Hannes í lágflugi Stjónarmaðurinn skrifar 14. janúar 2015 09:00 Ein frétt hefur flogið undir radar í fjölmiðlum undanfarna viku, og það eru kaup kínverska líftæknifyrirtækisins WuXi Pharmatech á Nextcode Health. Uppgefið kaupverð er 65 milljónir Bandaríkjadala eða réttir 8,5 milljarðar króna. NextCode var stofnað árið 2013 og starfar á grundvelli leyfis til að vinna úr upplýsingum sem DeCode hefur safnað gegnum árin um gen og erfðir Íslendinga. NextCode hefur komið þessum upplýsingum á nýtilegt form og selur aðgang til lækna og stofnana sem nota þær við sjúkdómsgreiningar og lækningar. Nextcode er með sína meginstarfstöð í Cambridge, Massachussetts en er einnig með starfsemi á Íslandi, og því ljóst að þótt kaupverðið flæði ekki inn til landsins, þá ættu styrkari stoðir félagsins að vera góð tíðindi fyrir íslenskt efnahagslíf. Það er frétt út af fyrir sig, þótt megintíðindin séu vafalaust þau að íslenskum athafnamönnum hafi tekist að skapa slík verðmæti á tæplega tveimur árum. Hvers vegna skyldi þetta hafa farið svo hljótt, og þá sérstaklega núna þegar allt sem kalla má nýsköpun virðist eiga sérstaklega upp á pallborðið á Íslandi? Til samanburðar má nefna að kaupverðið er ríflega fimmfalt það sem Qlik reiddi fram fyrir Datamarket, en þau viðskipti þóttu nægjanlega merkileg til að teljast viðskipti ársins í ágætu viðskiptablaði hér í borg. Kannski er ástæðan sú að annar stofnenda félagsins er enginn annar en Hannes Smárason. Er ekki leyfilegt að hrósa mönnum fyrir það sem vel er gert nú tæpum sjö árum eftir hrun? Stjórnarmaðurinn reynir nú að halda sig við efnið í pistlum sínum. Erfitt er þó að minnast ekki á skróp forsætisráðherra í samstöðugöngunni í París. Fyrir það fyrsta verður að teljast dapurt að sýna ekki samhug og samstöðu við svo ægilegt tilefni. Hitt er svo að forsætisráðherra, eða annar fulltrúi þjóðarinnar, nýti ekki tækifærið til að komast í návígi við alla helstu þjóðarleiðtoga í Evrópu. Þarna voru til að mynda auk Frakklandsforseta allir forsætisráðherrar Norðurlandanna, David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, og Angela Merkel Þýskalandskanslari. Það er nú ekki á hverjum degi sem íslenskir ráðamenn fá tækifæri til að komast í návígi við fólk sem þetta, og ræða við það sem jafningja. Er það ekki akkúrat við svona tilefni sem lítil þjóð getur látið rödd sína heyrast? Stjórnarmanninn hefur reyndar lengi grunað að ráðherrar Framsóknar séu ekki til útflutnings. Þarna fékkst það staðfest. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Viðskipti innlent Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Sjá meira
Ein frétt hefur flogið undir radar í fjölmiðlum undanfarna viku, og það eru kaup kínverska líftæknifyrirtækisins WuXi Pharmatech á Nextcode Health. Uppgefið kaupverð er 65 milljónir Bandaríkjadala eða réttir 8,5 milljarðar króna. NextCode var stofnað árið 2013 og starfar á grundvelli leyfis til að vinna úr upplýsingum sem DeCode hefur safnað gegnum árin um gen og erfðir Íslendinga. NextCode hefur komið þessum upplýsingum á nýtilegt form og selur aðgang til lækna og stofnana sem nota þær við sjúkdómsgreiningar og lækningar. Nextcode er með sína meginstarfstöð í Cambridge, Massachussetts en er einnig með starfsemi á Íslandi, og því ljóst að þótt kaupverðið flæði ekki inn til landsins, þá ættu styrkari stoðir félagsins að vera góð tíðindi fyrir íslenskt efnahagslíf. Það er frétt út af fyrir sig, þótt megintíðindin séu vafalaust þau að íslenskum athafnamönnum hafi tekist að skapa slík verðmæti á tæplega tveimur árum. Hvers vegna skyldi þetta hafa farið svo hljótt, og þá sérstaklega núna þegar allt sem kalla má nýsköpun virðist eiga sérstaklega upp á pallborðið á Íslandi? Til samanburðar má nefna að kaupverðið er ríflega fimmfalt það sem Qlik reiddi fram fyrir Datamarket, en þau viðskipti þóttu nægjanlega merkileg til að teljast viðskipti ársins í ágætu viðskiptablaði hér í borg. Kannski er ástæðan sú að annar stofnenda félagsins er enginn annar en Hannes Smárason. Er ekki leyfilegt að hrósa mönnum fyrir það sem vel er gert nú tæpum sjö árum eftir hrun? Stjórnarmaðurinn reynir nú að halda sig við efnið í pistlum sínum. Erfitt er þó að minnast ekki á skróp forsætisráðherra í samstöðugöngunni í París. Fyrir það fyrsta verður að teljast dapurt að sýna ekki samhug og samstöðu við svo ægilegt tilefni. Hitt er svo að forsætisráðherra, eða annar fulltrúi þjóðarinnar, nýti ekki tækifærið til að komast í návígi við alla helstu þjóðarleiðtoga í Evrópu. Þarna voru til að mynda auk Frakklandsforseta allir forsætisráðherrar Norðurlandanna, David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, og Angela Merkel Þýskalandskanslari. Það er nú ekki á hverjum degi sem íslenskir ráðamenn fá tækifæri til að komast í návígi við fólk sem þetta, og ræða við það sem jafningja. Er það ekki akkúrat við svona tilefni sem lítil þjóð getur látið rödd sína heyrast? Stjórnarmanninn hefur reyndar lengi grunað að ráðherrar Framsóknar séu ekki til útflutnings. Þarna fékkst það staðfest.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Viðskipti innlent Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Sjá meira