Körfubolti

Jón Arnór búinn að skrifa undir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jón Arnór í leik með Valencia.
Jón Arnór í leik með Valencia. Mynd/Heimasíða Valencia
Jón Arnór Stefánsson hefur framlengt samning sinn við Valencia til loka tímabilsins á Spáni en það var tilkynnt á heimasíðu þess í dag.

Jón Arnór skrifaði undir þriggja mánaða samning við félagið í byrjun september vegna meiðsla í herbúðum Valencia en hefur verið fastamaður í liðinu síðan þá.

Sjá einnig: Jón Arnór klárar tímabilið með Valencia

Jón Arnór, sem átti frábært EM með íslenska landsliðinu í sumar, hefur skorað um sjö stig að meðaltali í leik til þessa á tímabilinu, tekið að meðaltali eitt frákast og gefið eina stoðsendingu á þrettán mínútum.

Skotnýtingin hans er frábær en hún er um 67% innan þriggja stiga línunnar og 45% utan hennar.

Valencia er með fullt hús stiga á toppi deildarinnar eftir níu umferðir en stórlið Barcelona og Real Madrid koma næst með átta sigra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×