Kynslóðir fléttast saman Halla Þórlaug Óskarsdóttir skrifar 21. desember 2015 10:30 BÆKUR Sölvasaga unglings Arnar Már Arngrímsson Útgefandi: Sögur útgáfa Kápa: Aðalsteinn Svanur Sigfússon Prentun: Oddi Fjöldi síðna: 255 Sölvasaga unglings eftir Arnar Má Arngrímsson var nýverið tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki barna- og unglingabókmennta. Þetta er fyrsta skáldsaga Arnars, sem er íslenskukennari við Menntaskólann á Akureyri. Sagan segir frá hinum fimmtán ára Sölva sem er sendur austur á land til ömmu sinnar til að dvelja þar sumarlangt, eftir að hafa gengið fram af foreldrum sínum í borginni. Þau hafa áhyggjur af andlegri heilsu hans og telja þetta bestu lausnina, auk þess sem þau þurfa næði til að huga að sínum málum. En það sem verra er: Sölvi má hvorki taka síma né tölvu með sér. Þetta er auðvitað ávísun á mikil leiðindi fyrir nútímaungling og Sölvi er bæði reiður og sár út í foreldra sína. Auk þess finnst honum amma sín algjör herfa. Það er töggur í þeirri gömlu – hún kallar ekki allt ömmu sína – og auðvitað lærir Sölvi heilmikið á dvölinni, þrátt fyrir allan sinn mótþróa. Frásögnin einkennist dálítið af gamaldags, íslenskum hugsunarhætti, þar sem sveitin er staður sem herðir fólk og mannar, en borgin hálfgerð Sódóma þar sem fólk hefur misst sjónar á aðalatriðunum. Kannski er eitthvað til í því. Stíll bókarinnar er mjög sérstakur. Höfundur leggur áherslu á að hér segi unglingur sögu sína. Rödd hans er skýr, innskot og hugleiðingar í talmálsstíl unglinga og stafsetning er oft látin fjúka lönd og leið. Sögumaðurinn Sölvi er afar sjálfsgagnrýninn. Hann rífur sig stanslaust niður, gerir lítið úr frammistöðu sinni og ákvörðunum. Hann er vanur að leita skjóls í stafrænum heimi tölvunnar og á erfitt með að takast á við raunveruleikann þegar tækninnar nýtur ekki við. Hann er áhugasamur um rímur og rapp og sækir huggun í kveðskapinn þegar illa lætur – og þótt vísurnar séu misgóðar er ýmislegt spunnið í þær. Hugsanlega má einnig líta á kveðskapinn sem tákn um þráðinn sem tengir kynslóðirnar saman. Rímur hafa jú verið kveðnar hér á landi frá örófi alda. Það er einmitt einn meginþráður bókarinnar; þótt það sé erfitt að vera unglingur er líka erfitt að vera manneskja – það er engin galdralausn sem finnst við þeirri plágu, hver og einn þarf einfaldlega að horfast í augu við sjálfan sig. Sagan, sem er hvorki dæmigerð né fyrirsjáanleg, er áhrifarík og hún vinnur á. Höfundi tekst að skapa sögumann sem er ekki beint viðkunnanlegur en lesandanum fer samt að þykja vænt um og halda með – vonast til að honum líði eins, fari að þykja vænt um sjálfan sig. Niðurstaða: Áhrifarík saga sem situr eftir í lesandanum, um óharðnaðan ungling sem þarf að læra að standa á eigin fótum og takast á við raunveruleikann. Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
BÆKUR Sölvasaga unglings Arnar Már Arngrímsson Útgefandi: Sögur útgáfa Kápa: Aðalsteinn Svanur Sigfússon Prentun: Oddi Fjöldi síðna: 255 Sölvasaga unglings eftir Arnar Má Arngrímsson var nýverið tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki barna- og unglingabókmennta. Þetta er fyrsta skáldsaga Arnars, sem er íslenskukennari við Menntaskólann á Akureyri. Sagan segir frá hinum fimmtán ára Sölva sem er sendur austur á land til ömmu sinnar til að dvelja þar sumarlangt, eftir að hafa gengið fram af foreldrum sínum í borginni. Þau hafa áhyggjur af andlegri heilsu hans og telja þetta bestu lausnina, auk þess sem þau þurfa næði til að huga að sínum málum. En það sem verra er: Sölvi má hvorki taka síma né tölvu með sér. Þetta er auðvitað ávísun á mikil leiðindi fyrir nútímaungling og Sölvi er bæði reiður og sár út í foreldra sína. Auk þess finnst honum amma sín algjör herfa. Það er töggur í þeirri gömlu – hún kallar ekki allt ömmu sína – og auðvitað lærir Sölvi heilmikið á dvölinni, þrátt fyrir allan sinn mótþróa. Frásögnin einkennist dálítið af gamaldags, íslenskum hugsunarhætti, þar sem sveitin er staður sem herðir fólk og mannar, en borgin hálfgerð Sódóma þar sem fólk hefur misst sjónar á aðalatriðunum. Kannski er eitthvað til í því. Stíll bókarinnar er mjög sérstakur. Höfundur leggur áherslu á að hér segi unglingur sögu sína. Rödd hans er skýr, innskot og hugleiðingar í talmálsstíl unglinga og stafsetning er oft látin fjúka lönd og leið. Sögumaðurinn Sölvi er afar sjálfsgagnrýninn. Hann rífur sig stanslaust niður, gerir lítið úr frammistöðu sinni og ákvörðunum. Hann er vanur að leita skjóls í stafrænum heimi tölvunnar og á erfitt með að takast á við raunveruleikann þegar tækninnar nýtur ekki við. Hann er áhugasamur um rímur og rapp og sækir huggun í kveðskapinn þegar illa lætur – og þótt vísurnar séu misgóðar er ýmislegt spunnið í þær. Hugsanlega má einnig líta á kveðskapinn sem tákn um þráðinn sem tengir kynslóðirnar saman. Rímur hafa jú verið kveðnar hér á landi frá örófi alda. Það er einmitt einn meginþráður bókarinnar; þótt það sé erfitt að vera unglingur er líka erfitt að vera manneskja – það er engin galdralausn sem finnst við þeirri plágu, hver og einn þarf einfaldlega að horfast í augu við sjálfan sig. Sagan, sem er hvorki dæmigerð né fyrirsjáanleg, er áhrifarík og hún vinnur á. Höfundi tekst að skapa sögumann sem er ekki beint viðkunnanlegur en lesandanum fer samt að þykja vænt um og halda með – vonast til að honum líði eins, fari að þykja vænt um sjálfan sig. Niðurstaða: Áhrifarík saga sem situr eftir í lesandanum, um óharðnaðan ungling sem þarf að læra að standa á eigin fótum og takast á við raunveruleikann.
Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira