Fáum nýja unnendur óperutónlistar Magnús Guðmundsson skrifar 19. janúar 2015 13:30 Þessi tónlist er ákaflega aðgengileg og rómantísk, segir Antonia Hevesi píanóleikari. Vísir/Anton Brink Rússnesk rómantík er yfirskrift efnisskrár fyrstu hádegistónleika ársins hjá Íslensku óperunni. Stefán Baldursson óperustjóri segir að hér sé á ferðinni sérstaklega vel heppnað og skemmtilegt samvinnuverkefni á milli óperunnar og Hörpunnar. „Hádegistónleikarnir byrjuðu á sínum tíma í óperunni þegar hún var enn í Gamla bíói en varð svo að meira samvinnuverkefni eftir að við fluttum í Hörpuna. Þarna gefst okkur tækifæri til þess að vera með bæði reynda söngvara sem ungar vonarstjörnur og það finnst okkur sérstaklega skemmtilegt.“ Efnisskráin á hádegistónleikum er fjölbreytt yfir veturinn og auk þess koma fram söngvarar úr ýmsum áttum. Antonia Hevesi hefur verið undirleikari á öllum nema tvennum tónleikanna í Hörpunni og hún segir að þetta sé sérstaklega skemmtilegt tækifæri fyrir fólk til þess að kynnast lifandi óperutónlist. „Þessir tónleikar eru ákaflega aðgengilegir fyrir alla og ekki aðeins vegna þess að það er frítt inn. Tónleikagestir fá útprentað blað með upplýsingum um það sem er á efnisskránni og svo segja söngvararnir venjulega aðeins frá hverri aríu fyrir sig. Það er fínt fyrir þá sem eru að byrja að taka svo með sér reynsluna og upplýsingarnar heim og halda áfram að hlusta þar. Þessi tónleikaröð er því einkar hentug fyrir þá sem vilja kynna sér óperutónlist og að sjálfsögðu líka þá sem eru þegar forfallnir óperuaðdáendur. Okkur finnst alltaf sérstaklega gaman að sjá þegar við erum að fá nýja og áhugasama áhorfendur.“ Á tónleikunum á morgun koma fram mezzósópransöngkonan Nathalía Druzin Halldórsdóttir og tenórsöngvarinn Egill Árni ásamt píanóleikaranum Antoniu Hevesi. Bæði Nathalía og Egill hafa hlotið verðlaun og viðurkenningar fyrir söng sinn og hafa komið víða fram bæði hérlendis og erlendis. Á efnisskránni að þessu sinni eru aríur eftir Nikolai Rimsky Korsakov og Pjotr Iljits Tsjækovski auk Sisa tura, vögguljóðs frá Georgíu. Tónleikarnir fara fram í Norðurljósum í Hörpu þriðjudaginn 20. janúar kl. 12.15 og er aðgangur ókeypis. Menning Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið Fleiri fréttir Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Rússnesk rómantík er yfirskrift efnisskrár fyrstu hádegistónleika ársins hjá Íslensku óperunni. Stefán Baldursson óperustjóri segir að hér sé á ferðinni sérstaklega vel heppnað og skemmtilegt samvinnuverkefni á milli óperunnar og Hörpunnar. „Hádegistónleikarnir byrjuðu á sínum tíma í óperunni þegar hún var enn í Gamla bíói en varð svo að meira samvinnuverkefni eftir að við fluttum í Hörpuna. Þarna gefst okkur tækifæri til þess að vera með bæði reynda söngvara sem ungar vonarstjörnur og það finnst okkur sérstaklega skemmtilegt.“ Efnisskráin á hádegistónleikum er fjölbreytt yfir veturinn og auk þess koma fram söngvarar úr ýmsum áttum. Antonia Hevesi hefur verið undirleikari á öllum nema tvennum tónleikanna í Hörpunni og hún segir að þetta sé sérstaklega skemmtilegt tækifæri fyrir fólk til þess að kynnast lifandi óperutónlist. „Þessir tónleikar eru ákaflega aðgengilegir fyrir alla og ekki aðeins vegna þess að það er frítt inn. Tónleikagestir fá útprentað blað með upplýsingum um það sem er á efnisskránni og svo segja söngvararnir venjulega aðeins frá hverri aríu fyrir sig. Það er fínt fyrir þá sem eru að byrja að taka svo með sér reynsluna og upplýsingarnar heim og halda áfram að hlusta þar. Þessi tónleikaröð er því einkar hentug fyrir þá sem vilja kynna sér óperutónlist og að sjálfsögðu líka þá sem eru þegar forfallnir óperuaðdáendur. Okkur finnst alltaf sérstaklega gaman að sjá þegar við erum að fá nýja og áhugasama áhorfendur.“ Á tónleikunum á morgun koma fram mezzósópransöngkonan Nathalía Druzin Halldórsdóttir og tenórsöngvarinn Egill Árni ásamt píanóleikaranum Antoniu Hevesi. Bæði Nathalía og Egill hafa hlotið verðlaun og viðurkenningar fyrir söng sinn og hafa komið víða fram bæði hérlendis og erlendis. Á efnisskránni að þessu sinni eru aríur eftir Nikolai Rimsky Korsakov og Pjotr Iljits Tsjækovski auk Sisa tura, vögguljóðs frá Georgíu. Tónleikarnir fara fram í Norðurljósum í Hörpu þriðjudaginn 20. janúar kl. 12.15 og er aðgangur ókeypis.
Menning Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið Fleiri fréttir Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira