Fyrsta Opna hús vetrarins hjá SVFR Karl Lúðvíksson skrifar 2. desember 2015 00:00 Föstudaginn næstkomandi kl 20:00 hefst fyrsta Opna Hús vetrarins hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur. Opna húsið fer fram í sal Rafveituheimilisins í Elliðaárdalnum en desember hússins er gjarnan beðið með töluverðri eftirvæntingu enda dagarnir orðnir stuttir og veiðimönnum farið að lengja eftir sumrinu. Dagskrá kvöldins er þrælskemmtileg og Happahylurinn er glæsilegur að venju. Dagskrá kvöldsins: Guðni Guðbergs frá veiðimálastofnun með spekúlasjón um næsta sumar Lárus Karl með stutta kynningu á bók sinni Einar Falur og Guðmundur Guðjóns stikla á stóru með bók sína um Þverá Kjarrá Hörður Vilberg fer yfir síðasta sumar á svæðum SVFR Karl Lúðvíksson segir frá 5 uppáhaldsveiðistöðum og flugum Dregið úr seldum Happahyls miðum Meðal vinninga í Happahylnum að þessu sinni: Útsýnisflug með Atlantsflugi, Reykjavik Moon Safarí túr fyrir tvo. Þyrluferð með Norðurflugi, Reykjavik Summit túr fyrir tvo. Innrammað listaverk eftir myndlistarmanninn Helga Þorgils Friðjónsson. Gisting á Hótel Holt með morgunmat fyrir tvo. Eintök af Þverá/Kjarrár bók Einars Fals Ingólfssonar og GuðmundarGuðjónssonar Eintök af bók Lárus Karls Ingasonar um túpurSVFR mun svo að sjálfsögðu bæta vel völdum veiðileyfum í hylinn og það er því til mikils að vinna fyrir þá sem láta sjá sig. Aðgangur er ókeypis og það eru allir velkomnir. Mest lesið Veiði lokið í Laxá í Mývatnssveit og Laxárdal Veiði Makrílinn mættur við bryggjur landsins Veiði Af Hofsá í Skagafirði Veiði Ótrúlegar fréttir úr Breiðdalsá Veiði Helgarviðtal: Neyddur í skemmtilega laxveiðiá Veiði Það er ennþá líf í Kleifarvatni Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Framkvæmdir við nýtt veiðihús í Norðurá hefjast í haust Veiði Nýtt tölublað Veiðimannsins komið út Veiði 11 ára veiðistelpa með veiðidellu á háu stigi Veiði
Föstudaginn næstkomandi kl 20:00 hefst fyrsta Opna Hús vetrarins hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur. Opna húsið fer fram í sal Rafveituheimilisins í Elliðaárdalnum en desember hússins er gjarnan beðið með töluverðri eftirvæntingu enda dagarnir orðnir stuttir og veiðimönnum farið að lengja eftir sumrinu. Dagskrá kvöldins er þrælskemmtileg og Happahylurinn er glæsilegur að venju. Dagskrá kvöldsins: Guðni Guðbergs frá veiðimálastofnun með spekúlasjón um næsta sumar Lárus Karl með stutta kynningu á bók sinni Einar Falur og Guðmundur Guðjóns stikla á stóru með bók sína um Þverá Kjarrá Hörður Vilberg fer yfir síðasta sumar á svæðum SVFR Karl Lúðvíksson segir frá 5 uppáhaldsveiðistöðum og flugum Dregið úr seldum Happahyls miðum Meðal vinninga í Happahylnum að þessu sinni: Útsýnisflug með Atlantsflugi, Reykjavik Moon Safarí túr fyrir tvo. Þyrluferð með Norðurflugi, Reykjavik Summit túr fyrir tvo. Innrammað listaverk eftir myndlistarmanninn Helga Þorgils Friðjónsson. Gisting á Hótel Holt með morgunmat fyrir tvo. Eintök af Þverá/Kjarrár bók Einars Fals Ingólfssonar og GuðmundarGuðjónssonar Eintök af bók Lárus Karls Ingasonar um túpurSVFR mun svo að sjálfsögðu bæta vel völdum veiðileyfum í hylinn og það er því til mikils að vinna fyrir þá sem láta sjá sig. Aðgangur er ókeypis og það eru allir velkomnir.
Mest lesið Veiði lokið í Laxá í Mývatnssveit og Laxárdal Veiði Makrílinn mættur við bryggjur landsins Veiði Af Hofsá í Skagafirði Veiði Ótrúlegar fréttir úr Breiðdalsá Veiði Helgarviðtal: Neyddur í skemmtilega laxveiðiá Veiði Það er ennþá líf í Kleifarvatni Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Framkvæmdir við nýtt veiðihús í Norðurá hefjast í haust Veiði Nýtt tölublað Veiðimannsins komið út Veiði 11 ára veiðistelpa með veiðidellu á háu stigi Veiði