Mamma klikk! í Þjóðleikhúsið Jakob Bjarnar skrifar 17. desember 2015 11:06 Mamma klikk! er að gera allt ... klikk. Og nú er stefnt að því að koma bókinni á fjalirnar strax á næsta leikári. Ari Matthíasson Þjóðleikhússtjóri hefur tryggt sér sýningarrétt á bók Gunnars Helgasonar, Mamma klikk!, en ekkert lát er á velgengni Gunnars og bókarinnar. Hún var tilnefnd til Hinna íslensku bókmenntaverðlauna, bókin hefur fengið frábæra dóma -- fimm stjörnur í Fréttablaðinu, bókin var í gær valin næstbesta barna- og unglingabókin af hálfu bóksala, hún hefur selst von úr viti og er Gunnar farinn að veita Arnaldi Indriðasyni og Yrsu Sigurðardóttur verðuga keppni á bóksölulistum, bókin hefur verið endurprentuð tvisvar í stórum upplögum og fer líkast til í um 11 þúsund eintaka sölu sem er fáheyrt og nú er bókin á leið í Þjóðleikhúsið. Eina sem skyggir á gleði Gunnars er að hann er nú á spítala með gallsteinakast.Fyrst og fremst fín bók „Ég keypti þessa bók fyrst og fremst af því að hún er frábær, hrífandi og maðurinn er með tárin í augunum við lesturinn,“ segir Ari í samtali við Vísi. Þjóðleikhússtjórinn segir söguna virka á mörgum plönum, hún fjallar um það þegar barn er að breytast í ungling, um það þegar vinir hverfa á braut og svo er ákveðið leyndarmál sem ekki má segja frá. „Þetta er fyrst og fremst fín bók, skrifuð af næmi og tilfiningu.“ Ekki liggur fyrir á þessu stigi hver mun skrifa leikgerðina eða leikstýra sýningunni. Ari segir heilt ár geta liðið áður en í ljós kemur hvort leikgerðin verði með þeim hætti að hún þyki bjóða uppá uppfærslu en hann lætur sig þó dreyma um að koma sýningunni á fjalirnar strax á næsta leikári.Vinir og vinir Gunnar Helgason er leikari og reyndar bekkjarbróðir Ara úr Leiklistarskóla Íslands. Ari tryggði sér nýverið sýningaréttinn á Góðu fólk, bók Vals Grettissonar og vinnur Valur nú, ásamt dramatúrg Þjóðleikhússins að leikgerðinni. Blaðamaður getur ekki stillt sig um að spyrja fremur kvikindislegrar spurningar, hvort Ari sé þarna að svara því með kaupum á bók bekkjarbróður síns, en Símon og Valur eru vinir frá fornu fari.Vinirnir Símon Birgisson og Valur Grettisson eru nú að skrifa leikgerð sem byggir á Gott fólk, bók þess síðarnefnda.„Símon kom ekki nálægt vali á bókinni Gott fólk, ég talaði við Val í sumar og óskaði eftir því, hvort kæmi til greina að Þjóðleikhúsið gerði leikgerð uppúr þeirri bók. Una Þorleifsdóttir mun leikstýra því. Ef þú ert með tímalínuna á hreinu þá er þetta svona og svo er Símon náttúrlega margverðlaunaður leikgerðamaður.“Leikgerðir einkennandi fyrir áherslur Ara Nú virðist þetta einkennandi fyrir áherslur Ara, sem nú eru að koma í ljós eftir að hann tók við sem Þjóðleikhússtjóri, að taka fyrir bækur og vinna uppúr þeim leikgerð, en auk þessara bóka er verið að vinna leikgerð fyrir Þjóðleikhúsið uppúr bókinni Vertu úlfur eftir Héðinn Unnsteinsson? „Við erum einnig með leikskáld í vinnu fyrir okkur sem er að skrifa frumsamið leikrit. Jón Atla Jónasson. Þjóðleikhúsið hefur miklar og ríkulegar skyldur við að flytja íslensk verk og stefnt að því að helmingur verka sem sýnd eru verði íslensk verk. Enda er þetta musteri íslenskrar tungu,“ segir Ari og grípur til þeirra háfleygu kjörorða leikhússins. Ari segist þeirrar skoðunar að Þjóðleikhúsið eigi að spegla íslenskt samfélag og taka þátt í umræðu um mikilsverð málefni. Geðheilbrigðismál, spennandi mál sem fjalla um börn sem eru að verða unglingar og kynbundið ofbeldi; hvenær er ofbeldi ofbeldi?3,5 milljónir fyrir hvert leikrit Leikritunarréttur er samkvæmt samningum við Rithöfundasambandið. Fyrir hvert leikrit eru greiddar 3,5 milljónir króna og í tilfelli leikgerða skiptist sú upphæð milli frumhöfundar og leikgerðarhöfundarins. Þessi greiðsla er jafnframt hugsuð sem fyrirframgreiðsla á höfundarétti og gildir þar til seldir hafa verið 10 þúsund miðar, eftir það fá höfundur eða höfundar 12 prósent af brúttó innkomu. Í sumum tilfellum er höfundur að fá meira fyrir sinn snúð með þessum hætti en í höfundarréttargreiðslur fyrir bókina sjálfa. Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Ari Matthíasson Þjóðleikhússtjóri hefur tryggt sér sýningarrétt á bók Gunnars Helgasonar, Mamma klikk!, en ekkert lát er á velgengni Gunnars og bókarinnar. Hún var tilnefnd til Hinna íslensku bókmenntaverðlauna, bókin hefur fengið frábæra dóma -- fimm stjörnur í Fréttablaðinu, bókin var í gær valin næstbesta barna- og unglingabókin af hálfu bóksala, hún hefur selst von úr viti og er Gunnar farinn að veita Arnaldi Indriðasyni og Yrsu Sigurðardóttur verðuga keppni á bóksölulistum, bókin hefur verið endurprentuð tvisvar í stórum upplögum og fer líkast til í um 11 þúsund eintaka sölu sem er fáheyrt og nú er bókin á leið í Þjóðleikhúsið. Eina sem skyggir á gleði Gunnars er að hann er nú á spítala með gallsteinakast.Fyrst og fremst fín bók „Ég keypti þessa bók fyrst og fremst af því að hún er frábær, hrífandi og maðurinn er með tárin í augunum við lesturinn,“ segir Ari í samtali við Vísi. Þjóðleikhússtjórinn segir söguna virka á mörgum plönum, hún fjallar um það þegar barn er að breytast í ungling, um það þegar vinir hverfa á braut og svo er ákveðið leyndarmál sem ekki má segja frá. „Þetta er fyrst og fremst fín bók, skrifuð af næmi og tilfiningu.“ Ekki liggur fyrir á þessu stigi hver mun skrifa leikgerðina eða leikstýra sýningunni. Ari segir heilt ár geta liðið áður en í ljós kemur hvort leikgerðin verði með þeim hætti að hún þyki bjóða uppá uppfærslu en hann lætur sig þó dreyma um að koma sýningunni á fjalirnar strax á næsta leikári.Vinir og vinir Gunnar Helgason er leikari og reyndar bekkjarbróðir Ara úr Leiklistarskóla Íslands. Ari tryggði sér nýverið sýningaréttinn á Góðu fólk, bók Vals Grettissonar og vinnur Valur nú, ásamt dramatúrg Þjóðleikhússins að leikgerðinni. Blaðamaður getur ekki stillt sig um að spyrja fremur kvikindislegrar spurningar, hvort Ari sé þarna að svara því með kaupum á bók bekkjarbróður síns, en Símon og Valur eru vinir frá fornu fari.Vinirnir Símon Birgisson og Valur Grettisson eru nú að skrifa leikgerð sem byggir á Gott fólk, bók þess síðarnefnda.„Símon kom ekki nálægt vali á bókinni Gott fólk, ég talaði við Val í sumar og óskaði eftir því, hvort kæmi til greina að Þjóðleikhúsið gerði leikgerð uppúr þeirri bók. Una Þorleifsdóttir mun leikstýra því. Ef þú ert með tímalínuna á hreinu þá er þetta svona og svo er Símon náttúrlega margverðlaunaður leikgerðamaður.“Leikgerðir einkennandi fyrir áherslur Ara Nú virðist þetta einkennandi fyrir áherslur Ara, sem nú eru að koma í ljós eftir að hann tók við sem Þjóðleikhússtjóri, að taka fyrir bækur og vinna uppúr þeim leikgerð, en auk þessara bóka er verið að vinna leikgerð fyrir Þjóðleikhúsið uppúr bókinni Vertu úlfur eftir Héðinn Unnsteinsson? „Við erum einnig með leikskáld í vinnu fyrir okkur sem er að skrifa frumsamið leikrit. Jón Atla Jónasson. Þjóðleikhúsið hefur miklar og ríkulegar skyldur við að flytja íslensk verk og stefnt að því að helmingur verka sem sýnd eru verði íslensk verk. Enda er þetta musteri íslenskrar tungu,“ segir Ari og grípur til þeirra háfleygu kjörorða leikhússins. Ari segist þeirrar skoðunar að Þjóðleikhúsið eigi að spegla íslenskt samfélag og taka þátt í umræðu um mikilsverð málefni. Geðheilbrigðismál, spennandi mál sem fjalla um börn sem eru að verða unglingar og kynbundið ofbeldi; hvenær er ofbeldi ofbeldi?3,5 milljónir fyrir hvert leikrit Leikritunarréttur er samkvæmt samningum við Rithöfundasambandið. Fyrir hvert leikrit eru greiddar 3,5 milljónir króna og í tilfelli leikgerða skiptist sú upphæð milli frumhöfundar og leikgerðarhöfundarins. Þessi greiðsla er jafnframt hugsuð sem fyrirframgreiðsla á höfundarétti og gildir þar til seldir hafa verið 10 þúsund miðar, eftir það fá höfundur eða höfundar 12 prósent af brúttó innkomu. Í sumum tilfellum er höfundur að fá meira fyrir sinn snúð með þessum hætti en í höfundarréttargreiðslur fyrir bókina sjálfa.
Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira