Rúsínan í pylsuenda góðs árs Kjartan Atli Kjartansson skrifar 21. desember 2015 09:00 Hljómsveitin Misþyrming spilar black metal tónlist og gaf í ár út plötuna Söngvar elds og óreiðu. Mynd/RakelErnaSkarphéðinsdóttir „Ég viðurkenni að þetta var svolítið óvænt,“ segir söngvarinn sem kallar sig DG og er meðlimur hljómsveitar sem kallast Misþyrming. Á árinu sendi sveitin frá sér plötu sem kallast Söngvar elds og óreiðu og komst í níunda sæti á árslista hins virta tónlistarmiðils Noisey. Sveitin spilar svokallaða black metal tónlist. Óhætt er að fullyrða að platan hafi slegið í gegn hjá þeim sem hlusta á black metal og má segja að þessi tilnefning Noisey sé rúsínan í pylsuendanum á góðu ári. „Við vorum á tónleikaferðalagi í Brussel þegar við sáum þetta. Ég fékk send skilaboð í gegnum Facebook frá vini mínum sem rak augun í þetta. Þetta var allt voðalega óraunverulegt,“ segir DG.Hafa ferðast mikið Misþyrming hefur verið á flakki um Evrópu á árinu og hefur farið þrisvar sinnum út til þess að spila. Sveitin er tiltölulega nýkomin heim úr sínu lengsta tónleikaferðalagi. „Við vorum úti í um tvær vikur, frá 1. til 13. desember. Við ferðuðumst á milli margra landa. Lékum í Kraká, Brussel, London, París og fleiri borgum,“ útskýrir DG. Í Brussel spilaði sveitin á tónlistarhátíð og var þar í viku, en svo tók ferðalag við. „Stærstu tónleikarnir sem við spiluðum á voru fyrir um þúsund manns, það var alveg æðislegt,“ segir DG enn fremur.Kannski lokuð sena DG segir að netið hjálpi sveitum eins og Misþyrmingu að ná eyrum áhugafólks um senuna. „Þessi tiltekna undirstefna þungarokks á stóran en kannski svolítið lokaðan fylgjendahóp um allan heim. Við höfum tekið eftir því að þetta er mjög dreift yfir heiminn, við sjáum það til dæmis á því hverjir fylgja okkur á Facebook. Þar er fólk úr hinum ýmsu áttum.“ Hann bætir við að fólk sem hlustar á þessa tegund tónlistar sé duglegt að ræða málin og benda á ferskar sveitir. „Þessi kimi er duglegur að tala saman á netinu, er með sín samfélög þar. Þar er fólk að skiptast á lögum og svona. Þeir sem heyra í ferskum sveitum reyna svo að finna hvaða öðrum sveitum þær líkjast, til þess að aðdáendur geti uppgötvað nýtt black metal.“Hafa fundið fyrir áhuga DG segir að í kjölfar tilnefningar Noisey hafi sveitin fundið fyrir áhuga erlendis frá. „Við höfum alveg heyrt af einhverju. Eitt mjög stórt fyrirtæki í þessari senu setti sig í samband við okkur. En við erum á mála hjá norsku fyrirtæki sem heitir Terratur Possessions. Þar eru tvær aðrar sveitir á mála, Svartidauði og Simmara.“ DG segir að meðlimir Misþyrmingar séu ánægðir hjá norska fyrirtækinu. „Við fengum áhuga á að vinna með Terratur Possessions eftir að Svartidauði og Simmara gáfu út hjá því. Við lítum svo á að íslenskur black metall sé að fá þessa athygli, ekki bara við, með þessari tilnefningu Noisey,“ segir DG og bætir því við að hann telji upprisu íslensks black metals markast við útgáfu plötunnar Flesh Cathedral með Svartadauða, sem kom út 2012. Tónlist Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Fleiri fréttir Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Sjá meira
„Ég viðurkenni að þetta var svolítið óvænt,“ segir söngvarinn sem kallar sig DG og er meðlimur hljómsveitar sem kallast Misþyrming. Á árinu sendi sveitin frá sér plötu sem kallast Söngvar elds og óreiðu og komst í níunda sæti á árslista hins virta tónlistarmiðils Noisey. Sveitin spilar svokallaða black metal tónlist. Óhætt er að fullyrða að platan hafi slegið í gegn hjá þeim sem hlusta á black metal og má segja að þessi tilnefning Noisey sé rúsínan í pylsuendanum á góðu ári. „Við vorum á tónleikaferðalagi í Brussel þegar við sáum þetta. Ég fékk send skilaboð í gegnum Facebook frá vini mínum sem rak augun í þetta. Þetta var allt voðalega óraunverulegt,“ segir DG.Hafa ferðast mikið Misþyrming hefur verið á flakki um Evrópu á árinu og hefur farið þrisvar sinnum út til þess að spila. Sveitin er tiltölulega nýkomin heim úr sínu lengsta tónleikaferðalagi. „Við vorum úti í um tvær vikur, frá 1. til 13. desember. Við ferðuðumst á milli margra landa. Lékum í Kraká, Brussel, London, París og fleiri borgum,“ útskýrir DG. Í Brussel spilaði sveitin á tónlistarhátíð og var þar í viku, en svo tók ferðalag við. „Stærstu tónleikarnir sem við spiluðum á voru fyrir um þúsund manns, það var alveg æðislegt,“ segir DG enn fremur.Kannski lokuð sena DG segir að netið hjálpi sveitum eins og Misþyrmingu að ná eyrum áhugafólks um senuna. „Þessi tiltekna undirstefna þungarokks á stóran en kannski svolítið lokaðan fylgjendahóp um allan heim. Við höfum tekið eftir því að þetta er mjög dreift yfir heiminn, við sjáum það til dæmis á því hverjir fylgja okkur á Facebook. Þar er fólk úr hinum ýmsu áttum.“ Hann bætir við að fólk sem hlustar á þessa tegund tónlistar sé duglegt að ræða málin og benda á ferskar sveitir. „Þessi kimi er duglegur að tala saman á netinu, er með sín samfélög þar. Þar er fólk að skiptast á lögum og svona. Þeir sem heyra í ferskum sveitum reyna svo að finna hvaða öðrum sveitum þær líkjast, til þess að aðdáendur geti uppgötvað nýtt black metal.“Hafa fundið fyrir áhuga DG segir að í kjölfar tilnefningar Noisey hafi sveitin fundið fyrir áhuga erlendis frá. „Við höfum alveg heyrt af einhverju. Eitt mjög stórt fyrirtæki í þessari senu setti sig í samband við okkur. En við erum á mála hjá norsku fyrirtæki sem heitir Terratur Possessions. Þar eru tvær aðrar sveitir á mála, Svartidauði og Simmara.“ DG segir að meðlimir Misþyrmingar séu ánægðir hjá norska fyrirtækinu. „Við fengum áhuga á að vinna með Terratur Possessions eftir að Svartidauði og Simmara gáfu út hjá því. Við lítum svo á að íslenskur black metall sé að fá þessa athygli, ekki bara við, með þessari tilnefningu Noisey,“ segir DG og bætir því við að hann telji upprisu íslensks black metals markast við útgáfu plötunnar Flesh Cathedral með Svartadauða, sem kom út 2012.
Tónlist Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Fleiri fréttir Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Sjá meira