Húmor góð leið til þess að fást við skelfilega hluti Magnús Guðmundsson skrifar 23. desember 2015 13:30 Hugleikur Dagsson segir að Facebook reynist honum oft vel sem vettvangur verka hans. Visir/Anton Brink Hugleikur Dagsson er mættur með nýja bók fyrir jólin en hún er kannski ekkert sérstaklega jólaleg. Það fer þó eflaust eftir því hvað hver og einn sér sem jólalegt en bók Hugleiks kallast Hvað með börnin? Hugleikur segir að það sé þó ekki nein sérstök ástæða fyrir því að börnin enduðu í titli bókarinnar. „Þetta er reyndar mjög svipaður húmor og var í Okkur bókunum mínum. Ég ákvað að leggja þann frásagnarstíl aðeins á hilluna eftir að þeirri seríu lauk.Börnin hentuðu vel Um helmingur þessarar bókar er skrifaður á síðustu þremur til fjórum árum en hinn helmingurinn er skrifaður á síðustu dögum fyrir skil. Þannig að margt af þessu er eitthvað sem kom til mín út af málefnum líðandi stundar og stundum eitthvað sem ég ákvað að skella á Facebook sem mínu innleggi í umræðuna, t.d. sem varðar Sýrland eða kynhvöt fjármálaráðherra. Ég vildi alltaf koma þessu á bók og titillinn kemur bara þannig að ég fer bara í bókina og leita að setningu sem gæti hentað sem titill. Mér fannst þessi setning „Hvað með börnin?“ henta mjög vel. Þetta er setning sem er hluti af íslenskri og reyndar oft erlendri umræðu líka. Setning sem kemur oft við sögu í kommentakerfinu eða einhver alþingismaður lætur hafa þetta eftir sér og þetta er óneitanlega mjög góð spurning: Hvað með börnin?“Trúarbrögð eru á meðal viðfangsefna Hugleiks.Lifa sjálfstæðu lífi Skopmyndateiknarar hafa oft mun meiri möguleika á því að takast á við samtímaviðburði jafn harðan og þeir gerast og Hugleikur er svo sannarlega ekki undantekning á því. „Já, þess vegna er Facebook svo sniðug hvað þetta varðar og hjálpar mér í raun oft andlega. Þegar Facebook logar af einhverri ástæðu, sem gerist nú oft og reglulega, þá er nánast ákveðin pressa að tjá sig um það sem er að gerast hverju sinni. Ég hef þannig mjög oft skrifað statusa og síðan strokað þá út áður en ég ýti á enter. Statusa sem eru kannski fullir af einhverri reiði eða ég að vera of sniðugur eða reyna að vera sniðugri en aðrir. Þá hef ég staldrað við og hugsað að ég verði að reyna að finna einhverja leið til þess að setja þetta í brandara. Þegar ég set þetta í brandara þá fjarlægi ég mig soldið og þá er þetta ekki alveg jafn beint komið frá mér heldur fæ ég spýtukallana til þess að tala fyrir mig. Það virkar miklu betur og maður er minna efins um það sem maður setur. Í fyrsta lagi þá finnst mér húmor oft góð leið til þess að fást við skelfilega eða erfiða hluti og í öðru lagi þá getur jafnvel þessi saga lifað áfram sínu sjálfstæða lífi. Sem höfundur er Hugleikur með ákveðið bakland í myndlistinni og segir að hann hafi alltaf verið teiknandi sem krakki. „Ég var alltaf settur í myndlistarnám og þegar ég útskrifaðist úr Kvennó var eiginlega eini möguleikinn fyrir mig að fara bara í LHÍ, þrátt fyrir að ég hefði enga þekkingu á nútímalist sem slíkri. En þar fékk ég kennslu í öllum skapandi möguleikum. Ég ætlaði alltaf að verða hefðbundnari myndasöguhöfundur, mig langaði til þess að æfa minn stíl svo ég gæti teiknað eitthvað sem líktist Sval og Val eða Spiderman. En það þarf mikla þolinmæði í það eða mjög mikla vinnu. En ég lærði í LHÍ að það er hægt að fara hina leiðina og spýtukallarnir mínir fæddust þar fyrir slysni. Þá fattaði ég líka að ég er meira í gríninu en dramanu þó svo að ég sé aðeins að færa mig yfir í dramað með Heimsendabókunum.“Teikningar Hugleiks Dagssonar eru oft mjög gagnrýnar á samfélagsleg málefni líðandi stundar.Friðrik formáli Formáli nýjustu bókar Hugleiks, er eins og svo oft áður, ritaður af Friðriki Sólnes rafvirkja. Mörgum leikur forvitni á því að vita hver er hér á ferðinni enda formálinn ritaður af mikilli list og orðsnilli. „Friðrik er vissulega til. Það hafa margir haldið því fram að hann sé skálduð fígúra en ég vildi óska að ég gæti brugðið mér í þetta hlutverk og þóst vera maður með þennan orðaforða en ég hef hann ekki. Hann er bara vinur minn og við vorum mikið að hanga saman þegar ég var að gera fyrstu bækurnar. Ég sagði honum að ég ætlaði að hefta saman teikningarnar mínar og selja niðri í bæ fyrir jólin. Þá sagði hann strax: „Já, ég skrifa formála.“ Algjörlega óumbeðinn og ákveðinn. Ég gat ekki sagt nei við því vegna þess að hann var maðurinn á bílnum svo ég samþykkti þetta bara. Þetta varð svona jólavinnan okkar. Ég komst í einhvern loftpressuheftara hjá Veðurstofu Íslands vegna þess að Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur er stjúpfaðir minn. Svo fórum við í bæinn og tróðum þessu upp á fólk og búðir, fengum einhverja seðla og fórum svo á barinn. Friðrik talaði að sjálfsögðu alltaf eins og formálinn væri aðalefni bókarinnar enda mesta ritmálið þar. Þannig tengdist hann þessum bókum og þegar ég kom með bók aftur af þessu tagi þá var aftur kominn tími á formála eftir Friðrik. Þetta er sá lengsti hingað til og hann er líka alveg svakalegur.“ Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Lífið samstarf Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Hugleikur Dagsson er mættur með nýja bók fyrir jólin en hún er kannski ekkert sérstaklega jólaleg. Það fer þó eflaust eftir því hvað hver og einn sér sem jólalegt en bók Hugleiks kallast Hvað með börnin? Hugleikur segir að það sé þó ekki nein sérstök ástæða fyrir því að börnin enduðu í titli bókarinnar. „Þetta er reyndar mjög svipaður húmor og var í Okkur bókunum mínum. Ég ákvað að leggja þann frásagnarstíl aðeins á hilluna eftir að þeirri seríu lauk.Börnin hentuðu vel Um helmingur þessarar bókar er skrifaður á síðustu þremur til fjórum árum en hinn helmingurinn er skrifaður á síðustu dögum fyrir skil. Þannig að margt af þessu er eitthvað sem kom til mín út af málefnum líðandi stundar og stundum eitthvað sem ég ákvað að skella á Facebook sem mínu innleggi í umræðuna, t.d. sem varðar Sýrland eða kynhvöt fjármálaráðherra. Ég vildi alltaf koma þessu á bók og titillinn kemur bara þannig að ég fer bara í bókina og leita að setningu sem gæti hentað sem titill. Mér fannst þessi setning „Hvað með börnin?“ henta mjög vel. Þetta er setning sem er hluti af íslenskri og reyndar oft erlendri umræðu líka. Setning sem kemur oft við sögu í kommentakerfinu eða einhver alþingismaður lætur hafa þetta eftir sér og þetta er óneitanlega mjög góð spurning: Hvað með börnin?“Trúarbrögð eru á meðal viðfangsefna Hugleiks.Lifa sjálfstæðu lífi Skopmyndateiknarar hafa oft mun meiri möguleika á því að takast á við samtímaviðburði jafn harðan og þeir gerast og Hugleikur er svo sannarlega ekki undantekning á því. „Já, þess vegna er Facebook svo sniðug hvað þetta varðar og hjálpar mér í raun oft andlega. Þegar Facebook logar af einhverri ástæðu, sem gerist nú oft og reglulega, þá er nánast ákveðin pressa að tjá sig um það sem er að gerast hverju sinni. Ég hef þannig mjög oft skrifað statusa og síðan strokað þá út áður en ég ýti á enter. Statusa sem eru kannski fullir af einhverri reiði eða ég að vera of sniðugur eða reyna að vera sniðugri en aðrir. Þá hef ég staldrað við og hugsað að ég verði að reyna að finna einhverja leið til þess að setja þetta í brandara. Þegar ég set þetta í brandara þá fjarlægi ég mig soldið og þá er þetta ekki alveg jafn beint komið frá mér heldur fæ ég spýtukallana til þess að tala fyrir mig. Það virkar miklu betur og maður er minna efins um það sem maður setur. Í fyrsta lagi þá finnst mér húmor oft góð leið til þess að fást við skelfilega eða erfiða hluti og í öðru lagi þá getur jafnvel þessi saga lifað áfram sínu sjálfstæða lífi. Sem höfundur er Hugleikur með ákveðið bakland í myndlistinni og segir að hann hafi alltaf verið teiknandi sem krakki. „Ég var alltaf settur í myndlistarnám og þegar ég útskrifaðist úr Kvennó var eiginlega eini möguleikinn fyrir mig að fara bara í LHÍ, þrátt fyrir að ég hefði enga þekkingu á nútímalist sem slíkri. En þar fékk ég kennslu í öllum skapandi möguleikum. Ég ætlaði alltaf að verða hefðbundnari myndasöguhöfundur, mig langaði til þess að æfa minn stíl svo ég gæti teiknað eitthvað sem líktist Sval og Val eða Spiderman. En það þarf mikla þolinmæði í það eða mjög mikla vinnu. En ég lærði í LHÍ að það er hægt að fara hina leiðina og spýtukallarnir mínir fæddust þar fyrir slysni. Þá fattaði ég líka að ég er meira í gríninu en dramanu þó svo að ég sé aðeins að færa mig yfir í dramað með Heimsendabókunum.“Teikningar Hugleiks Dagssonar eru oft mjög gagnrýnar á samfélagsleg málefni líðandi stundar.Friðrik formáli Formáli nýjustu bókar Hugleiks, er eins og svo oft áður, ritaður af Friðriki Sólnes rafvirkja. Mörgum leikur forvitni á því að vita hver er hér á ferðinni enda formálinn ritaður af mikilli list og orðsnilli. „Friðrik er vissulega til. Það hafa margir haldið því fram að hann sé skálduð fígúra en ég vildi óska að ég gæti brugðið mér í þetta hlutverk og þóst vera maður með þennan orðaforða en ég hef hann ekki. Hann er bara vinur minn og við vorum mikið að hanga saman þegar ég var að gera fyrstu bækurnar. Ég sagði honum að ég ætlaði að hefta saman teikningarnar mínar og selja niðri í bæ fyrir jólin. Þá sagði hann strax: „Já, ég skrifa formála.“ Algjörlega óumbeðinn og ákveðinn. Ég gat ekki sagt nei við því vegna þess að hann var maðurinn á bílnum svo ég samþykkti þetta bara. Þetta varð svona jólavinnan okkar. Ég komst í einhvern loftpressuheftara hjá Veðurstofu Íslands vegna þess að Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur er stjúpfaðir minn. Svo fórum við í bæinn og tróðum þessu upp á fólk og búðir, fengum einhverja seðla og fórum svo á barinn. Friðrik talaði að sjálfsögðu alltaf eins og formálinn væri aðalefni bókarinnar enda mesta ritmálið þar. Þannig tengdist hann þessum bókum og þegar ég kom með bók aftur af þessu tagi þá var aftur kominn tími á formála eftir Friðrik. Þetta er sá lengsti hingað til og hann er líka alveg svakalegur.“
Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Lífið samstarf Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira