Kemst Ísland upp úr riðlinum? Bjartsýnin minnir á Gleðibankann 1986 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. desember 2015 18:00 Okkar menn fagna sigurmarki Gylfa Þórs Sigurðssonar gegn Hollendingum í Amsterdam. Vísir/Valli Óhætt er að segja að spennan í loftinu sé mikil eftir að dregið var í riðla fyrir Evrópumót karla í knattspyrnu sem fram fer í Frakklandi næsta sumar. Eins og frægt er orðið verða strákarnir okkar í fyrsta sinn á meðal þátttökuþjóða og nú er ljóst að andstæðingarnir í F-riðli verða Portúgal, Austurríki og Ungverjaland. Sitt sýnist hverjum um dráttinn en óhætt er að fullyrða að niðurröðunin hefði getað verið verri fyrir okkur Íslendinga. Hálft ár er til stefnu og margir byrjaðir að skoða verð á flugmiðum og setja sig í stellingar fyrir miðasöluna sem hefst á morgun. Hún er reyndar opin í mánuð og skiptir engu hvenær er sótt um miða í opna glugganum. Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck ræðast við í París í gær.Vísir/AFPVísir leitaði á náðir sérfræðinga í knattspyrnu og áhugamanna um karlalandsliðið til að komast til botns í því hvort líklegt megi telja að okkar menn komist upp úr riðlinum og í átta liða úrslit. Riðlarnir eru sex þannig að tvö efstu liðin í hverjum riðli komast upp og til viðbótar fjögur af þeim sex liðum sem hafna í þriðja sæti riðils síns. Niðurstaðan er nokkuð afgrerandi. Af þeim tuttugu spekingum sem Vísir leitaði til eru 17 sem telja að Ísland muni komast upp úr riðli sínum á sínu fyrsta stórmóti eða 85 prósent. Aðeins þrír telja að Íslendingar muni sitja uppi með sárt ennið. Af þessari óformlegu könnun má ráða að bjartsýnin sé mikil hjá Íslendingum og miklar vonir bundnar við strákana. Bjartsýnin er ekki ósvipuð því þegar Ísland tók í fyrsta skipti þátt í Eurovision árið 1986. Þótti lagið Gleðibankinn svo gott að strax heyrðust áhyggjuraddir um hvar Ísland myndi halda keppnina þegar sigurinn yrði í höfn. Að neðan getur þú sagt þína skoðun á því hvort þú teljir að Ísland komist upp úr riðlinum og í 16-liða úrslitin.Spekingarnir voru spurðir eftirfarandi spurningar: Ef þú fengir milljón krónur til að spila úr, og yrðir annað hvort að setja á að Ísland kæmist upp úr riðlinum á EM eða ekki, hvort myndirðu velja?Bestu svörin, jákvætt og neikvætt, má sjá hér að neðan.Nei:Þrátt fyrir alla velgengnina og óbilandi trú á strákunum okkar þá er samt staðreyndin sú að Ísland er í fyrsta skipti með í úrslitakeppni stórmóts. Við verðum að líta raunsætt á stöðuna og fara ekki fram úr okkur. Að komast upp úr riðlakeppninni í fyrstu tilraun yrði kraftaverk.Já:Nú er ég alveg laus við það að vera þjóðernissinnaður og tel mig því geta gefið hið þokkalegasta hlutlausa svar. Ég myndi setja milljón á að Ísland færi áfram. Einu áhyggjurnar sem maður hefur er að Hannes verði ekki með eða ekki 100%. Með Hannes heilann í markinu og með sömu vinnslu og grimmd og hingað til að þá finnst mér meiri líkur á því að Ísland fari áfram með Portúgal en að hin liðin geri það.Spekingarnir: Björn Teitsson, Ingólfur Sigurðsson, Bjarni Þór Pétursson, Edda Sif Pálsdóttir, Einar Baldvin Árnason, Guðmundur Heiðar Helgason, Guðmundur Reynir Gunnarsson, Dagný Brynjarsdóttir, Gunnlaugur Jónsson, Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, Páll Sævar „Röddin“ Guðjónsson, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Örvar Smárason, Þorlákur Árnason, Magnús Ingi Einarsson, Þórður Jörundsson, Níels Girerd, Björn Orri Hermannsson, Kjartan Atli Kjartansson og Kristrún Lilja Daðadóttir. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Fleiri fréttir Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Sjá meira
Óhætt er að segja að spennan í loftinu sé mikil eftir að dregið var í riðla fyrir Evrópumót karla í knattspyrnu sem fram fer í Frakklandi næsta sumar. Eins og frægt er orðið verða strákarnir okkar í fyrsta sinn á meðal þátttökuþjóða og nú er ljóst að andstæðingarnir í F-riðli verða Portúgal, Austurríki og Ungverjaland. Sitt sýnist hverjum um dráttinn en óhætt er að fullyrða að niðurröðunin hefði getað verið verri fyrir okkur Íslendinga. Hálft ár er til stefnu og margir byrjaðir að skoða verð á flugmiðum og setja sig í stellingar fyrir miðasöluna sem hefst á morgun. Hún er reyndar opin í mánuð og skiptir engu hvenær er sótt um miða í opna glugganum. Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck ræðast við í París í gær.Vísir/AFPVísir leitaði á náðir sérfræðinga í knattspyrnu og áhugamanna um karlalandsliðið til að komast til botns í því hvort líklegt megi telja að okkar menn komist upp úr riðlinum og í átta liða úrslit. Riðlarnir eru sex þannig að tvö efstu liðin í hverjum riðli komast upp og til viðbótar fjögur af þeim sex liðum sem hafna í þriðja sæti riðils síns. Niðurstaðan er nokkuð afgrerandi. Af þeim tuttugu spekingum sem Vísir leitaði til eru 17 sem telja að Ísland muni komast upp úr riðli sínum á sínu fyrsta stórmóti eða 85 prósent. Aðeins þrír telja að Íslendingar muni sitja uppi með sárt ennið. Af þessari óformlegu könnun má ráða að bjartsýnin sé mikil hjá Íslendingum og miklar vonir bundnar við strákana. Bjartsýnin er ekki ósvipuð því þegar Ísland tók í fyrsta skipti þátt í Eurovision árið 1986. Þótti lagið Gleðibankinn svo gott að strax heyrðust áhyggjuraddir um hvar Ísland myndi halda keppnina þegar sigurinn yrði í höfn. Að neðan getur þú sagt þína skoðun á því hvort þú teljir að Ísland komist upp úr riðlinum og í 16-liða úrslitin.Spekingarnir voru spurðir eftirfarandi spurningar: Ef þú fengir milljón krónur til að spila úr, og yrðir annað hvort að setja á að Ísland kæmist upp úr riðlinum á EM eða ekki, hvort myndirðu velja?Bestu svörin, jákvætt og neikvætt, má sjá hér að neðan.Nei:Þrátt fyrir alla velgengnina og óbilandi trú á strákunum okkar þá er samt staðreyndin sú að Ísland er í fyrsta skipti með í úrslitakeppni stórmóts. Við verðum að líta raunsætt á stöðuna og fara ekki fram úr okkur. Að komast upp úr riðlakeppninni í fyrstu tilraun yrði kraftaverk.Já:Nú er ég alveg laus við það að vera þjóðernissinnaður og tel mig því geta gefið hið þokkalegasta hlutlausa svar. Ég myndi setja milljón á að Ísland færi áfram. Einu áhyggjurnar sem maður hefur er að Hannes verði ekki með eða ekki 100%. Með Hannes heilann í markinu og með sömu vinnslu og grimmd og hingað til að þá finnst mér meiri líkur á því að Ísland fari áfram með Portúgal en að hin liðin geri það.Spekingarnir: Björn Teitsson, Ingólfur Sigurðsson, Bjarni Þór Pétursson, Edda Sif Pálsdóttir, Einar Baldvin Árnason, Guðmundur Heiðar Helgason, Guðmundur Reynir Gunnarsson, Dagný Brynjarsdóttir, Gunnlaugur Jónsson, Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, Páll Sævar „Röddin“ Guðjónsson, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Örvar Smárason, Þorlákur Árnason, Magnús Ingi Einarsson, Þórður Jörundsson, Níels Girerd, Björn Orri Hermannsson, Kjartan Atli Kjartansson og Kristrún Lilja Daðadóttir.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Fleiri fréttir Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Sjá meira