Valsmenn unnu öruggan 13 marka sigur á ÍBV B í 16-liða úrslitum Coca-cola bikarsins en Eyjamenn héldu í við Valsmenn og voru aðeins einu marki undir í hálfleik.
Valsmenn tefldu fram sterku liði en þrátt fyrir það áttu þeir í töluverðum vandræðum í fyrri hálfleik og leiddu aðeins 14-13 í hálfleik.
Í seinni hálfleik var sigurinn aldrei í hættu og unnu Valsmenn að lokum öruggan þrettán marka sigur, 33-20.
Guðmundur Hólmar Helgason var markahæstur í liði Valsmanna með sjö mörk en Daníel Þór Ingason bætti við fimm mörkum. Í liði ÍBV B var Leifur Jóhannesson atkvæðamestur með sex mörk.
Valsmenn lentu í kröppum dansi framan af gegn ÍBV B
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið







Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga
Íslenski boltinn



Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni
Íslenski boltinn