Netflix greiddi alla skatta í Lúxemborg Jón Hákon Halldórsson skrifar 22. desember 2015 07:00 Stærsti viðskiptamannahópur Netflix er í Bretlandi og Bandaríkjunum. Netflix greiddi enga fyrirtækjaskatta í Bretlandi á síðasta ári, þrátt fyrir að áskrifendur í landinu séu 4,5 milljónir. Þetta kemur fram á vef Guardian. Fyrirtækið rukkar hvern áskrifanda að lágmarki um 5,99 (um 120 krónur) fyrir áskriftina að þjónustunni. Sunday Times telur að tekjur Netflix í Bretlandi hafi numið 200 milljónum punda (39 milljörðum króna) í Bretlandi á síðasta ári. Engar tekjur voru hins vegar bókfærðar í Bretlandi. Þetta er þó ekki talið brot á skattalögum. Nýjustu tölur fyrir Netflix International BV, sem staðsett var í Lúxemborg allt þar til í lok síðasta árs (en nú í Amsterdam), sýna að tekjurnar nema 415 milljónum punda (80 milljörðum króna) og hagnaðurinn er 11,3 milljónir (2 milljarðar króna). Stærstur hluti tekna er talinn koma frá breskum viðskiptavinum. Greiddur tekjuskattur í Lúxemborg var 573.396 pund (110 miljónir króna). Forsvarsmenn Netflix segja að fyrirtækið sé að stækka og tapi á alþjóðlegri starfsemi. Talsmaður segir að breskt dótturfélag Netflix sé með 12 starfsmenn í vinnu og muni greiða fyrirtækjaskatta á þessu ári. Reglum sé fylgt í hvívetna. Netflix Mest lesið Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Netflix greiddi enga fyrirtækjaskatta í Bretlandi á síðasta ári, þrátt fyrir að áskrifendur í landinu séu 4,5 milljónir. Þetta kemur fram á vef Guardian. Fyrirtækið rukkar hvern áskrifanda að lágmarki um 5,99 (um 120 krónur) fyrir áskriftina að þjónustunni. Sunday Times telur að tekjur Netflix í Bretlandi hafi numið 200 milljónum punda (39 milljörðum króna) í Bretlandi á síðasta ári. Engar tekjur voru hins vegar bókfærðar í Bretlandi. Þetta er þó ekki talið brot á skattalögum. Nýjustu tölur fyrir Netflix International BV, sem staðsett var í Lúxemborg allt þar til í lok síðasta árs (en nú í Amsterdam), sýna að tekjurnar nema 415 milljónum punda (80 milljörðum króna) og hagnaðurinn er 11,3 milljónir (2 milljarðar króna). Stærstur hluti tekna er talinn koma frá breskum viðskiptavinum. Greiddur tekjuskattur í Lúxemborg var 573.396 pund (110 miljónir króna). Forsvarsmenn Netflix segja að fyrirtækið sé að stækka og tapi á alþjóðlegri starfsemi. Talsmaður segir að breskt dótturfélag Netflix sé með 12 starfsmenn í vinnu og muni greiða fyrirtækjaskatta á þessu ári. Reglum sé fylgt í hvívetna.
Netflix Mest lesið Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira