético Madrid vann 2-1 útisigur á Benfica og tryggði sér sigur í C-riðlinum. Astana komst yfir á móti Galatasaray og var á leiðinni í Evrópudeildina en Tyrkirnir jöfnuðu og tryggðu sér með því þriðja sætið. Manchester City var 2-1 undir á heimavelli á móti Borussia Mönchengladbach en skoraði þrjú mörk á síðustu tíu mínútum leiksins og tryggði sér þar með 4-2 sigur og sigur í D-riðlinum. Sevilla vann Juventus 1-0 á sama tíma með marki Fernando Llorente en þessi úrslit þýða að Sevilla fer í Evrópudeildina á kostnað Gladbach.Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:A-riðillReal Madrid - Malmö 8-0 1-0 Karim Benzema (12.), 2-0 Karim Benzema (24.), 3-0 Cristiano Ronaldo (39.), 4-0 Cristiano Ronaldo (47.), 5-0 Cristiano Ronaldo (50.), 6-0 Cristiano Ronaldo (59.), 7-0 Mateo Kovacic (70.), 8-0 Karim Benzema (74.).Paris Saint-Germain - Shakhtar Donetsk 2-0 1-0 Lucas Moura (57.), 2-0 Zlatan Ibrahimović (86.)Lokastaða liða: Real 16, PSG 13, Shakhtar 3, Malmö 3.B-riðillWolfsburg - Manchester United 3-2 0-1 Anthony Martial (10.), 1-1 Naldo (13.), 2-1 Vieirinha (29.), 2-2 Sjálfsmark (82.), 3-2 Naldo (84.).PSV Eindhoven - CSKA Moskva 2-1 0-1 Sergey Ignashevich (76.), 1-1 Luuk de Jong (78.), 2-1 Davy Pröpper (86.)Lokastaða liða: Wolfsburg 12, PSV 10, United 8, CSKA 4.C-riðillBenfica - Atlético Madrid 1-2 0-1 Saúl (33.), 1-1 Luciano Vietto (55.), 1-2 Konstantinos Mitroglou (75.)Galatasaray - Astana 1-1 0-1 Patrick Twumasi (62.), 1-1 Burak Yilmaz (64.)Lokastaða liða: Atlético 13, Benfica 10, Galatasaray 5, Astana 4.D-riðillManchester City - Borussia Mönchengladbach 4-2 1-0 David Silva (16.), 1-1 Julian Korb (19.), 1-2 , 2-2 Raheem Sterling (80.), 3-2 Raheem Sterling (81.), 4-2 Wilfried Bony (85.)Sevilla - Juventus 1-0 1-0 Fernando Llorente (65.).Lokastaða liða: City 12, Juventus 11, Sevilla 6, Gladbach 5 Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Sjá meira
Það voru ólík hlutskipti hjá Manchester-liðunum í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld en á meðan Manchester City tryggði sér sigur í sínum riðli þá eru nágrannarnir úr Manchester United úr leik. Manchester United tapaði 3-2 á móti Wolfsburg á sama tíma og PSV Eindhoven vann CSKA Moskva. Þau úrslit þýða að Wolfsburg vann riðilinn og PSV Eindhoven náði öðru sætinu. Manchester United þarf að fara í Evrópudeildina eftir áramót. B-riðillinn var eini riðilinn þar sem voru laus sæti í sextán liða úrslitin. Cristiano Ronaldo skoraði fernu og fyrsti leikur Kára Árnasonar sem fyrirliði Malmö endaði með 8-0 tapi fyrir Real Madrid á Santiago Bernebau. Paris Saint Germain vann sinn leik en Real Madrid var búið að vinna A-riðilinn. Atlético Madrid vann 2-1 útisigur á Benfica og tryggði sér sigur í C-riðlinum. Astana komst yfir á móti Galatasaray og var á leiðinni í Evrópudeildina en Tyrkirnir jöfnuðu og tryggðu sér með því þriðja sætið. Manchester City var 2-1 undir á heimavelli á móti Borussia Mönchengladbach en skoraði þrjú mörk á síðustu tíu mínútum leiksins og tryggði sér þar með 4-2 sigur og sigur í D-riðlinum. Sevilla vann Juventus 1-0 á sama tíma með marki Fernando Llorente en þessi úrslit þýða að Sevilla fer í Evrópudeildina á kostnað Gladbach.Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:A-riðillReal Madrid - Malmö 8-0 1-0 Karim Benzema (12.), 2-0 Karim Benzema (24.), 3-0 Cristiano Ronaldo (39.), 4-0 Cristiano Ronaldo (47.), 5-0 Cristiano Ronaldo (50.), 6-0 Cristiano Ronaldo (59.), 7-0 Mateo Kovacic (70.), 8-0 Karim Benzema (74.).Paris Saint-Germain - Shakhtar Donetsk 2-0 1-0 Lucas Moura (57.), 2-0 Zlatan Ibrahimović (86.)Lokastaða liða: Real 16, PSG 13, Shakhtar 3, Malmö 3.B-riðillWolfsburg - Manchester United 3-2 0-1 Anthony Martial (10.), 1-1 Naldo (13.), 2-1 Vieirinha (29.), 2-2 Sjálfsmark (82.), 3-2 Naldo (84.).PSV Eindhoven - CSKA Moskva 2-1 0-1 Sergey Ignashevich (76.), 1-1 Luuk de Jong (78.), 2-1 Davy Pröpper (86.)Lokastaða liða: Wolfsburg 12, PSV 10, United 8, CSKA 4.C-riðillBenfica - Atlético Madrid 1-2 0-1 Saúl (33.), 1-1 Luciano Vietto (55.), 1-2 Konstantinos Mitroglou (75.)Galatasaray - Astana 1-1 0-1 Patrick Twumasi (62.), 1-1 Burak Yilmaz (64.)Lokastaða liða: Atlético 13, Benfica 10, Galatasaray 5, Astana 4.D-riðillManchester City - Borussia Mönchengladbach 4-2 1-0 David Silva (16.), 1-1 Julian Korb (19.), 1-2 , 2-2 Raheem Sterling (80.), 3-2 Raheem Sterling (81.), 4-2 Wilfried Bony (85.)Sevilla - Juventus 1-0 1-0 Fernando Llorente (65.).Lokastaða liða: City 12, Juventus 11, Sevilla 6, Gladbach 5
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Sjá meira