Opel framljós sem "hugsa um öryggið“! Finnur Thorlacius skrifar 23. desember 2015 10:30 Aðalljósin í nýjum Opel Astra. Opel Opel leggur áherslu á að gera hátækni sína aðgengilega fyrir sem flesta og nú m.a. með því að bjóða hana í bílum sem almenningur hefur ráð á að kaupa. Nýja háþróaða Led Matrix framljósakerfið, IntelliLux,er sönnun þess. Opel er fyrsti bílaframleiðandinn sem lætur svo öflugan ljósabúnað í bílgerðir sem almennt tilheyra ekki lúxusbílaflokknum svokallaða. “ Það er gott til þess að hugsa að innleiðing okkar á Led Matrix ljósatækninni eykur öryggi fleiri ökumanna og vegfarenda, sérstaklega yfir myrkasta tíma sólarhringsins.” segir Charlie Klein, stjórnarmaður í tæknideild Opel. Led Matrix lýsingarsamstæðan byggist upp af 16 LED einingum. Átta eru staðsettir á hvorri hlið bílsins og sjá til þess að kveikja á háu ljósunum um leið og ekið er út úr borgarumhverfi og síðan að aðlaga, sjálfvirkt, lengd og lögun ljósgeislans mismunandi aðstæðum í umferðinni á hverjum tíma. Ljósin eru tengd nema framan á bílnum sem metur bílljósin á aðvífandi bílum í umferðinni og aðlagar ljósmagn sitt sjálfvirkt svo engin hætta sé á að viðkomandi ökumenn blindist við að mæta þér. Aðrir hlutar vegarins og umhverfisins haldast afar vel upplýstir engu að síður. Rannsóknir sem framkvæmdar voru á vegum Tækniháskólans í Darmstadt staðfesta að Led-Matrix búnaðurinn felur í sér mikið öryggisforskot í umferðinni. Niðurstöður leiða m.a. í ljós að á 80 km hraða, sjá ökumenn sem eru með Led Matrix búnaðinn, hluti sem staðsettir eru við vegabrún, 30 til 40 metrum fyrr en þeir sem aka bílum með hefðbundnum halogen/xenon framljósabúnaði. Þetta getur hæglega skipt sköpum og gefur ökumanninum 1,5 sekúndur aukalega til að bregðast við því óvænta á veginum. Opel Astra, hinn nýi, sem talað hefur verið um sem risastökk í millistærðarflokki bíla, er búinn þessum hátækni ljósabúnaði. Samkvæmt upplýsingum frá Bílabúð Benna, sem er umboðsaðili Opel á Íslandi, ríkir mikil eftirvænting fyrir nýjum Opel Astra. Þessi bíll, sem undanfarnar vikur hefur hlaðið á sig fjölda verðlauna og er nú þegar kominn í úrslit, ásamt sex öðrum bílum, sem bíll ársins í Evrópu 2016, verður kynntur hjá fyrirtækinu eftir áramót. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent
Opel leggur áherslu á að gera hátækni sína aðgengilega fyrir sem flesta og nú m.a. með því að bjóða hana í bílum sem almenningur hefur ráð á að kaupa. Nýja háþróaða Led Matrix framljósakerfið, IntelliLux,er sönnun þess. Opel er fyrsti bílaframleiðandinn sem lætur svo öflugan ljósabúnað í bílgerðir sem almennt tilheyra ekki lúxusbílaflokknum svokallaða. “ Það er gott til þess að hugsa að innleiðing okkar á Led Matrix ljósatækninni eykur öryggi fleiri ökumanna og vegfarenda, sérstaklega yfir myrkasta tíma sólarhringsins.” segir Charlie Klein, stjórnarmaður í tæknideild Opel. Led Matrix lýsingarsamstæðan byggist upp af 16 LED einingum. Átta eru staðsettir á hvorri hlið bílsins og sjá til þess að kveikja á háu ljósunum um leið og ekið er út úr borgarumhverfi og síðan að aðlaga, sjálfvirkt, lengd og lögun ljósgeislans mismunandi aðstæðum í umferðinni á hverjum tíma. Ljósin eru tengd nema framan á bílnum sem metur bílljósin á aðvífandi bílum í umferðinni og aðlagar ljósmagn sitt sjálfvirkt svo engin hætta sé á að viðkomandi ökumenn blindist við að mæta þér. Aðrir hlutar vegarins og umhverfisins haldast afar vel upplýstir engu að síður. Rannsóknir sem framkvæmdar voru á vegum Tækniháskólans í Darmstadt staðfesta að Led-Matrix búnaðurinn felur í sér mikið öryggisforskot í umferðinni. Niðurstöður leiða m.a. í ljós að á 80 km hraða, sjá ökumenn sem eru með Led Matrix búnaðinn, hluti sem staðsettir eru við vegabrún, 30 til 40 metrum fyrr en þeir sem aka bílum með hefðbundnum halogen/xenon framljósabúnaði. Þetta getur hæglega skipt sköpum og gefur ökumanninum 1,5 sekúndur aukalega til að bregðast við því óvænta á veginum. Opel Astra, hinn nýi, sem talað hefur verið um sem risastökk í millistærðarflokki bíla, er búinn þessum hátækni ljósabúnaði. Samkvæmt upplýsingum frá Bílabúð Benna, sem er umboðsaðili Opel á Íslandi, ríkir mikil eftirvænting fyrir nýjum Opel Astra. Þessi bíll, sem undanfarnar vikur hefur hlaðið á sig fjölda verðlauna og er nú þegar kominn í úrslit, ásamt sex öðrum bílum, sem bíll ársins í Evrópu 2016, verður kynntur hjá fyrirtækinu eftir áramót.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent