Hannes í lágflugi Stjónarmaðurinn skrifar 14. janúar 2015 09:00 Ein frétt hefur flogið undir radar í fjölmiðlum undanfarna viku, og það eru kaup kínverska líftæknifyrirtækisins WuXi Pharmatech á Nextcode Health. Uppgefið kaupverð er 65 milljónir Bandaríkjadala eða réttir 8,5 milljarðar króna. NextCode var stofnað árið 2013 og starfar á grundvelli leyfis til að vinna úr upplýsingum sem DeCode hefur safnað gegnum árin um gen og erfðir Íslendinga. NextCode hefur komið þessum upplýsingum á nýtilegt form og selur aðgang til lækna og stofnana sem nota þær við sjúkdómsgreiningar og lækningar. Nextcode er með sína meginstarfstöð í Cambridge, Massachussetts en er einnig með starfsemi á Íslandi, og því ljóst að þótt kaupverðið flæði ekki inn til landsins, þá ættu styrkari stoðir félagsins að vera góð tíðindi fyrir íslenskt efnahagslíf. Það er frétt út af fyrir sig, þótt megintíðindin séu vafalaust þau að íslenskum athafnamönnum hafi tekist að skapa slík verðmæti á tæplega tveimur árum. Hvers vegna skyldi þetta hafa farið svo hljótt, og þá sérstaklega núna þegar allt sem kalla má nýsköpun virðist eiga sérstaklega upp á pallborðið á Íslandi? Til samanburðar má nefna að kaupverðið er ríflega fimmfalt það sem Qlik reiddi fram fyrir Datamarket, en þau viðskipti þóttu nægjanlega merkileg til að teljast viðskipti ársins í ágætu viðskiptablaði hér í borg. Kannski er ástæðan sú að annar stofnenda félagsins er enginn annar en Hannes Smárason. Er ekki leyfilegt að hrósa mönnum fyrir það sem vel er gert nú tæpum sjö árum eftir hrun? Stjórnarmaðurinn reynir nú að halda sig við efnið í pistlum sínum. Erfitt er þó að minnast ekki á skróp forsætisráðherra í samstöðugöngunni í París. Fyrir það fyrsta verður að teljast dapurt að sýna ekki samhug og samstöðu við svo ægilegt tilefni. Hitt er svo að forsætisráðherra, eða annar fulltrúi þjóðarinnar, nýti ekki tækifærið til að komast í návígi við alla helstu þjóðarleiðtoga í Evrópu. Þarna voru til að mynda auk Frakklandsforseta allir forsætisráðherrar Norðurlandanna, David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, og Angela Merkel Þýskalandskanslari. Það er nú ekki á hverjum degi sem íslenskir ráðamenn fá tækifæri til að komast í návígi við fólk sem þetta, og ræða við það sem jafningja. Er það ekki akkúrat við svona tilefni sem lítil þjóð getur látið rödd sína heyrast? Stjórnarmanninn hefur reyndar lengi grunað að ráðherrar Framsóknar séu ekki til útflutnings. Þarna fékkst það staðfest. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Framúrskarandi fyrirtæki Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Viðskipti innlent Vara við sósum sem geta sprungið Neytendur Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Ein frétt hefur flogið undir radar í fjölmiðlum undanfarna viku, og það eru kaup kínverska líftæknifyrirtækisins WuXi Pharmatech á Nextcode Health. Uppgefið kaupverð er 65 milljónir Bandaríkjadala eða réttir 8,5 milljarðar króna. NextCode var stofnað árið 2013 og starfar á grundvelli leyfis til að vinna úr upplýsingum sem DeCode hefur safnað gegnum árin um gen og erfðir Íslendinga. NextCode hefur komið þessum upplýsingum á nýtilegt form og selur aðgang til lækna og stofnana sem nota þær við sjúkdómsgreiningar og lækningar. Nextcode er með sína meginstarfstöð í Cambridge, Massachussetts en er einnig með starfsemi á Íslandi, og því ljóst að þótt kaupverðið flæði ekki inn til landsins, þá ættu styrkari stoðir félagsins að vera góð tíðindi fyrir íslenskt efnahagslíf. Það er frétt út af fyrir sig, þótt megintíðindin séu vafalaust þau að íslenskum athafnamönnum hafi tekist að skapa slík verðmæti á tæplega tveimur árum. Hvers vegna skyldi þetta hafa farið svo hljótt, og þá sérstaklega núna þegar allt sem kalla má nýsköpun virðist eiga sérstaklega upp á pallborðið á Íslandi? Til samanburðar má nefna að kaupverðið er ríflega fimmfalt það sem Qlik reiddi fram fyrir Datamarket, en þau viðskipti þóttu nægjanlega merkileg til að teljast viðskipti ársins í ágætu viðskiptablaði hér í borg. Kannski er ástæðan sú að annar stofnenda félagsins er enginn annar en Hannes Smárason. Er ekki leyfilegt að hrósa mönnum fyrir það sem vel er gert nú tæpum sjö árum eftir hrun? Stjórnarmaðurinn reynir nú að halda sig við efnið í pistlum sínum. Erfitt er þó að minnast ekki á skróp forsætisráðherra í samstöðugöngunni í París. Fyrir það fyrsta verður að teljast dapurt að sýna ekki samhug og samstöðu við svo ægilegt tilefni. Hitt er svo að forsætisráðherra, eða annar fulltrúi þjóðarinnar, nýti ekki tækifærið til að komast í návígi við alla helstu þjóðarleiðtoga í Evrópu. Þarna voru til að mynda auk Frakklandsforseta allir forsætisráðherrar Norðurlandanna, David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, og Angela Merkel Þýskalandskanslari. Það er nú ekki á hverjum degi sem íslenskir ráðamenn fá tækifæri til að komast í návígi við fólk sem þetta, og ræða við það sem jafningja. Er það ekki akkúrat við svona tilefni sem lítil þjóð getur látið rödd sína heyrast? Stjórnarmanninn hefur reyndar lengi grunað að ráðherrar Framsóknar séu ekki til útflutnings. Þarna fékkst það staðfest.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Framúrskarandi fyrirtæki Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Viðskipti innlent Vara við sósum sem geta sprungið Neytendur Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur