Sjáðu fyrstu myndirnar af Benedict Cumberbatch sem Dr. Strange Birgir Olgeirsson skrifar 28. desember 2015 17:45 Aðdáendur ofurhetja fengu sannarlega skemmtilegan glaðning frá tímaritinu Entertainment Weekly í dag sem birti sex myndir af leikaranum Benedict Cumberbatch sem Doctor Strange. Í myndasagnaheimi heitir Doctor Strange fullu nafni Dr. Stephen Vincent Strange. Í upphafi var hann sjálfhverfur taugaskurðlæknir sem breytist í seiðkarl eftir að hafa lent í hrikalegu bílslysi. Þessi karakter verður að sjálfsögðu hluti af Avengers-heimi Marvel og mun þjóna því hlutverki að vera tengingin yfir í yfirskilvitlega heiminn.Cumberbatch fór í fyrsta skiptið í gervi Dr. Strange fyrir myndatökuna hjá Entertainment Weekly og sagðist í samtali við tímaritið ekki enn hafa lært alveg inn á karakter Dr. Strange. Til að mynda hafði hann kynnt sér allar handahreyfingar Dr. Strange, sem er fremur mikilvægar í sögunum þar sem hann notar þær til að leggja álög og kalla fram töfra.Tilda Swinton, Rachel McAdams, Chiwetel Ejiofor og Mads Mikkelsen fara einnig með hlutverk í myndinni. Tilda Swinton leikur læriföður Dr. Strange, The Ancient One, en Ejiofor mun leika Baron Mordo, sem einnig lærði undir The Ancient One áður en hann varð erkióvinur Dr. Strange. Leikstjóri myndarinnar er Scott Derrickson en myndin verður frumsýnd í nóvember næstkomandi. Myndirnar má sjá með því að smella á þennan hlekk hér. Here's your exclusive first look at Benedict Cumberbatch in @Marvel's magical @DrStrange! ✨ https://t.co/3PYpoTv6Ds pic.twitter.com/PNGmN4KK5U— Entertainment Weekly (@EW) December 28, 2015 Bíó og sjónvarp Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Ekki vottur af vöðvabólgu Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Aðdáendur ofurhetja fengu sannarlega skemmtilegan glaðning frá tímaritinu Entertainment Weekly í dag sem birti sex myndir af leikaranum Benedict Cumberbatch sem Doctor Strange. Í myndasagnaheimi heitir Doctor Strange fullu nafni Dr. Stephen Vincent Strange. Í upphafi var hann sjálfhverfur taugaskurðlæknir sem breytist í seiðkarl eftir að hafa lent í hrikalegu bílslysi. Þessi karakter verður að sjálfsögðu hluti af Avengers-heimi Marvel og mun þjóna því hlutverki að vera tengingin yfir í yfirskilvitlega heiminn.Cumberbatch fór í fyrsta skiptið í gervi Dr. Strange fyrir myndatökuna hjá Entertainment Weekly og sagðist í samtali við tímaritið ekki enn hafa lært alveg inn á karakter Dr. Strange. Til að mynda hafði hann kynnt sér allar handahreyfingar Dr. Strange, sem er fremur mikilvægar í sögunum þar sem hann notar þær til að leggja álög og kalla fram töfra.Tilda Swinton, Rachel McAdams, Chiwetel Ejiofor og Mads Mikkelsen fara einnig með hlutverk í myndinni. Tilda Swinton leikur læriföður Dr. Strange, The Ancient One, en Ejiofor mun leika Baron Mordo, sem einnig lærði undir The Ancient One áður en hann varð erkióvinur Dr. Strange. Leikstjóri myndarinnar er Scott Derrickson en myndin verður frumsýnd í nóvember næstkomandi. Myndirnar má sjá með því að smella á þennan hlekk hér. Here's your exclusive first look at Benedict Cumberbatch in @Marvel's magical @DrStrange! ✨ https://t.co/3PYpoTv6Ds pic.twitter.com/PNGmN4KK5U— Entertainment Weekly (@EW) December 28, 2015
Bíó og sjónvarp Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Ekki vottur af vöðvabólgu Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira