Rómantískar perlur frá ýmsum tímum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. janúar 2015 14:00 Söngkonurnar tíu í Boudoir, ásamt þeim Ian Wilkinson vinstra megin, Arnhildi Valgarðsdóttur í miðjunni og Julian Hewlett til hægri. „Þetta er í fyrsta skipti sem við höldum tónleika með þessu sniði. Hingað til höfum við bara verið í klassíkinni en nú tökum við vinsælar dægurlagaperlur allt frá árunum 1950-60 til dagsins í dag,“ segir Kristín R. Sigurðardóttir um tónleikana Rómó á Rósenberg sem verða á Café Rósenberg annað kvöld, föstudaginn 16. janúar, klukkan 22. Hún nefnir víðfræg lög eins og Crazy, Saving all my love for you, My heart will go on og Bæn mín eina er. „Við stingum inn einu og einu klassísku, sem kannski töldust til dægurlaga á sínum tíma, en hafa nú klassískt yfirbragð, eins og Volare! Svo erum við með lög úr söngleikjum, til dæmis úr Vesalingunum.“ Kristín er ein kvennanna í sönghópnum Boudoir sem allar eiga það sameiginlegt að vera sönglærðar og flestar starfandi söng- eða tónlistarkonur. Julian Hewlett stjórnar hópnum og leikur líka á hljómborð, auk hans leika Ian Wilkinson á básúnu, barítonhorn og túbu, Steina Ólafsdóttir saxófónleikari og Arnhildur Valgarðsdóttir klarínettuleikari sem syngur líka með sönghópnum inn á milli. Einsöngvarar á tónleikunum eru Erla Berglind Einarsdóttir, Vilborg Birna Helgadóttir, Bryndís Guðnadóttir, Ragnhildur Þórhallsdóttir, Ian Wilkinson, Rós Ingadóttir og Kristín R. Sigurðardóttir. Miðar eru seldir á Café Rosenberg að Klapparstíg 27, eftir klukkan 15 á daginn. Miðaverð er 2.500 en 4.000 krónur kostar fyrir pör. Menning Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið Fleiri fréttir Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Þetta er í fyrsta skipti sem við höldum tónleika með þessu sniði. Hingað til höfum við bara verið í klassíkinni en nú tökum við vinsælar dægurlagaperlur allt frá árunum 1950-60 til dagsins í dag,“ segir Kristín R. Sigurðardóttir um tónleikana Rómó á Rósenberg sem verða á Café Rósenberg annað kvöld, föstudaginn 16. janúar, klukkan 22. Hún nefnir víðfræg lög eins og Crazy, Saving all my love for you, My heart will go on og Bæn mín eina er. „Við stingum inn einu og einu klassísku, sem kannski töldust til dægurlaga á sínum tíma, en hafa nú klassískt yfirbragð, eins og Volare! Svo erum við með lög úr söngleikjum, til dæmis úr Vesalingunum.“ Kristín er ein kvennanna í sönghópnum Boudoir sem allar eiga það sameiginlegt að vera sönglærðar og flestar starfandi söng- eða tónlistarkonur. Julian Hewlett stjórnar hópnum og leikur líka á hljómborð, auk hans leika Ian Wilkinson á básúnu, barítonhorn og túbu, Steina Ólafsdóttir saxófónleikari og Arnhildur Valgarðsdóttir klarínettuleikari sem syngur líka með sönghópnum inn á milli. Einsöngvarar á tónleikunum eru Erla Berglind Einarsdóttir, Vilborg Birna Helgadóttir, Bryndís Guðnadóttir, Ragnhildur Þórhallsdóttir, Ian Wilkinson, Rós Ingadóttir og Kristín R. Sigurðardóttir. Miðar eru seldir á Café Rosenberg að Klapparstíg 27, eftir klukkan 15 á daginn. Miðaverð er 2.500 en 4.000 krónur kostar fyrir pör.
Menning Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið Fleiri fréttir Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira