Árið tekið með trompi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. janúar 2015 06:30 Eru börnin þín stundum sótt seinust í leikskólann? Hefur sjónvarpið eða i-padinn verið í yfirvinnu við barnapössun á nýliðnu ári? Svoleiðis verður það ekki árið 2015. Ekki hjá mínum börnum að minnsta kosti. Svo er meira sem mun breytast til hins betra á nýju ári, svo miklu meira. Heilsan verður í forgangi á árinu og það mun varla líða sá dagur sem ég hreyfi mig ekki. Ég verð þekktur sem „Just checked in at World Class“-gæinn. Mataræðið verður auðvitað tekið traustu taki, máltíðir verða eldaðar frá grunni og þegar fer að vora get ég skipt út sundbuxunum mínum fyrir rauða Speedo-skýlu og algjörlega „púllað það“. Áfengið verður í algjöru lágmarki og ég mun sýna öllum hve létt það er að djamma edrú. Næturlífið verður ekki vettvangurinn þar sem daðrað verður við hitt kynið. Má bjóða þér á stefnumót? Listasýningar, göngutúrar við sjávarsíðuna og skautaferðir here I come. 2015 verður líka ár bókarinnar. Í staðinn fyrir að gefa heilasellunum frí á kvöldin yfir glápi á innihaldslaust rusl á sjónvarpsskjánum verða þær í yfirvinnu við að kljúfa atómið og gott betur yfir góðri bók. Það vita nú allir að bókin er ALLTAF betri en myndin. Gömlum konum verður fylgt yfir götuna, áttavilltum köttum verður fylgt heim til sín, það sem eftir verður af fé um mánaðamótin fer í góðgerðarmál, blómin verða vökvuð, þvotturinn brotinn saman og gengið frá jafnóðum svo ekki sé minnst á að skúra íbúðina á tveggja vikna fresti. Margir hafa brennt sig á of háleitum markmiðum fyrir nýja árið í gegnum tíðina, meira að segja ég. Þess vegna eru aðeins raunhæf markmið á listanum fyrir árið. Loforð við sjálfan mig sem ég veit að verður auðvelt að efna. Eftir gott djamm með fylgjandi þynnkumat um helgina tek ég nýja árið með trompi ekki mínútu seinna en á mánudaginn. Gleðilegt nýtt ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Tumi Daðason Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Eru börnin þín stundum sótt seinust í leikskólann? Hefur sjónvarpið eða i-padinn verið í yfirvinnu við barnapössun á nýliðnu ári? Svoleiðis verður það ekki árið 2015. Ekki hjá mínum börnum að minnsta kosti. Svo er meira sem mun breytast til hins betra á nýju ári, svo miklu meira. Heilsan verður í forgangi á árinu og það mun varla líða sá dagur sem ég hreyfi mig ekki. Ég verð þekktur sem „Just checked in at World Class“-gæinn. Mataræðið verður auðvitað tekið traustu taki, máltíðir verða eldaðar frá grunni og þegar fer að vora get ég skipt út sundbuxunum mínum fyrir rauða Speedo-skýlu og algjörlega „púllað það“. Áfengið verður í algjöru lágmarki og ég mun sýna öllum hve létt það er að djamma edrú. Næturlífið verður ekki vettvangurinn þar sem daðrað verður við hitt kynið. Má bjóða þér á stefnumót? Listasýningar, göngutúrar við sjávarsíðuna og skautaferðir here I come. 2015 verður líka ár bókarinnar. Í staðinn fyrir að gefa heilasellunum frí á kvöldin yfir glápi á innihaldslaust rusl á sjónvarpsskjánum verða þær í yfirvinnu við að kljúfa atómið og gott betur yfir góðri bók. Það vita nú allir að bókin er ALLTAF betri en myndin. Gömlum konum verður fylgt yfir götuna, áttavilltum köttum verður fylgt heim til sín, það sem eftir verður af fé um mánaðamótin fer í góðgerðarmál, blómin verða vökvuð, þvotturinn brotinn saman og gengið frá jafnóðum svo ekki sé minnst á að skúra íbúðina á tveggja vikna fresti. Margir hafa brennt sig á of háleitum markmiðum fyrir nýja árið í gegnum tíðina, meira að segja ég. Þess vegna eru aðeins raunhæf markmið á listanum fyrir árið. Loforð við sjálfan mig sem ég veit að verður auðvelt að efna. Eftir gott djamm með fylgjandi þynnkumat um helgina tek ég nýja árið með trompi ekki mínútu seinna en á mánudaginn. Gleðilegt nýtt ár.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun