Sjálfala bankakerfi hamlar uppbyggingu Skjóðan skrifar 21. janúar 2015 13:00 Vísir Það vakti athygli á dögunum, skömmu eftir að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands lækkaði stýrivexti bankans sem notaðir eru á innlán viðskiptabanka í Seðlabankanum, að Arion banki skyldi tilkynna hækkun á nafnvöxtum verðtryggðra útlána. Hækkunin nam hálfu prósentustigi sem er á bilinu 11-13 prósenta hækkun. Innlánsvextir hækkuðu ekki og því jók bankinn vaxtamun sinn. Íslenskir bankar hafa lengi legið undir ámæli fyrir að selja þjónustu sína dýrt. Vaxtamunur er mun hærri en þekkist í nágrannalöndum og raunvextir hafa um árabil verið margfaldir þegar borið er saman við önnur lönd í okkar heimshluta. Við þetta bætist að bankarnir hafa á undanförnum árum og misserum stórhækkað þjónustugjöld sín auk þess sem dregið hefur verið úr þjónustu og útibúum fækkað. Fjármagnskostnaður íslenskra fyrirtækja er margfaldur þegar horft er til alþjóðlegs samanburðar. Þetta dregur úr samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja og íslenska hagkerfisins í heild. Hár fjármagnskostnaður stendur í vegi fyrir nauðsynlegum fjárfestingum og uppbyggingu. Fyrir vikið nær íslenskt atvinnulíf ekki að skapa nægilega mörg störf. Alkunna er að atvinnuleysi hér á landi er dulbúið með ýmsum hætti. Opinberar atvinnuleysistölur segja aðeins hluta sögunnar. Fjöldi Íslendinga hefur á undanförnum árum horfið af vinnumarkaði. Margir hafa flutt úr landi en aðrir hafa hrökklast af atvinnuleysisbótum yfir á forsjá sveitarfélaga. Þúsundir eru skráðir öryrkjar. Ónóg fjárfesting og vanmáttug atvinnusköpun skýrir þessa þróun að hluta. Ríki og sveitarfélög verða af skatttekjum og lenda í miklum útgjöldum vegna stækkandi hóps fólks á besta aldri sem virðist ekki eiga afturkvæmt á vinnumarkað. Stór hluti vandans stafar af skorti á samkeppni á íslenskum bankamarkaði. Gjaldeyrishöft loka íslenska hagkerfið af og inni í þessu lokaða hagkerfi er svo bankakerfi, sem er svo þungt á fóðrum að ekki duga því minna en margfaldir útlánsvextir á við önnur lönd. Engir erlendir bankar starfa hér á landi og varla er breytinga á því að vænta á meðan hér er í notkun minnsti gjaldmiðill í heimi. Verðtrygging á að tryggja lánveitendum að útlán þeirra beri ávallt jákvæða raunvexti. Í verðtryggingu felst gríðarlegt öryggi fyrir lánveitendur sem ætti að endurspeglast í mjög lágum nafnvöxtum. Það skýtur því skökku við að nafnvextir verðtryggðra lána skuli hækkaðir þegar verðbólga kemst loks niður fyrir verðbólgumarkmið Seðlabankans. Voru vextirnir þó fyrir talsvert hærri en óverðtryggðir vextir í nágrannalöndum Íslands. Vextir og þjónustugjöld íslenskra banka eru kennslubókardæmi um bankakerfi sem líður fyrir skort á samkeppni. Þar sem bankar ganga sjálfala og ákveða vexti að vild ríkir fákeppni.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Það vakti athygli á dögunum, skömmu eftir að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands lækkaði stýrivexti bankans sem notaðir eru á innlán viðskiptabanka í Seðlabankanum, að Arion banki skyldi tilkynna hækkun á nafnvöxtum verðtryggðra útlána. Hækkunin nam hálfu prósentustigi sem er á bilinu 11-13 prósenta hækkun. Innlánsvextir hækkuðu ekki og því jók bankinn vaxtamun sinn. Íslenskir bankar hafa lengi legið undir ámæli fyrir að selja þjónustu sína dýrt. Vaxtamunur er mun hærri en þekkist í nágrannalöndum og raunvextir hafa um árabil verið margfaldir þegar borið er saman við önnur lönd í okkar heimshluta. Við þetta bætist að bankarnir hafa á undanförnum árum og misserum stórhækkað þjónustugjöld sín auk þess sem dregið hefur verið úr þjónustu og útibúum fækkað. Fjármagnskostnaður íslenskra fyrirtækja er margfaldur þegar horft er til alþjóðlegs samanburðar. Þetta dregur úr samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja og íslenska hagkerfisins í heild. Hár fjármagnskostnaður stendur í vegi fyrir nauðsynlegum fjárfestingum og uppbyggingu. Fyrir vikið nær íslenskt atvinnulíf ekki að skapa nægilega mörg störf. Alkunna er að atvinnuleysi hér á landi er dulbúið með ýmsum hætti. Opinberar atvinnuleysistölur segja aðeins hluta sögunnar. Fjöldi Íslendinga hefur á undanförnum árum horfið af vinnumarkaði. Margir hafa flutt úr landi en aðrir hafa hrökklast af atvinnuleysisbótum yfir á forsjá sveitarfélaga. Þúsundir eru skráðir öryrkjar. Ónóg fjárfesting og vanmáttug atvinnusköpun skýrir þessa þróun að hluta. Ríki og sveitarfélög verða af skatttekjum og lenda í miklum útgjöldum vegna stækkandi hóps fólks á besta aldri sem virðist ekki eiga afturkvæmt á vinnumarkað. Stór hluti vandans stafar af skorti á samkeppni á íslenskum bankamarkaði. Gjaldeyrishöft loka íslenska hagkerfið af og inni í þessu lokaða hagkerfi er svo bankakerfi, sem er svo þungt á fóðrum að ekki duga því minna en margfaldir útlánsvextir á við önnur lönd. Engir erlendir bankar starfa hér á landi og varla er breytinga á því að vænta á meðan hér er í notkun minnsti gjaldmiðill í heimi. Verðtrygging á að tryggja lánveitendum að útlán þeirra beri ávallt jákvæða raunvexti. Í verðtryggingu felst gríðarlegt öryggi fyrir lánveitendur sem ætti að endurspeglast í mjög lágum nafnvöxtum. Það skýtur því skökku við að nafnvextir verðtryggðra lána skuli hækkaðir þegar verðbólga kemst loks niður fyrir verðbólgumarkmið Seðlabankans. Voru vextirnir þó fyrir talsvert hærri en óverðtryggðir vextir í nágrannalöndum Íslands. Vextir og þjónustugjöld íslenskra banka eru kennslubókardæmi um bankakerfi sem líður fyrir skort á samkeppni. Þar sem bankar ganga sjálfala og ákveða vexti að vild ríkir fákeppni.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira