Gyllt eyðsluklóin grafin í sandinn Sigríður Jónsdóttir skrifar 3. janúar 2015 11:00 "Unnur Ösp ber sýninguna á herðum sér í hlutverki hinnar aðþrengdu Nóru,“ segir meðal annars í dómnum. Leiklist Dúkkuheimili Borgarleikhúsið Leikarar: Unnur Ösp Stefánsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Þorsteinn Bachmann, Valur Freyr Einarsson, Arndís Hrönn Egilsdóttir, o.fl. Leikstjórn: Harpa Arnardóttir Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir Búningar: Filippía I. Elísdóttir Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Dramatúrgía: Hrafnhildur Hagalín Tónlist: Margrét Kristín Blöndal Hljóð: Garðar Borgþórsson Eftirvæntingin var áþreifanleg í anddyri Borgarleikhússins við frumsýningu á Dúkkuheimili eftir Henrik Ibsen í nýrri þýðingu Hrafnhildar Hagalín. Ný sviðsetning á þessu verki telst ávallt til mikilla tíðinda og urðu leikhúsgestir svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum í gær. Áður en lengra er haldið verður fyrst að nefna leikmyndina en hún er ekkert annað en stórvirki, bæði í hönnun og smíði. Ilmur Stefánsdóttir á mikið hrós skilið fyrir stílhreina og spennandi fagurfræði sem þjónar verkinu á nýstárlegan hátt og styður um leið við framvinduna. Búið er að tæma stóra svið Borgarleikhússins, galopna rýmið á öllum hliðum og þannig skapa svarthol sem myndar heim Nóru. Fyrir miðju, alveg frá fremstu brún sviðsins til dýpsta enda þess, er heimili Nóru og Þorvaldar afmarkað með rauðum sandi og ógnarmikil hurð gnæfir yfir minimalísku heimili þar sem hönnun og verðlag er mikilvægara en þægindi. Unnur Ösp Stefánsdóttir ber sýninguna á herðum sér í hlutverki hinnar aðþrengdu Nóru sem skakklappast í gylltum fötum og á háum hælum í sandinum sem ætlar hana að gleypa. Hún hreinlega ræður sér ekki fyrir gleði yfir nýju starfi Þorvaldar, sem leikinn er af Hilmi Snæ, og öllum þeim peningum sem eiga eftir að hrynja inn á bankareikning hans. Hún virðist vera alsæl yfir örlögum sínum sem stofustáss eiginmanns síns og leikstjóri barnanna sinna en hægt og bítandi byrjar sjálfsmyndin að brotna. Unnur Ösp tekur áhættu með Nóru og hikar ekki við að draga upp ýkta mynd af ástandi hennar og tilfinningalífi, allt frá barnslegri kæti til yfirþyrmandi örvæntingar. Samspil Unnar Aspar og Hilmis Snæs er á köflum nær óbærilegt á að horfa þar sem hann yfirgnæfir hana bæði líkamlega og tilfinningalega í þeirri vissu að hún sé hans eign á meðan hún reynir að bægja óhamingjunni frá. Hann spígsporar um kastalann sinn og dáist að sínu eigin lífi á meðan hún þegir. Stærsta synd Þorvaldar er ekki endilega grimmd heldur sjálfselska og skilningsleysi gagnvart lífi annarra. Það er sérstaklega undir lok verksins, þegar valdataflið snýst Nóru í vil, sem við sjáum þetta samspil blómstra. Þorsteinn Bachmann er virkilega góður í hlutverki hins niðurlægða og örvæntingarfulla Níels Krogstad sem sér þann kost vænstan að beita Nóru fjárkúgun til að endurheimta mannorð sitt. Hann nær góðu jafnvægi á milli hörkunnar sem hann sýnir Nóru og sorgarinnar sem hann felur. Arndís Hrönn er að sama skapi afgerandi í hlutverki Kristínar Linde, konunnar sem getur ekki hugsað sér að lifa fyrir sjálfa sig eina. Hún er jarðtengingin sem Nóru skortir og vinnur á eftir því sem líða tekur á sýninguna. Það eru einmitt þessi tvö sem eiga eitt skemmtilegasta og ljúfasta atriði kvöldsins þar sem gleðin og hláturinn nær loksins að brjótast í gegnum harðneskjulega tilvist þeirra. Einnig er Valur Freyr góður í hlutverki hins dauðvona Jens Rank og þá sérstaklega í senunum sem hann deilir með Unni Ösp. Öll umgjörð sýningarinnar er til fyrirmyndar, hvort sem það er tónlist Margrétar Kristínar, hljóðmynd Garðars eða búningar Filippíu sem á skilið sérstakt hrós fyrir magnaðan búning Nóru í seinni hluta sýningarinnar. En lýsing Björns Bergsteins stendur upp úr með myrkvuðum áherslum og einmanalegum eltiljósum þar sem hver tilfinning er undirstrikuð, þar sem hvergi er hægt að felast. Eini gallinn felst þó kannski í þýðingu Hrafnhildar sem er að mestu einstaklega góð en á köflum örlítið gamaldags og óþjál. Súrrealisminn svífur yfir sviðinu, reyndar sýningunni allri, og nær ákveðnum hápunkti eftir hlé. Ég tel að best sé að skrifa sem minnst um fyrsta atriðið eftir að tjöldin eru dregin frá í annað sinn, þegar Nóra dansar í nýja búningnum sínum undir stjórn Þorvaldar, en þetta er ein besta opnun sem sést hefur á þessu leikári. Þarna koma leikstjórnarhæfileikar Hörpu bersýnilega í ljós og skynbragð hennar á jafnvægi milli myndrænnar framsetningar og leikstíls er gríðarlega gott. Í rauninni tekur sýningin ákveðna stefnubreytingu eftir hlé þar sem allar vísbendingar um natúralisma eru fjarlægðar og þar með fer sýningin á flug. Það eina sem eftir stendur er sandauðnin, veiki grunnurinn sem Helmer-hjónin hafa byggt líf sitt á og er nú ekkert annað en vígvöllur og útbíað brak. Þegar sviðið hefur verið berstrípað, líkt og Nóra sjálf, er ekkert eftir nema opið svöðusár og sársauki, skilningsleysi og reiði. Lokamyndin sem áhorfendur sjá ber með sér alla þá sérstöðu sem Dúkkuheimili hefur þegar Helmer-börnin þrjú kveikja veika von um betri og breytta tíð. Það er sjón að sjá.Niðurstaða: Stórbrotin og hugmyndarík sviðsetning þar sem Unnur Ösp er fremst í flokki firnasterks leikhóps undir frábærri leikstjórn Hörpu Arnardóttur. Gagnrýni Menning Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Leiklist Dúkkuheimili Borgarleikhúsið Leikarar: Unnur Ösp Stefánsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Þorsteinn Bachmann, Valur Freyr Einarsson, Arndís Hrönn Egilsdóttir, o.fl. Leikstjórn: Harpa Arnardóttir Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir Búningar: Filippía I. Elísdóttir Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Dramatúrgía: Hrafnhildur Hagalín Tónlist: Margrét Kristín Blöndal Hljóð: Garðar Borgþórsson Eftirvæntingin var áþreifanleg í anddyri Borgarleikhússins við frumsýningu á Dúkkuheimili eftir Henrik Ibsen í nýrri þýðingu Hrafnhildar Hagalín. Ný sviðsetning á þessu verki telst ávallt til mikilla tíðinda og urðu leikhúsgestir svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum í gær. Áður en lengra er haldið verður fyrst að nefna leikmyndina en hún er ekkert annað en stórvirki, bæði í hönnun og smíði. Ilmur Stefánsdóttir á mikið hrós skilið fyrir stílhreina og spennandi fagurfræði sem þjónar verkinu á nýstárlegan hátt og styður um leið við framvinduna. Búið er að tæma stóra svið Borgarleikhússins, galopna rýmið á öllum hliðum og þannig skapa svarthol sem myndar heim Nóru. Fyrir miðju, alveg frá fremstu brún sviðsins til dýpsta enda þess, er heimili Nóru og Þorvaldar afmarkað með rauðum sandi og ógnarmikil hurð gnæfir yfir minimalísku heimili þar sem hönnun og verðlag er mikilvægara en þægindi. Unnur Ösp Stefánsdóttir ber sýninguna á herðum sér í hlutverki hinnar aðþrengdu Nóru sem skakklappast í gylltum fötum og á háum hælum í sandinum sem ætlar hana að gleypa. Hún hreinlega ræður sér ekki fyrir gleði yfir nýju starfi Þorvaldar, sem leikinn er af Hilmi Snæ, og öllum þeim peningum sem eiga eftir að hrynja inn á bankareikning hans. Hún virðist vera alsæl yfir örlögum sínum sem stofustáss eiginmanns síns og leikstjóri barnanna sinna en hægt og bítandi byrjar sjálfsmyndin að brotna. Unnur Ösp tekur áhættu með Nóru og hikar ekki við að draga upp ýkta mynd af ástandi hennar og tilfinningalífi, allt frá barnslegri kæti til yfirþyrmandi örvæntingar. Samspil Unnar Aspar og Hilmis Snæs er á köflum nær óbærilegt á að horfa þar sem hann yfirgnæfir hana bæði líkamlega og tilfinningalega í þeirri vissu að hún sé hans eign á meðan hún reynir að bægja óhamingjunni frá. Hann spígsporar um kastalann sinn og dáist að sínu eigin lífi á meðan hún þegir. Stærsta synd Þorvaldar er ekki endilega grimmd heldur sjálfselska og skilningsleysi gagnvart lífi annarra. Það er sérstaklega undir lok verksins, þegar valdataflið snýst Nóru í vil, sem við sjáum þetta samspil blómstra. Þorsteinn Bachmann er virkilega góður í hlutverki hins niðurlægða og örvæntingarfulla Níels Krogstad sem sér þann kost vænstan að beita Nóru fjárkúgun til að endurheimta mannorð sitt. Hann nær góðu jafnvægi á milli hörkunnar sem hann sýnir Nóru og sorgarinnar sem hann felur. Arndís Hrönn er að sama skapi afgerandi í hlutverki Kristínar Linde, konunnar sem getur ekki hugsað sér að lifa fyrir sjálfa sig eina. Hún er jarðtengingin sem Nóru skortir og vinnur á eftir því sem líða tekur á sýninguna. Það eru einmitt þessi tvö sem eiga eitt skemmtilegasta og ljúfasta atriði kvöldsins þar sem gleðin og hláturinn nær loksins að brjótast í gegnum harðneskjulega tilvist þeirra. Einnig er Valur Freyr góður í hlutverki hins dauðvona Jens Rank og þá sérstaklega í senunum sem hann deilir með Unni Ösp. Öll umgjörð sýningarinnar er til fyrirmyndar, hvort sem það er tónlist Margrétar Kristínar, hljóðmynd Garðars eða búningar Filippíu sem á skilið sérstakt hrós fyrir magnaðan búning Nóru í seinni hluta sýningarinnar. En lýsing Björns Bergsteins stendur upp úr með myrkvuðum áherslum og einmanalegum eltiljósum þar sem hver tilfinning er undirstrikuð, þar sem hvergi er hægt að felast. Eini gallinn felst þó kannski í þýðingu Hrafnhildar sem er að mestu einstaklega góð en á köflum örlítið gamaldags og óþjál. Súrrealisminn svífur yfir sviðinu, reyndar sýningunni allri, og nær ákveðnum hápunkti eftir hlé. Ég tel að best sé að skrifa sem minnst um fyrsta atriðið eftir að tjöldin eru dregin frá í annað sinn, þegar Nóra dansar í nýja búningnum sínum undir stjórn Þorvaldar, en þetta er ein besta opnun sem sést hefur á þessu leikári. Þarna koma leikstjórnarhæfileikar Hörpu bersýnilega í ljós og skynbragð hennar á jafnvægi milli myndrænnar framsetningar og leikstíls er gríðarlega gott. Í rauninni tekur sýningin ákveðna stefnubreytingu eftir hlé þar sem allar vísbendingar um natúralisma eru fjarlægðar og þar með fer sýningin á flug. Það eina sem eftir stendur er sandauðnin, veiki grunnurinn sem Helmer-hjónin hafa byggt líf sitt á og er nú ekkert annað en vígvöllur og útbíað brak. Þegar sviðið hefur verið berstrípað, líkt og Nóra sjálf, er ekkert eftir nema opið svöðusár og sársauki, skilningsleysi og reiði. Lokamyndin sem áhorfendur sjá ber með sér alla þá sérstöðu sem Dúkkuheimili hefur þegar Helmer-börnin þrjú kveikja veika von um betri og breytta tíð. Það er sjón að sjá.Niðurstaða: Stórbrotin og hugmyndarík sviðsetning þar sem Unnur Ösp er fremst í flokki firnasterks leikhóps undir frábærri leikstjórn Hörpu Arnardóttur.
Gagnrýni Menning Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira