Ósamhverfar verðbreytingar olíu Stjórnarmaðurinn skrifar 7. janúar 2015 09:00 Jákvæð teikn eru á lofti á íslenskum hlutabréfamarkaði. Til að mynda hefur úrvalsvísitala kauphallarinnar hækkað um rúmlega 4% frá áramótum. Haft var eftir Daða Kristjánssyni, framkvæmdastjóra H.F. verðbréfa, að fjárfestar trúi því að markaðurinn eigi talsvert inni. Ýmsar ástæður séu þar að baki, þar á meðal lækkandi heimsmarkaðsverð á olíu. Árið 2014 fór verð á olíu hæst í 107 dollara í lok júní áður en við tók nánast óslitið lækkunarferli sem enn sér ekki fyrir endann á. Í dag kostar tunnan 53 dollara og hefur því lækkað um 50% á síðustu sex mánuðum. Hagur fyrirtækja, þar sem olía er stór hluti kostnaðar, hefur vænkast umtalsvert. Á þessum sex mánuðum hefur virði bréfa í Icelandair hækkað um 30% og HB Granda um 24%. Úti í heimi hafa bréf lággjaldaflugfélaganna Easyjet og RyanAir hækkað um 27% og 45% og FedEx hefur hækkað um 12%, svo dæmi séu nefnd. Að sama skapi hefur rekstur fyrirtækja, sem annaðhvort vinna og/eða selja olíu, þyngst. Exxon, eitt stærsta fyrirtæki heims, hefur tapað 12% af markaðsvirði sínu. Það skýtur því ansi skökku við að sjá verðþróun hlutabréfa í N1, en bréfin hafa hækkað um 43% yfir sama tímabil. Í heilbrigðu samkeppnisumhverfi á eldsneytismarkaði ætti verðþróun á olíu að skila sér að miklu leyti í breyttu verðlagi til neytenda. Það myndi hafa þau áhrif að jafnvel þótt innkaupsverð olíu lækki, myndi lækkun á útsöluverði eldsneytis, að öðru óbreyttu, valda rýrnun á framlegð og hagnaði. Það virðist þó ekki vera raunin. Ástæðan er mögulega sú að verðbreytingar á eldsneyti til íslenskra neytenda fylgja ekki heimsmarkaðsverði á olíu að öllu leyti. Auðvitað hafa gjöld, tollar og skattar þar áhrif, en einnig virðist verðlækkun á heimsmarkaðsverði á olíu skila sér hægar og síður inn í verðlag á eldsneyti til íslenskra neytenda en þegar um verðhækkanir er að ræða. Verðbreytingarnar eru ósamhverfar. Í þessu samhengi má benda á að á meðan olíuverð hefur lækkað um 50% hefur útsöluverð eldsneytis lækkað úr um það bil 250 krónum í 201, eða um tæp 20% – og er þar með talin lækkun efra þreps virðisaukaskatts úr 25,5% í 24%. Rekstur olíufélaganna á Íslandi gæti því vænkast umtalsvert ef olíuverð helst jafn lágt og það er nú. Fjárfestar virðast að minnsta kosti vera á þeirri skoðun.Tweets by @stjornarmadur Stjórnarmaðurinn Mest lesið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Framúrskarandi fyrirtæki Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Viðskipti innlent Vara við sósum sem geta sprungið Neytendur Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Jákvæð teikn eru á lofti á íslenskum hlutabréfamarkaði. Til að mynda hefur úrvalsvísitala kauphallarinnar hækkað um rúmlega 4% frá áramótum. Haft var eftir Daða Kristjánssyni, framkvæmdastjóra H.F. verðbréfa, að fjárfestar trúi því að markaðurinn eigi talsvert inni. Ýmsar ástæður séu þar að baki, þar á meðal lækkandi heimsmarkaðsverð á olíu. Árið 2014 fór verð á olíu hæst í 107 dollara í lok júní áður en við tók nánast óslitið lækkunarferli sem enn sér ekki fyrir endann á. Í dag kostar tunnan 53 dollara og hefur því lækkað um 50% á síðustu sex mánuðum. Hagur fyrirtækja, þar sem olía er stór hluti kostnaðar, hefur vænkast umtalsvert. Á þessum sex mánuðum hefur virði bréfa í Icelandair hækkað um 30% og HB Granda um 24%. Úti í heimi hafa bréf lággjaldaflugfélaganna Easyjet og RyanAir hækkað um 27% og 45% og FedEx hefur hækkað um 12%, svo dæmi séu nefnd. Að sama skapi hefur rekstur fyrirtækja, sem annaðhvort vinna og/eða selja olíu, þyngst. Exxon, eitt stærsta fyrirtæki heims, hefur tapað 12% af markaðsvirði sínu. Það skýtur því ansi skökku við að sjá verðþróun hlutabréfa í N1, en bréfin hafa hækkað um 43% yfir sama tímabil. Í heilbrigðu samkeppnisumhverfi á eldsneytismarkaði ætti verðþróun á olíu að skila sér að miklu leyti í breyttu verðlagi til neytenda. Það myndi hafa þau áhrif að jafnvel þótt innkaupsverð olíu lækki, myndi lækkun á útsöluverði eldsneytis, að öðru óbreyttu, valda rýrnun á framlegð og hagnaði. Það virðist þó ekki vera raunin. Ástæðan er mögulega sú að verðbreytingar á eldsneyti til íslenskra neytenda fylgja ekki heimsmarkaðsverði á olíu að öllu leyti. Auðvitað hafa gjöld, tollar og skattar þar áhrif, en einnig virðist verðlækkun á heimsmarkaðsverði á olíu skila sér hægar og síður inn í verðlag á eldsneyti til íslenskra neytenda en þegar um verðhækkanir er að ræða. Verðbreytingarnar eru ósamhverfar. Í þessu samhengi má benda á að á meðan olíuverð hefur lækkað um 50% hefur útsöluverð eldsneytis lækkað úr um það bil 250 krónum í 201, eða um tæp 20% – og er þar með talin lækkun efra þreps virðisaukaskatts úr 25,5% í 24%. Rekstur olíufélaganna á Íslandi gæti því vænkast umtalsvert ef olíuverð helst jafn lágt og það er nú. Fjárfestar virðast að minnsta kosti vera á þeirri skoðun.Tweets by @stjornarmadur
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Framúrskarandi fyrirtæki Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Viðskipti innlent Vara við sósum sem geta sprungið Neytendur Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur