Bestu og verstu kvikmyndir 2015 - Nefndin kveður upp dóm sinn Baldvin Z og Andri Óttarsson og Jóhann Ævar Grímsson skrifa 20. desember 2015 10:00 Jóhann Ævar, Baldvin Z og Andri Óttarsson velja það besta og versta á árinu, ásamt því að benda á nokkrar góðar myndir sem eru á leiðinni. Vísir/Ernir 10 bestu erlendu bíómyndir 2015 Ex Machina Óaðfinnanlega smíðuð saga um mörkin milli mennsku og gervigreindar sem kemur stöðugt á óvart. Höfundurinn Alex Garland sest hér í fyrsta skiptið í leikstjórastólinn og býr til þetta þvílíka meistaraverk. Star Wars The Force AwakensJJ Abrams nær hér að fanga aftur þá töfra sem gerðu Star Wars bálkinn að einum mikilvægasta menningarstólpa síðustu kynslóða. Gömul andlit og ný halda uppi frábærri atburðarrás í vetrarbraut langt langt í burtu. Einn afar jákvæður spoiler; það er enginn Jar Jar. SicarioStríði Bandaríkjamanna gegn fíkniefnum gerð átakanleg skil í þessari kröftugu ádeilu þar sem skilinn milli góðs og ills eru ekki til staðar. Vekur upp áleitnar spurningar um hina vonlausu baráttu vesturlanda gegn fíkniefnavandanum. Steve JobsAlgjör andstaða við Ashton Kutcher lestarslysið í kvikmyndinni Jobs frá 2013. Frábær mynd og höfundurinn Aaron Sorkin líklega með sín bestu skrif frá fyrstu þáttaröðinni af West Wing. Straight out of Compton Ótrúlega skemmtileg mynd um hina mögnuðu hljómsveit NWA og sögu rapparans Eazy E. Skemmtileg sýn á þetta tímabil í tónlistarsögunni sem er gerð af virðingu fyrir bæði hljómsveit og aðdáendum. Og með óaðfinnanlegu tónlistarvali. Inside OutPixar tekst að skapa eina hjartnæmustu og tilfinningaríkustu mynd ársins með því að gægjast bakvið luktar dyr sálarlífs kornungrar stelpu sem flytur í nýja borg. Mynd sem tosar mjög viljandi í alla hjartans strengi og nær að myndgera þá djúpstæðu veröld sem býr í hugum okkar allra. Beasts of No NationÍskaldur raunveruleiki barnahermanna í Afríku gerð virkilega góð skil í þessari stórbrotnu mynd. Hún fer með mann í hrikalegt ferðalag sem er erfitt að skilja eða vilja trúa sé raunveruleikinn. Átakanleg mynd sem vekur bæði upp reiði og sorg. The MartianMatt Damon er farinn að gera það að vana sínum að gleymast úti í geimi en hér er þó á ferðinni ein vandaðasta vísindaskáldsagnakvikmynd síðari ára þar sem hugvit og vísindi bjarga deginum. Leikstjórinn Ridley Scott bætir hér ríflega fyrir viðbjóðinn í Exodus: Gods and Kings. Mad Max - Fury RoadGeorge Miller, leikstjóri fyrri myndanna um Óða Max snýr hér aftur með glæsilega endurfæðingu sagnabálksins sem keyrir á áhorfendur með sturluðu sjónarspili, femíniskum undirtónum og einni svölustu kvenhetju síðari ára. Já og töffaraömmum á mótorhjólum. It FollowsSnjöll og fáguð hryllingsmynd þar sem óhugnanlegt skrímsli smitast milli fólks eins og kynsjúkdómur. Heldur manni á ystu nöf fram á síðustu mínútu og óttinn og paranojan hrella áhorfendur löngu eftir að ljósin eru kveikt í salnum. Desembermyndir sem dómnefndin hlakkar til að horfa á um jólin: The RevenantHateful 8The Big Short Creed Anomalisa Macbeth 5 verstu erlendu bíómyndirnar:Fantastic FourÞegar sjálfur leikstjórinn afneitar myndinni sinni á opinberum vettvangi er hægt að reiða sig á að þar sé ósvikinn klepri á ferð. Og þessi mynd stendur undir vonbrigðum með glæsibrag. MortdecaiJohnny Depp leikur enn einn furðufuglinn í ævintýralega gleymanlegri mynd sem nær einhvernveginn bæði að móðga og svæfa áhorfendur með þvælulegu plotti og óspennandi og fíflalegri persónusköpun. Fifty Shades of GreyIlla skrifað húsmæðraklám E.L. James var loksins myndgert í þessari klunnalegu og ósexí mynd um ósannfærandi milljónamæring sem eltihrellir persónuleikalausa stúlku og aulahrellir áhorfendur. Fyrir þá sem hrífast af þeim ranghugmyndum sem þarna eru bornar á borð um samskipti kynjanna viljum við benda á að þetta er bara bíómynd . . . mjög mjög léleg bíómynd. Ridiculous Six Rasísk, heimskuleg og slæm mynd með Adam Sandler. Með öðrum orðum enn ein Adam Sandler mynd. Ákveðið blað þó brotið þar sem þetta er fyrsta Netflixmyndin sem fyrirtækið reynir vísvitandi að fela fyrir notendum sínum. Stærsta spurningin er hvað hann Sandler hefur á Steve Buscemi sem veldur því að hann mætir aftur og aftur til að láta niðurlægja sig. The Cobbler Önnur rasísk, heimskuleg og slæm mynd með Adam Sandler. Ertu til í að hætta þessu Adam Sandler? Í alvörunni! Já og láttu Steve Buscemi í friði. Bíó og sjónvarp Fréttir ársins 2015 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
10 bestu erlendu bíómyndir 2015 Ex Machina Óaðfinnanlega smíðuð saga um mörkin milli mennsku og gervigreindar sem kemur stöðugt á óvart. Höfundurinn Alex Garland sest hér í fyrsta skiptið í leikstjórastólinn og býr til þetta þvílíka meistaraverk. Star Wars The Force AwakensJJ Abrams nær hér að fanga aftur þá töfra sem gerðu Star Wars bálkinn að einum mikilvægasta menningarstólpa síðustu kynslóða. Gömul andlit og ný halda uppi frábærri atburðarrás í vetrarbraut langt langt í burtu. Einn afar jákvæður spoiler; það er enginn Jar Jar. SicarioStríði Bandaríkjamanna gegn fíkniefnum gerð átakanleg skil í þessari kröftugu ádeilu þar sem skilinn milli góðs og ills eru ekki til staðar. Vekur upp áleitnar spurningar um hina vonlausu baráttu vesturlanda gegn fíkniefnavandanum. Steve JobsAlgjör andstaða við Ashton Kutcher lestarslysið í kvikmyndinni Jobs frá 2013. Frábær mynd og höfundurinn Aaron Sorkin líklega með sín bestu skrif frá fyrstu þáttaröðinni af West Wing. Straight out of Compton Ótrúlega skemmtileg mynd um hina mögnuðu hljómsveit NWA og sögu rapparans Eazy E. Skemmtileg sýn á þetta tímabil í tónlistarsögunni sem er gerð af virðingu fyrir bæði hljómsveit og aðdáendum. Og með óaðfinnanlegu tónlistarvali. Inside OutPixar tekst að skapa eina hjartnæmustu og tilfinningaríkustu mynd ársins með því að gægjast bakvið luktar dyr sálarlífs kornungrar stelpu sem flytur í nýja borg. Mynd sem tosar mjög viljandi í alla hjartans strengi og nær að myndgera þá djúpstæðu veröld sem býr í hugum okkar allra. Beasts of No NationÍskaldur raunveruleiki barnahermanna í Afríku gerð virkilega góð skil í þessari stórbrotnu mynd. Hún fer með mann í hrikalegt ferðalag sem er erfitt að skilja eða vilja trúa sé raunveruleikinn. Átakanleg mynd sem vekur bæði upp reiði og sorg. The MartianMatt Damon er farinn að gera það að vana sínum að gleymast úti í geimi en hér er þó á ferðinni ein vandaðasta vísindaskáldsagnakvikmynd síðari ára þar sem hugvit og vísindi bjarga deginum. Leikstjórinn Ridley Scott bætir hér ríflega fyrir viðbjóðinn í Exodus: Gods and Kings. Mad Max - Fury RoadGeorge Miller, leikstjóri fyrri myndanna um Óða Max snýr hér aftur með glæsilega endurfæðingu sagnabálksins sem keyrir á áhorfendur með sturluðu sjónarspili, femíniskum undirtónum og einni svölustu kvenhetju síðari ára. Já og töffaraömmum á mótorhjólum. It FollowsSnjöll og fáguð hryllingsmynd þar sem óhugnanlegt skrímsli smitast milli fólks eins og kynsjúkdómur. Heldur manni á ystu nöf fram á síðustu mínútu og óttinn og paranojan hrella áhorfendur löngu eftir að ljósin eru kveikt í salnum. Desembermyndir sem dómnefndin hlakkar til að horfa á um jólin: The RevenantHateful 8The Big Short Creed Anomalisa Macbeth 5 verstu erlendu bíómyndirnar:Fantastic FourÞegar sjálfur leikstjórinn afneitar myndinni sinni á opinberum vettvangi er hægt að reiða sig á að þar sé ósvikinn klepri á ferð. Og þessi mynd stendur undir vonbrigðum með glæsibrag. MortdecaiJohnny Depp leikur enn einn furðufuglinn í ævintýralega gleymanlegri mynd sem nær einhvernveginn bæði að móðga og svæfa áhorfendur með þvælulegu plotti og óspennandi og fíflalegri persónusköpun. Fifty Shades of GreyIlla skrifað húsmæðraklám E.L. James var loksins myndgert í þessari klunnalegu og ósexí mynd um ósannfærandi milljónamæring sem eltihrellir persónuleikalausa stúlku og aulahrellir áhorfendur. Fyrir þá sem hrífast af þeim ranghugmyndum sem þarna eru bornar á borð um samskipti kynjanna viljum við benda á að þetta er bara bíómynd . . . mjög mjög léleg bíómynd. Ridiculous Six Rasísk, heimskuleg og slæm mynd með Adam Sandler. Með öðrum orðum enn ein Adam Sandler mynd. Ákveðið blað þó brotið þar sem þetta er fyrsta Netflixmyndin sem fyrirtækið reynir vísvitandi að fela fyrir notendum sínum. Stærsta spurningin er hvað hann Sandler hefur á Steve Buscemi sem veldur því að hann mætir aftur og aftur til að láta niðurlægja sig. The Cobbler Önnur rasísk, heimskuleg og slæm mynd með Adam Sandler. Ertu til í að hætta þessu Adam Sandler? Í alvörunni! Já og láttu Steve Buscemi í friði.
Bíó og sjónvarp Fréttir ársins 2015 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira