Hrikalegar barsmíðar á Sinfóníutónleikum Jónas Sen skrifar 1. desember 2015 10:15 „Nýtt verk eftir Daníel Bjarnason var stórfenglegt,“ segir í dómnum. Vísir/Ernir Tónlist Sinfóníuhljómsveit Íslands Höfundar: Debussy, Ligeti, Mahler og Daníel Bjarnason Einsöngvari: Ólafur Kjartan Sigurðarson Stjórnandi Daníel Bjarnason Eldborg í Hörpu Fimmtudaginn 26. nóvember Allskyns ógeð kom upp í huga mér á Sinfóníutónleikum á fimmtudagskvöldið. Það var ekkert skrýtið því á dagskránni var meðal annars Lontano eftir ungverska tónskáldið György Ligeti. Þetta er sveimkennd tónlist sem er full af myrkum hljómum og annarlegum tónahendingum. Stanley Kubrik var svo hrifinn af verkinu að hann notaði það til að magna upp hryllinginn í The Shining. Það var morðóður Jack Torrance sem maður sá fyrir sér á Sinfóníutónleikunum. Daníel Bjarnason stjórnaði hljómsveitinni og honum tókst að gæða músíkina rétta andrúmsloftinu. Hún var fínlega mótuð með dökkri undiröldu. Heildarsvipurinn sterkur, óhugnaðurinn allsráðandi. Annað drungalegt verk var flutt á tónleikunum, Kindertotenlieder (ljóð um dauða barna) eftir Gustav Mahler. Það er í fimm köflum. Textinn er fenginn úr jafnmörgum ljóðum eftir Friedrich Rückert. Hann orti þau, ásamt mörgum fleirum, eftir dauða tveggja barna sinna. Sú sérkennilega staða kom upp að tilkynnt var á undan flutningnum að einsöngvarinn, Ólafur Kjartan Sigurðarson, væri veikur en ætlaði samt að syngja. Miðað við aðstæður var söngurinn furðu góður í fyrstu. En svo syrti í álinn og undir það síðasta var röddin svo gott sem horfin. Kannski hefði verið betra að sleppa flutningnum bara alveg. Hitt á efnisskránni var fínt. Tvær tónsmíðar eftir Debussy, Síðdegi skógarpúkans og Hafið voru prýðilega fluttar. Síðdegið var frábærlega útfært. Tréblásararnir voru með sitt á hreinu og strengirnir voru þykkir og munúðarfullir. Hafið var sömuleiðis myndrænt. Smæstu blæbrigði voru nostursamlega ofin. Túlkunin stórbrotin, litrík og draumkennd, einmitt eins og hún átti að vera. Aðalmálið var hins vegar nýtt verk, Collider, eftir stjórnandann sjálfan, Daníel Bjarnason. Þetta var hugleiðing um tilraunirnar sem framkvæmdar eru í hinum risavaxna öreindahraðli í Sviss, The Large Hadron Collider á ensku. Í upphafi einkenndist tónlistin af leik bassahljóðfæra sem skópu tilfinningu fyrir kosmískri stærð. Síðan fór hraðinn að aukast. Kvikar tónahendingar flugu um, rétt eins og róteindirnar sem sendar eru um hraðalinn, en þar er þeim skotið hverri á aðra. Í tónlistinni heyrði maður þessa árekstra, hrikalegar slagverksbarsmíðar. Þær urðu ennþá áhrifameiri fyrir þær sakir að stígandin í tónsmíðinni var þaulhugsuð. Hljómsveitarröddunin var fjölbreytt og glæsileg. Þær mynduðu dramatískar andstæður sem sífellt jókst ásmegin. Fyrir bragðið varð barsmíðakenndur hápunkturinn svo ægilegur og flottur að það var alveg einstakt.Niðurstaða: Debussy og Ligeti komu vel út, og nýtt verk eftir Daníel Bjarnason var stórfenglegt. Hægt er að hlusta á tónleikana til 4. febrúar hér á vef Ríkisútvarpsins. Menning Mest lesið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Fleiri fréttir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Tónlist Sinfóníuhljómsveit Íslands Höfundar: Debussy, Ligeti, Mahler og Daníel Bjarnason Einsöngvari: Ólafur Kjartan Sigurðarson Stjórnandi Daníel Bjarnason Eldborg í Hörpu Fimmtudaginn 26. nóvember Allskyns ógeð kom upp í huga mér á Sinfóníutónleikum á fimmtudagskvöldið. Það var ekkert skrýtið því á dagskránni var meðal annars Lontano eftir ungverska tónskáldið György Ligeti. Þetta er sveimkennd tónlist sem er full af myrkum hljómum og annarlegum tónahendingum. Stanley Kubrik var svo hrifinn af verkinu að hann notaði það til að magna upp hryllinginn í The Shining. Það var morðóður Jack Torrance sem maður sá fyrir sér á Sinfóníutónleikunum. Daníel Bjarnason stjórnaði hljómsveitinni og honum tókst að gæða músíkina rétta andrúmsloftinu. Hún var fínlega mótuð með dökkri undiröldu. Heildarsvipurinn sterkur, óhugnaðurinn allsráðandi. Annað drungalegt verk var flutt á tónleikunum, Kindertotenlieder (ljóð um dauða barna) eftir Gustav Mahler. Það er í fimm köflum. Textinn er fenginn úr jafnmörgum ljóðum eftir Friedrich Rückert. Hann orti þau, ásamt mörgum fleirum, eftir dauða tveggja barna sinna. Sú sérkennilega staða kom upp að tilkynnt var á undan flutningnum að einsöngvarinn, Ólafur Kjartan Sigurðarson, væri veikur en ætlaði samt að syngja. Miðað við aðstæður var söngurinn furðu góður í fyrstu. En svo syrti í álinn og undir það síðasta var röddin svo gott sem horfin. Kannski hefði verið betra að sleppa flutningnum bara alveg. Hitt á efnisskránni var fínt. Tvær tónsmíðar eftir Debussy, Síðdegi skógarpúkans og Hafið voru prýðilega fluttar. Síðdegið var frábærlega útfært. Tréblásararnir voru með sitt á hreinu og strengirnir voru þykkir og munúðarfullir. Hafið var sömuleiðis myndrænt. Smæstu blæbrigði voru nostursamlega ofin. Túlkunin stórbrotin, litrík og draumkennd, einmitt eins og hún átti að vera. Aðalmálið var hins vegar nýtt verk, Collider, eftir stjórnandann sjálfan, Daníel Bjarnason. Þetta var hugleiðing um tilraunirnar sem framkvæmdar eru í hinum risavaxna öreindahraðli í Sviss, The Large Hadron Collider á ensku. Í upphafi einkenndist tónlistin af leik bassahljóðfæra sem skópu tilfinningu fyrir kosmískri stærð. Síðan fór hraðinn að aukast. Kvikar tónahendingar flugu um, rétt eins og róteindirnar sem sendar eru um hraðalinn, en þar er þeim skotið hverri á aðra. Í tónlistinni heyrði maður þessa árekstra, hrikalegar slagverksbarsmíðar. Þær urðu ennþá áhrifameiri fyrir þær sakir að stígandin í tónsmíðinni var þaulhugsuð. Hljómsveitarröddunin var fjölbreytt og glæsileg. Þær mynduðu dramatískar andstæður sem sífellt jókst ásmegin. Fyrir bragðið varð barsmíðakenndur hápunkturinn svo ægilegur og flottur að það var alveg einstakt.Niðurstaða: Debussy og Ligeti komu vel út, og nýtt verk eftir Daníel Bjarnason var stórfenglegt. Hægt er að hlusta á tónleikana til 4. febrúar hér á vef Ríkisútvarpsins.
Menning Mest lesið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Fleiri fréttir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira