Skárra að vera fastur í París en í einhverju krummaskuði í Þýskalandi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. desember 2015 06:00 Róbert Gunnarsson er í ákveðinni klemmu í Frakklandi þar sem hann fær ekkert að spila og mun líklega ekki fá að spila neitt næstu mánuðina. Vísir/Getty Línumaðurinn Róbert Gunnarsson á ekki upp á pallborðið hjá þjálfaranum sínum hjá PSG, Noka Serdarusic. Sá hefur ekkert notað Róbert síðustu vikur og tjáði svo fjölmiðlum um helgina að Róbert færi frá félaginu næsta sumar. „Ég spilaði síðast handbolta með landsliðinu,“ segir Róbert þar sem hann sat í mestu makindum á kaffihúsi í París og naut lífsins. „Þetta er reynsla sem ég verð að glíma við. Maður verður að geta tekist á við lægðirnar eins og maður gleðst yfir hæðunum. Þetta er mitt hlutverk núna.“Þjálfarinn talaði ekki við migÞótt búið sé að taka ákvörðun um framtíð Róberts hjá félaginu þá var félagið ekki að hafa fyrir því að ræða málið við línumanninn sterka. „Hann talaði ekkert við mig. Ég sá þetta bara á netinu. Þetta kom mér svo sem ekkert á óvart. Allt sem hann sagði var ekkert nýtt svo sem. Það er hans val að nota tvo aðra leikmenn frekar en mig. Ég verð bara að virða það þó svo ég sé eðlilega ekki sammála þessu vali hans,“ segir Róbert yfirvegaður. Hann er lítið farinn að spá í framhaldið. Hvort hann reyni að fá sig lausan sem fyrst eða hvort hann klári tímabilið á tréverkinu í París. „Ef það kemur eitthvað upp á borðið þá myndi ég auðvitað skoða það. Ég býst samt fastlega við því að ég verði hérna út tímabilið. Ég er með alla fjölskylduna hér og þar eru allir í sínu. Svo er líka dásamlegt að vera hérna. Það er skárra að vera fastur í svona stöðu í París en í einhverju krummaskuði í Þýskalandi,“ segir línumaðurinn jákvæður. Eðlilega er Róbert aðeins farinn að íhuga hvar hann vilji helst spila handbolta næstu árin en hann hefur spilað í Danmörku, Þýskalandi og svo Frakklandi. „Maður er kannski ekki opinn fyrir öllu en ég skoða það sem kemur upp á borð hjá mér. Það kemur til greina að vera áfram í Frakklandi en ég er minna spenntur fyrir Þýskalandi. Okkur leið svo mjög vel í Danmörku.“Nýt tímans með landsliðinu Þar sem línumaðurinn fær nánast ekkert að spila þá er kannski meiri tilhlökkun í Róberti en öðrum að komast á EM í Póllandi þar sem hann mun fá að spila handbolta loksins. „Það er um að gera að njóta þess áfram að vera í landsliðinu því maður veit aldrei hversu langur landsliðsferillinn verður. Eins og staðan er í dag er skrokkurinn fínn. Ég ætla að njóta þess að vera með strákunum í janúar og bíð gríðarlega spenntur eftir því að koma til móts við liðið. Er maður eldist fer maður að njóta þess meira og átta sig á þeim forréttindum sem það er að spila með landsliðinu.“ Eftir hryðjuverkaárásirnar í París hefur lífið aðeins breyst hjá Róberti og umgjörðin í kringum liðið. „Það var góð öryggisgæsla í kringum liðið fyrir og hún er orðin enn meiri núna. Það er reynt að láta okkur finna sem minnst fyrir þessu.“ EM 2016 karla í handbolta Handbolti Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Línumaðurinn Róbert Gunnarsson á ekki upp á pallborðið hjá þjálfaranum sínum hjá PSG, Noka Serdarusic. Sá hefur ekkert notað Róbert síðustu vikur og tjáði svo fjölmiðlum um helgina að Róbert færi frá félaginu næsta sumar. „Ég spilaði síðast handbolta með landsliðinu,“ segir Róbert þar sem hann sat í mestu makindum á kaffihúsi í París og naut lífsins. „Þetta er reynsla sem ég verð að glíma við. Maður verður að geta tekist á við lægðirnar eins og maður gleðst yfir hæðunum. Þetta er mitt hlutverk núna.“Þjálfarinn talaði ekki við migÞótt búið sé að taka ákvörðun um framtíð Róberts hjá félaginu þá var félagið ekki að hafa fyrir því að ræða málið við línumanninn sterka. „Hann talaði ekkert við mig. Ég sá þetta bara á netinu. Þetta kom mér svo sem ekkert á óvart. Allt sem hann sagði var ekkert nýtt svo sem. Það er hans val að nota tvo aðra leikmenn frekar en mig. Ég verð bara að virða það þó svo ég sé eðlilega ekki sammála þessu vali hans,“ segir Róbert yfirvegaður. Hann er lítið farinn að spá í framhaldið. Hvort hann reyni að fá sig lausan sem fyrst eða hvort hann klári tímabilið á tréverkinu í París. „Ef það kemur eitthvað upp á borðið þá myndi ég auðvitað skoða það. Ég býst samt fastlega við því að ég verði hérna út tímabilið. Ég er með alla fjölskylduna hér og þar eru allir í sínu. Svo er líka dásamlegt að vera hérna. Það er skárra að vera fastur í svona stöðu í París en í einhverju krummaskuði í Þýskalandi,“ segir línumaðurinn jákvæður. Eðlilega er Róbert aðeins farinn að íhuga hvar hann vilji helst spila handbolta næstu árin en hann hefur spilað í Danmörku, Þýskalandi og svo Frakklandi. „Maður er kannski ekki opinn fyrir öllu en ég skoða það sem kemur upp á borð hjá mér. Það kemur til greina að vera áfram í Frakklandi en ég er minna spenntur fyrir Þýskalandi. Okkur leið svo mjög vel í Danmörku.“Nýt tímans með landsliðinu Þar sem línumaðurinn fær nánast ekkert að spila þá er kannski meiri tilhlökkun í Róberti en öðrum að komast á EM í Póllandi þar sem hann mun fá að spila handbolta loksins. „Það er um að gera að njóta þess áfram að vera í landsliðinu því maður veit aldrei hversu langur landsliðsferillinn verður. Eins og staðan er í dag er skrokkurinn fínn. Ég ætla að njóta þess að vera með strákunum í janúar og bíð gríðarlega spenntur eftir því að koma til móts við liðið. Er maður eldist fer maður að njóta þess meira og átta sig á þeim forréttindum sem það er að spila með landsliðinu.“ Eftir hryðjuverkaárásirnar í París hefur lífið aðeins breyst hjá Róberti og umgjörðin í kringum liðið. „Það var góð öryggisgæsla í kringum liðið fyrir og hún er orðin enn meiri núna. Það er reynt að láta okkur finna sem minnst fyrir þessu.“
EM 2016 karla í handbolta Handbolti Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti