Fram úr drungalegustu vonum Björn Teitsson skrifar 24. desember 2015 10:00 Platan Circus life með hljómsveitinni Fufanu. Plata Few More Days to Go Fufanu Útgefandi: Smekkleysa, 2015 Það er viss mótsögn að segja það einstaklega „hressandi“ að heyra drungalega og dimma tónlist á borð við þá sem heyrist á jómfrúarbreiðskífu Fufanu, Few More Days to Go. Hljómsveitin var reyndar áður efnilegt tvíeyki, Captain Fufanu, sem lék poppað teknó og hafði vakið athygli sem slíkt. En einhvers staðar á síðasta ári eða svo hafa hljómsveitarmeðlimir rekist á plötukassa mæðra sinna og feðra og dustað rykið af post-punk gersemum á borð við Bauhaus, Joy Division eða Siouxsie & the Banshees. Og það verður einfaldlega að viðurkennast, þetta er drullugott! Eins og áður segir fékkst Captain Fufanu við raftónlist. En þótt „Captain“ hafi verið fleygt þá fengu synþarnir sem betur fer að lifa af. Hráum gítarhljómi var hins vegar bætt við, þéttri bassalínu og trommuleik sem er látlaus og kröftugur á víxl. Kaktus Einarsson er söngvari sveitarinnar og var, hvorki meira né minna, líkt við Ian Curtis í gagnrýni enska dagblaðsins The Guardian. Það er svo sem óþarfi að draga úr slíku hrósi, þótt hér verði einnig hallast að áhrifum frá sérvitringnum Mark E. Smith (sérstaklega í laginu Blinking) – sem er ekkert nema gott og blessað. Skífan er heilt yfir jöfn og hefur enga hræðilega veikleika. Á heimasíðu sveitarinnar kemur fram að hún átti upphaflega að innihalda átta lög en síðan hafi tveimur verið bætt við. Það væri gaman að vita hvaða lög það eru en það er helst að Plastic People og Your Collection séu ögn úr takti við annars mjög, rúmlega frambærilegt verk. Upphafslagið, Now, er rússíbanareið sem hækkar og lækkar og kemur á óvart, Wire Skulls býður upp á ískaldan gítarhljóm sem kallast nokkuð á við Singapore Sling, eða jafnvel lagið Aly Walk With Me með The Raveonetts. Geggjað! Blinking og Goodbye fá einnig feitan uppréttan þumal.Niðurstaða: Hver átti von á þessu? Eins og lungnafylli af fersku lofti kemur alvöru post-punk plata frá íslenskri sveit. Fer fram úr björtustu vonum. Menning Tónlist Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Plata Few More Days to Go Fufanu Útgefandi: Smekkleysa, 2015 Það er viss mótsögn að segja það einstaklega „hressandi“ að heyra drungalega og dimma tónlist á borð við þá sem heyrist á jómfrúarbreiðskífu Fufanu, Few More Days to Go. Hljómsveitin var reyndar áður efnilegt tvíeyki, Captain Fufanu, sem lék poppað teknó og hafði vakið athygli sem slíkt. En einhvers staðar á síðasta ári eða svo hafa hljómsveitarmeðlimir rekist á plötukassa mæðra sinna og feðra og dustað rykið af post-punk gersemum á borð við Bauhaus, Joy Division eða Siouxsie & the Banshees. Og það verður einfaldlega að viðurkennast, þetta er drullugott! Eins og áður segir fékkst Captain Fufanu við raftónlist. En þótt „Captain“ hafi verið fleygt þá fengu synþarnir sem betur fer að lifa af. Hráum gítarhljómi var hins vegar bætt við, þéttri bassalínu og trommuleik sem er látlaus og kröftugur á víxl. Kaktus Einarsson er söngvari sveitarinnar og var, hvorki meira né minna, líkt við Ian Curtis í gagnrýni enska dagblaðsins The Guardian. Það er svo sem óþarfi að draga úr slíku hrósi, þótt hér verði einnig hallast að áhrifum frá sérvitringnum Mark E. Smith (sérstaklega í laginu Blinking) – sem er ekkert nema gott og blessað. Skífan er heilt yfir jöfn og hefur enga hræðilega veikleika. Á heimasíðu sveitarinnar kemur fram að hún átti upphaflega að innihalda átta lög en síðan hafi tveimur verið bætt við. Það væri gaman að vita hvaða lög það eru en það er helst að Plastic People og Your Collection séu ögn úr takti við annars mjög, rúmlega frambærilegt verk. Upphafslagið, Now, er rússíbanareið sem hækkar og lækkar og kemur á óvart, Wire Skulls býður upp á ískaldan gítarhljóm sem kallast nokkuð á við Singapore Sling, eða jafnvel lagið Aly Walk With Me með The Raveonetts. Geggjað! Blinking og Goodbye fá einnig feitan uppréttan þumal.Niðurstaða: Hver átti von á þessu? Eins og lungnafylli af fersku lofti kemur alvöru post-punk plata frá íslenskri sveit. Fer fram úr björtustu vonum.
Menning Tónlist Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira