Fertugur Tiger ætlar sér stóra hluti á nýju ári Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. desember 2015 20:15 Vísir/Getty Tiger Woods ætlar sér að halda áfram að berjast um titla næstu tíu árin þrátt fyrir að meiðsli hafi plagað hann síðustu árin. Woods, sem verður fertugur síðar í mánuðinum, hefur unnið fjórtán risamót á ferlinum en síðasti sigurinn kom árið 2008. Síðan þá hefur mikið gengið á. Upp komst um stórfellt framhjáhald hans og aðra bresti í einkalífinu sem vöktu heimsathygli. Hann hefur einnig glímt við þrálát bakmeiðsli og sjaldan náð sér almennilega á strik á vellinum þegar hann hefur reynt að spila.Sjá einnig: Ekkert ljós í enda ganganna hjá Tiger „Þetta var erfitt ár og tók á fyrir líkamann minn,“ skrifaði Woods í pistli sem birtist á heimasíðu hans. „Ég þurfti að breyta um sveiflutækni því hún var hörmuleg í upphafi ársins. Ég spilaði ekki í langan tíma því ég var fastur.“ Hann segir að það hafi verið einkar svekkjandi að hafa ekki náð að fylgja breytingunni almennilega eftir og þegar það hafi loksins gengið betur hjá honum að þá hafi heilsan brugðist honum. „Ég hef farið í tvær aðgerðir á baki síðan á Wyndham-mótinu og þetta hefur verið rússíbanareið allt árið. Ég hef verið langt niðri en líka gert nokkuð góða hluti líka.“ „Ég hlakka mest til þess á næsta ári að fá að spila aftur. Ég hef saknað þess og vil fá að gera það verkjalaus. Það hefur ekki gerst hjá mér í langan tíma. Ég hef átt spretti hér og þar undanfarin ár en ég væri mest til í að vera heill heilsu í langan tíma.“ Golf Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Tiger Woods ætlar sér að halda áfram að berjast um titla næstu tíu árin þrátt fyrir að meiðsli hafi plagað hann síðustu árin. Woods, sem verður fertugur síðar í mánuðinum, hefur unnið fjórtán risamót á ferlinum en síðasti sigurinn kom árið 2008. Síðan þá hefur mikið gengið á. Upp komst um stórfellt framhjáhald hans og aðra bresti í einkalífinu sem vöktu heimsathygli. Hann hefur einnig glímt við þrálát bakmeiðsli og sjaldan náð sér almennilega á strik á vellinum þegar hann hefur reynt að spila.Sjá einnig: Ekkert ljós í enda ganganna hjá Tiger „Þetta var erfitt ár og tók á fyrir líkamann minn,“ skrifaði Woods í pistli sem birtist á heimasíðu hans. „Ég þurfti að breyta um sveiflutækni því hún var hörmuleg í upphafi ársins. Ég spilaði ekki í langan tíma því ég var fastur.“ Hann segir að það hafi verið einkar svekkjandi að hafa ekki náð að fylgja breytingunni almennilega eftir og þegar það hafi loksins gengið betur hjá honum að þá hafi heilsan brugðist honum. „Ég hef farið í tvær aðgerðir á baki síðan á Wyndham-mótinu og þetta hefur verið rússíbanareið allt árið. Ég hef verið langt niðri en líka gert nokkuð góða hluti líka.“ „Ég hlakka mest til þess á næsta ári að fá að spila aftur. Ég hef saknað þess og vil fá að gera það verkjalaus. Það hefur ekki gerst hjá mér í langan tíma. Ég hef átt spretti hér og þar undanfarin ár en ég væri mest til í að vera heill heilsu í langan tíma.“
Golf Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira