Ljósmyndaverkin mín eru langt á undan mér og minni hugsun Magnús Guðmundsson skrifar 21. janúar 2015 13:00 Hrafnkell Sigurðsson segir rætur sínar liggja í landslaginu. Vísir/Pjetur „Bókin er í öfugri tímaröð vegna þess að það var rétt að hafa hana þannig. Að byrja á því sem er manni næst, en enda á því sem er manni fjærst,“ segir Hrafnkell Sigurðsson myndlistarmaður um bókina Lucid sem kom út hjá Crymogeu á síðasta ári og hefur að geyma heildstætt yfirlit yfir ljósmyndaverk Hrafnkels. Í tengslum við bókina stendur nú yfir sýning í húsnæði Arion banka í Borgartúni. Hrafnkell var fyrst um sinn eilítið efins um að vera með svo stóra sýningu í banka. „Eftir að hafa skoðað húsnæðið þá fannst mér þetta smellpassa. Ég var að dragnast með smá fordóma en þeir hurfu sem betur fer strax. Þetta á ekki að snúast um mig heldur verkin.“ Hrafnkell var í gamla Myndlista- og handíðaskólanum árin 1982–86 og þaðan lá leiðin til Hollands í framhaldsnám. Fyrsta einkasýning hans var þó í hinu víðfræga Slúnkaríki á Ísafirði en mikill heiður þótti fyrir ungan listamann að sýna þar á þessum árum. Það var þó ekki í faðmi vestfirskra fjalla sem landslagið varð að leiðarljósi í verkum Hrafnkels.„Í Hollandi uppgötvaði ég landslagið í póstkortum og fundnum myndum. Kannski hefur það snúist um söknuð að einhverju leyti án þess að ég gerði mér endilega grein fyrir því. Ég held að það sé ákaflega mikilvægt að fara frá litla Íslandi um einhvern tíma, sakna þess og skynja aðeins betur stærð heimsins. Í Hollandi byrjaði ég að leika mér með landslagshefðina og hef gert það síðan. Ég mun líka gera það áfram vegna þess að rætur mínar eru í landslaginu og verkin mín leita þangað.“ Landslagið er alltaf til staðar með einum eða öðrum hætti og samband manns og náttúru óneitanlega leiðarþráður í gegnum feril Hrafnkels. Í elstu myndum bókarinnar gefur að líta speglað landslag í einkar fallegum myndum sem gefa óneitanlega tóninn. Þaðan fara verkin yfir í klippt landslag, áfram yfir í áhrifaríka snjóruðninga sem mynda fjöll innan borgarinnar. „Fyrir mér voru snjófjöllin ákveðin tímamótaverk. Þetta eru fyrstu óunnu ljósmyndirnar, sem sagt óklipptar og teknar af mér og o.s.frv. en þær eru þó mismeðhöndlaðar. Í næstu seríu koma svo tjöldin inn og þar með hið mannlega. Hið mannlega í náttúrunni og líkaminn hefur verið rauður þráður síðan þá. Ég treysti því að það sé heilsteypt hugsun í því sem ég geri og það er boðskapurinn.“ Þessi þróun virðist halda áfram í verkum Hrafnkels því með innkomu mannsins í verk hans birtast fjöllin í borginni í snjóruðningum sem eru að bráðna í vorsólinni á Selfossi.„Það má segja að þarna hafi ég verið búinn að fara í gegnum bæði fjöll í bænum og bæ í fjallinu. Að loknum þessum tíma var ég talsvert í London og þar fer ég að horfa á ruslið. Fram að því hafði allt verið ideal en með ruslinu kemur ákveðið myrkur en um leið meira jafnvægi. Þegar ég byrjaði á ruslinu þá gerðist eitthvað. Það opnaðist fyrir ákveðnar rásir og skynjun og inn kom meiri líkami. Meiri skrokkur. Það birtist svo í sjóstakkaseríunni. Þannig er alltaf ákveðin framvinda. Málið er að undir niðri er maður, maður sjálfur, og því kemur ekkert annað en ég. Verkin mín koma mér oft á óvart og taka völdin. Ég vinn og hugsa; hvað er þetta og af hverju? Þannig eru verkin langt á undan sjálfum mér og minni hugsun. Þetta er vald sköpunarinnar umfram hina rökrænu hugsun.“ Gríðarleg vinna virðist oft liggja að baki verkum Hrafnkels sem búa þó yfir einhverjum ómótstæðilegum, tærum einfaldleika. Þannig er til að mynda með nýjustu seríuna revelation (afhjúpun/opinberun). „Ég neyddist til þess að læra að kafa til þess að taka þessar myndir. Hafði aldrei fiktað við köfun áður en þetta er tekið á 10 metra dýpi í íslensku stöðuvatni og þá er vissara að vita hvað maður er að gera.“ Menning Mest lesið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Dagur og Ingunn hætt saman Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Bókin er í öfugri tímaröð vegna þess að það var rétt að hafa hana þannig. Að byrja á því sem er manni næst, en enda á því sem er manni fjærst,“ segir Hrafnkell Sigurðsson myndlistarmaður um bókina Lucid sem kom út hjá Crymogeu á síðasta ári og hefur að geyma heildstætt yfirlit yfir ljósmyndaverk Hrafnkels. Í tengslum við bókina stendur nú yfir sýning í húsnæði Arion banka í Borgartúni. Hrafnkell var fyrst um sinn eilítið efins um að vera með svo stóra sýningu í banka. „Eftir að hafa skoðað húsnæðið þá fannst mér þetta smellpassa. Ég var að dragnast með smá fordóma en þeir hurfu sem betur fer strax. Þetta á ekki að snúast um mig heldur verkin.“ Hrafnkell var í gamla Myndlista- og handíðaskólanum árin 1982–86 og þaðan lá leiðin til Hollands í framhaldsnám. Fyrsta einkasýning hans var þó í hinu víðfræga Slúnkaríki á Ísafirði en mikill heiður þótti fyrir ungan listamann að sýna þar á þessum árum. Það var þó ekki í faðmi vestfirskra fjalla sem landslagið varð að leiðarljósi í verkum Hrafnkels.„Í Hollandi uppgötvaði ég landslagið í póstkortum og fundnum myndum. Kannski hefur það snúist um söknuð að einhverju leyti án þess að ég gerði mér endilega grein fyrir því. Ég held að það sé ákaflega mikilvægt að fara frá litla Íslandi um einhvern tíma, sakna þess og skynja aðeins betur stærð heimsins. Í Hollandi byrjaði ég að leika mér með landslagshefðina og hef gert það síðan. Ég mun líka gera það áfram vegna þess að rætur mínar eru í landslaginu og verkin mín leita þangað.“ Landslagið er alltaf til staðar með einum eða öðrum hætti og samband manns og náttúru óneitanlega leiðarþráður í gegnum feril Hrafnkels. Í elstu myndum bókarinnar gefur að líta speglað landslag í einkar fallegum myndum sem gefa óneitanlega tóninn. Þaðan fara verkin yfir í klippt landslag, áfram yfir í áhrifaríka snjóruðninga sem mynda fjöll innan borgarinnar. „Fyrir mér voru snjófjöllin ákveðin tímamótaverk. Þetta eru fyrstu óunnu ljósmyndirnar, sem sagt óklipptar og teknar af mér og o.s.frv. en þær eru þó mismeðhöndlaðar. Í næstu seríu koma svo tjöldin inn og þar með hið mannlega. Hið mannlega í náttúrunni og líkaminn hefur verið rauður þráður síðan þá. Ég treysti því að það sé heilsteypt hugsun í því sem ég geri og það er boðskapurinn.“ Þessi þróun virðist halda áfram í verkum Hrafnkels því með innkomu mannsins í verk hans birtast fjöllin í borginni í snjóruðningum sem eru að bráðna í vorsólinni á Selfossi.„Það má segja að þarna hafi ég verið búinn að fara í gegnum bæði fjöll í bænum og bæ í fjallinu. Að loknum þessum tíma var ég talsvert í London og þar fer ég að horfa á ruslið. Fram að því hafði allt verið ideal en með ruslinu kemur ákveðið myrkur en um leið meira jafnvægi. Þegar ég byrjaði á ruslinu þá gerðist eitthvað. Það opnaðist fyrir ákveðnar rásir og skynjun og inn kom meiri líkami. Meiri skrokkur. Það birtist svo í sjóstakkaseríunni. Þannig er alltaf ákveðin framvinda. Málið er að undir niðri er maður, maður sjálfur, og því kemur ekkert annað en ég. Verkin mín koma mér oft á óvart og taka völdin. Ég vinn og hugsa; hvað er þetta og af hverju? Þannig eru verkin langt á undan sjálfum mér og minni hugsun. Þetta er vald sköpunarinnar umfram hina rökrænu hugsun.“ Gríðarleg vinna virðist oft liggja að baki verkum Hrafnkels sem búa þó yfir einhverjum ómótstæðilegum, tærum einfaldleika. Þannig er til að mynda með nýjustu seríuna revelation (afhjúpun/opinberun). „Ég neyddist til þess að læra að kafa til þess að taka þessar myndir. Hafði aldrei fiktað við köfun áður en þetta er tekið á 10 metra dýpi í íslensku stöðuvatni og þá er vissara að vita hvað maður er að gera.“
Menning Mest lesið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Dagur og Ingunn hætt saman Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira