VW dregur í land með fjölda svindlbíla Ingvar Haraldsson skrifar 10. desember 2015 07:00 Bílageymslur Volkswagen í Þýskalandi. nordicphotos/getty Volkswagen segir útblásturshneyksli sitt ná til mun færri bíla en það hafði áður talið. Þýski bílaframleiðandinn segist nú telja að kolefnisútblástur og eldsneytiseyðsla aðeins 36 þúsund Volkswagen-bíla hafi verið ranglega gefin upp en ekki 800 þúsund bíla líkt og fyrirtækið gaf út í síðasta mánuði. Volkswagen hafði lagt til hliðar 2 milljarða evra, jafnvirði um 280 milljarða íslenskra króna, til að mæta kostnaði vegna málsins. Fyrrgreindar bifreiðar tengjast þó ekki 11 milljónum bifreiða sem Volkswagen hafði þegar viðurkennt að í væri hugbúnaður sem tryggði að útblástur væri minni við prófanir en hefðbundinn akstur. Upp komst um svindlið í september og hefur það haft mikil áhrif á gengi Volkswagen. Í kjölfar jákvæðari tíðinda af Volkswagen í gær hækkaði hlutabréfaverð í fyrirtækinu um 6 prósent en það hefur eigi að síður lækkað um 30 prósent á árinu. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Volkswagen segir útblásturshneyksli sitt ná til mun færri bíla en það hafði áður talið. Þýski bílaframleiðandinn segist nú telja að kolefnisútblástur og eldsneytiseyðsla aðeins 36 þúsund Volkswagen-bíla hafi verið ranglega gefin upp en ekki 800 þúsund bíla líkt og fyrirtækið gaf út í síðasta mánuði. Volkswagen hafði lagt til hliðar 2 milljarða evra, jafnvirði um 280 milljarða íslenskra króna, til að mæta kostnaði vegna málsins. Fyrrgreindar bifreiðar tengjast þó ekki 11 milljónum bifreiða sem Volkswagen hafði þegar viðurkennt að í væri hugbúnaður sem tryggði að útblástur væri minni við prófanir en hefðbundinn akstur. Upp komst um svindlið í september og hefur það haft mikil áhrif á gengi Volkswagen. Í kjölfar jákvæðari tíðinda af Volkswagen í gær hækkaði hlutabréfaverð í fyrirtækinu um 6 prósent en það hefur eigi að síður lækkað um 30 prósent á árinu.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira