Messi skoraði fallegasta markið á síðustu leiktíð | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. desember 2015 12:00 Lionel Messi fagnar fallegasta markinu á tímabilinu 2014-15. Vísir/AFP Lionel Messi landaði sínum fyrstu verðlaunum, að mögulega mörgum á næstunni, þegar mark Argentínumannsins var kosið það fallegasta í keppnum evrópska knattspyrnusambandsins á tímabilinu 2014-15. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, stóð fyrir kjörinu inn á heimasíðu sinni og þar gat fólk valið á milli tíu marka sem voru skoruð í keppnum sambandsins á síðustu leiktíð. Meistaradeildin átti flesta fulltrúa en ekki alla. Fallegasta markið skoraði Lionel Messi í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á móti Barcelona. Hann fékk boltann frá Króatanum Ivan Rakitić, stakk sér inn í teiginn og skildi þýska landsliðsmanninn Jérome Boateng eftir á rassinum áður en hann lyfti boltanum með hægri fæti yfir þýska landsliðsmarkvörðinn Manuel Neuer. Messi kom Barcelona þarna í 2-0 á 80. mínútu fyrri leiks liðanna en hann hafði sjálfur skorað fyrsta mark leiksins þremur mínútum áður. Barcelona vann leikinn á endanum 3-0 og var í kjörstöðu fyrir seinni leikinn sem fór 3-2 fyrir Bayern München. Það er hægt að sjá öll mörk Barcelona í leiknum í myndbandinu hér fyrir neðan en fallegasta mark tímabilsins kemur eftir rétt rúmar 30 sekúndur. Lionel Messi hafði betur en Cristiano Ronaldo. Mark Messi fékk 39 prósent atkvæða á móti 24 prósentum atkvæða sem mark Ronaldo fékk. Það er hægt að sjá öll mörkin á kosningarsíðu UEFA.Fallegustu mörk Meistaradeildarinnar: 1. Lionel Messi, Barcelona á móti Bayern München - 39 prósent 2. Cristiano Ronaldo, Real Madrid á móti Liverpool - 24 prósent 3. Aaron Ramsey, Arsenal á móti Galatasaray - 9 prósent 4. Neymar, Barcelona á móti Paris Saint-Germain - 7 prósent 5. Erik Lamela, Tottenham á móti Asteras Tripoli - 5 prósent 6. Vasyl Kobin, Legia Warszawa á móti Metalist Kharkiv - 4 prósent 7. Kevin De Bruyne, Wolfsburg á móti Lille - 4 prósent 8. Vitorino Antunes, Dynamo Kiev á móti Everton - 3 prósent 9. Robbie Muirhead, Skotlandi U19 á móti Noregi U19 - 3 prósent 10. Aremu Toloba, Wales U17 kvenna á móti Belgíu U17 kvenna - 2 prósent´ Meistaradeild Evrópu Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti John Cena hættur að glíma Sport Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Sjá meira
Lionel Messi landaði sínum fyrstu verðlaunum, að mögulega mörgum á næstunni, þegar mark Argentínumannsins var kosið það fallegasta í keppnum evrópska knattspyrnusambandsins á tímabilinu 2014-15. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, stóð fyrir kjörinu inn á heimasíðu sinni og þar gat fólk valið á milli tíu marka sem voru skoruð í keppnum sambandsins á síðustu leiktíð. Meistaradeildin átti flesta fulltrúa en ekki alla. Fallegasta markið skoraði Lionel Messi í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á móti Barcelona. Hann fékk boltann frá Króatanum Ivan Rakitić, stakk sér inn í teiginn og skildi þýska landsliðsmanninn Jérome Boateng eftir á rassinum áður en hann lyfti boltanum með hægri fæti yfir þýska landsliðsmarkvörðinn Manuel Neuer. Messi kom Barcelona þarna í 2-0 á 80. mínútu fyrri leiks liðanna en hann hafði sjálfur skorað fyrsta mark leiksins þremur mínútum áður. Barcelona vann leikinn á endanum 3-0 og var í kjörstöðu fyrir seinni leikinn sem fór 3-2 fyrir Bayern München. Það er hægt að sjá öll mörk Barcelona í leiknum í myndbandinu hér fyrir neðan en fallegasta mark tímabilsins kemur eftir rétt rúmar 30 sekúndur. Lionel Messi hafði betur en Cristiano Ronaldo. Mark Messi fékk 39 prósent atkvæða á móti 24 prósentum atkvæða sem mark Ronaldo fékk. Það er hægt að sjá öll mörkin á kosningarsíðu UEFA.Fallegustu mörk Meistaradeildarinnar: 1. Lionel Messi, Barcelona á móti Bayern München - 39 prósent 2. Cristiano Ronaldo, Real Madrid á móti Liverpool - 24 prósent 3. Aaron Ramsey, Arsenal á móti Galatasaray - 9 prósent 4. Neymar, Barcelona á móti Paris Saint-Germain - 7 prósent 5. Erik Lamela, Tottenham á móti Asteras Tripoli - 5 prósent 6. Vasyl Kobin, Legia Warszawa á móti Metalist Kharkiv - 4 prósent 7. Kevin De Bruyne, Wolfsburg á móti Lille - 4 prósent 8. Vitorino Antunes, Dynamo Kiev á móti Everton - 3 prósent 9. Robbie Muirhead, Skotlandi U19 á móti Noregi U19 - 3 prósent 10. Aremu Toloba, Wales U17 kvenna á móti Belgíu U17 kvenna - 2 prósent´
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti John Cena hættur að glíma Sport Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Sjá meira