Fótbolti

Özil: Við hræðumst ekki Barcelona

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Mesut Özil er ekki hræddur.
Mesut Özil er ekki hræddur. vísir/getty
Arsenal óttast ekki að mæta Barcelona í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar en Skytturnar eiga í hættu að falla úr leik í fyrstu umferð útsláttarkeppninnar enn eitt árið eftir martraðardrátt.

Þetta er í þriðja sinn á síðustu sex árum sem Arsenal mætir ríkjandi Evrópumeisturum í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar en í síðustu tvö skiptin hefur Lundúnarliðið þurft að kveðja keppnina snemma.

Lionel Messi, Luis Suárez og Neymar eru í miklum ham fyrir Börsunga á þessari leiktíð og eru búnir að skora samtals 52 mörk. Mesut Özil, miðjumaður Arsenal, viðurkennir að verkefnið verður erfitt en er hvergi banginn.

„Barcelona er það lið sem erfiðast er að spila á móti í öllum heiminum. Barcelona er besta lið í heimi. Það vitum við,“ segir Özil í viðtali við The Times.

„Sem leikmaður hlakkar maður til svona leikja. Mér finnst mikilvægt að spila svoan stóra leiki. Það er gaman að spila á móti bestu liðunum og þetta er stórt tækifæri fyrir okkur.“

„Við virðum Barcelona en það mun virða okkur líka. Við erum ekki hræddir við Barcelona. Við þurfum bara að spila okkar leik og þá getum við unnið það. Það er enginn ótti. Í fótbolta er allt hægt,“ segir Mesut Özil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×