Ef þær standa sig í kvöld þá gætu þær fengið farseðil í sólina Tóams Þór Þórðarson skrifar 14. janúar 2015 06:30 Glódís Perla Viggósdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir spiluðu báðar leikinn gegn Skotum 2012 og voru í A-liðinu 2013. Vísir/Stefán Ísland fær sjaldgæfan en vel þeginn vináttulandsleik fyrir U23 ára landslið kvenna í kvöld þegar liðið tekur á móti Póllandi í Kórnum í Kópavogi klukkan 18.00. Pólland mætir með A-landsliðið sitt þannig að um frábært verkefni fyrir stelpurnar er að ræða. Ísland spilaði sinn fyrsta U23 ára landsleik fyrir hálfu þriðja ári síðan þegar leikið var gegn Skotum ytra sumarið 2012. Næsta ár voru spilaðir þrír leikir en ekkert verkefni var fyrir liðið á síðasta ári. „Knattspyrnusamband Evrópu styrkir þennan aldurshóp svo lítið. Þess vegna eru svona fá verkefni. Ég er að taka pening af A-landsliðinu hjá mér fyrir þetta verkefni, en það verður auðvitað að eyða í framtíðina. Það þarf alltaf að hugsa þrjú ár fram í tímann. Ég þarf stelpur sem eiga að vera klárar fyrir undankeppnina 2017,“ segir Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari við Fréttablaðið.Fimm skiluðu sér Ekkert millistig er í kvennaknattspyrnunni eins og hjá strákunum á milli U19 ára liðsins og A-liðsins. Þegar stelpur eru orðnar tvítugar verða þær að vera klárar í A-landsliðið. „Sumum leikmönnum finnst of langt þarna á milli og það þarf fleiri verkefni til að undirbúa leikmenn betur,“ segir Freyr. Það má segja að U23 ára verkefni hafi reynst vel í fyrstu tilraun, en fimm leikmenn sem spiluðu fyrsta leikinn gegn Skotum árið 2012 voru á leikskýrslu í stórleiknum gegn Dönum í undankeppni HM 2015 síðasta sumar. Það eru þær Anna Björk Kristjánsdóttir, Arna Sif Ásgrímsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir og Elísa Viðarsdóttir. Dagný hafði verið viðloðandi landsliðið áður og allavega voru þær Glódís alltaf líklegar til að spila A-landsleik, en að fá að kynnast umhverfinu hjálpaði þeim mikið. „Hefðu þær fengið fleiri leiki hefðu þær verið enn betur undirbúnar. Það tekur alltaf tíma að aðlagast landsliðsumhverfi og landsleikjum. Fyrir mér er þetta mjög mikilvægt,“ segir Freyr.Notaði of marga leikmenn Landsliðsþjálfarinn hefur undirbúið leikinn vel, en hann valdi æfingahópa fyrst í lok síðasta árs sem lokahópurinn var svo valinn úr. „Ég ákvað að einbeita mér núna að þessum aldurshópi og þess vegna er ég búinn að sigta út þessa leikmenn. Ég spilaði á alltof mörgum leikmönnum í síðustu undankeppni því ég var að skoða leikmenn líka, en nú er það ekki í boði lengur. Því flýtti ég fyrir skoðunarferlinu með þessu,“ segir Freyr sem er spenntur fyrir leiknum og því sem stelpurnar ætla að sýna honum í leiknum gegn þeim pólsku í Kórnum í kvöld. „Það eru leikmenn þarna sem voru ekki innarlega á radarnum hjá mér sem hafa komið skemmtilega á óvart. Aftur á móti eru svo leikmenn í hærri gæðaflokki sem þurfa að sýna betri frammistöðu en þeir hafa gert undanfarið.“ Næsta stóra verkefni er hið sterka æfingamót á Algarve í mars þar sem Ísland mætir nokkrum af bestu liðum heims. Þær sem standa sig í Kórnum í kvöld gætu fengið farseðil í sólina. „Það er alveg mögulegt. Ég vonast í raun eftir því að leikmenn sýni þannig frammistöðu. Ég vil sjá leikmenn sem eru tilbúnir að taka þátt í næstu undankeppni. Nýliðunin á að vera það sterk að þarna eiga að koma fram þannig leikmenn,“ segir Freyr Alexandersson. Íslenski boltinn Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Fótbolti Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Sport Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Jon Dahl rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg | Strákarnir verða að vinna Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé Sjá meira
Ísland fær sjaldgæfan en vel þeginn vináttulandsleik fyrir U23 ára landslið kvenna í kvöld þegar liðið tekur á móti Póllandi í Kórnum í Kópavogi klukkan 18.00. Pólland mætir með A-landsliðið sitt þannig að um frábært verkefni fyrir stelpurnar er að ræða. Ísland spilaði sinn fyrsta U23 ára landsleik fyrir hálfu þriðja ári síðan þegar leikið var gegn Skotum ytra sumarið 2012. Næsta ár voru spilaðir þrír leikir en ekkert verkefni var fyrir liðið á síðasta ári. „Knattspyrnusamband Evrópu styrkir þennan aldurshóp svo lítið. Þess vegna eru svona fá verkefni. Ég er að taka pening af A-landsliðinu hjá mér fyrir þetta verkefni, en það verður auðvitað að eyða í framtíðina. Það þarf alltaf að hugsa þrjú ár fram í tímann. Ég þarf stelpur sem eiga að vera klárar fyrir undankeppnina 2017,“ segir Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari við Fréttablaðið.Fimm skiluðu sér Ekkert millistig er í kvennaknattspyrnunni eins og hjá strákunum á milli U19 ára liðsins og A-liðsins. Þegar stelpur eru orðnar tvítugar verða þær að vera klárar í A-landsliðið. „Sumum leikmönnum finnst of langt þarna á milli og það þarf fleiri verkefni til að undirbúa leikmenn betur,“ segir Freyr. Það má segja að U23 ára verkefni hafi reynst vel í fyrstu tilraun, en fimm leikmenn sem spiluðu fyrsta leikinn gegn Skotum árið 2012 voru á leikskýrslu í stórleiknum gegn Dönum í undankeppni HM 2015 síðasta sumar. Það eru þær Anna Björk Kristjánsdóttir, Arna Sif Ásgrímsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir og Elísa Viðarsdóttir. Dagný hafði verið viðloðandi landsliðið áður og allavega voru þær Glódís alltaf líklegar til að spila A-landsleik, en að fá að kynnast umhverfinu hjálpaði þeim mikið. „Hefðu þær fengið fleiri leiki hefðu þær verið enn betur undirbúnar. Það tekur alltaf tíma að aðlagast landsliðsumhverfi og landsleikjum. Fyrir mér er þetta mjög mikilvægt,“ segir Freyr.Notaði of marga leikmenn Landsliðsþjálfarinn hefur undirbúið leikinn vel, en hann valdi æfingahópa fyrst í lok síðasta árs sem lokahópurinn var svo valinn úr. „Ég ákvað að einbeita mér núna að þessum aldurshópi og þess vegna er ég búinn að sigta út þessa leikmenn. Ég spilaði á alltof mörgum leikmönnum í síðustu undankeppni því ég var að skoða leikmenn líka, en nú er það ekki í boði lengur. Því flýtti ég fyrir skoðunarferlinu með þessu,“ segir Freyr sem er spenntur fyrir leiknum og því sem stelpurnar ætla að sýna honum í leiknum gegn þeim pólsku í Kórnum í kvöld. „Það eru leikmenn þarna sem voru ekki innarlega á radarnum hjá mér sem hafa komið skemmtilega á óvart. Aftur á móti eru svo leikmenn í hærri gæðaflokki sem þurfa að sýna betri frammistöðu en þeir hafa gert undanfarið.“ Næsta stóra verkefni er hið sterka æfingamót á Algarve í mars þar sem Ísland mætir nokkrum af bestu liðum heims. Þær sem standa sig í Kórnum í kvöld gætu fengið farseðil í sólina. „Það er alveg mögulegt. Ég vonast í raun eftir því að leikmenn sýni þannig frammistöðu. Ég vil sjá leikmenn sem eru tilbúnir að taka þátt í næstu undankeppni. Nýliðunin á að vera það sterk að þarna eiga að koma fram þannig leikmenn,“ segir Freyr Alexandersson.
Íslenski boltinn Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Fótbolti Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Sport Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Jon Dahl rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg | Strákarnir verða að vinna Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé Sjá meira