Hryllingur á sinfóníutónleikum Jónas Sen skrifar 24. janúar 2015 17:00 „Tónlistin streymir í gegnum hann og egóið er ekkert að þvælast fyrir,“ segir Jónas Sen um Petri Sakari. Verk eftir Richard Strauss og Jean Sibelius Sinfóníuhljómsveit Íslands Hörpu fimmtudaginn 22. janúar Stjórnandi: Petri Sakari Einsöngvarar: Þóra Einarsdóttir og Jorma Hynninen Einnig komu fram Karlakórinn Fóstbræður og Karlakór Reykjavíkur Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fimmtudagskvöldið voru hryllilegir. Þó var ekkert að flutningnum. Nei, hryllingurinn réð ríkjum í sjálfri tónlistinni. Tvö tónaljóð voru á dagskránni, Macbeth eftir Richard Strauss og Kullervo eftir Jean Sibelius. Fyrir þá sem ekki vita er tónaljóð verk þar sem fjallað er um eitthvert ákveðið efni. Það er ólíkt sónötu eða sinfóníu sem eru oftast meira afstrakt. Hér var tónlistin annars vegar um hinn valdagráðuga hershöfðingja Macbeth, sem verður að ofsóknarbrjáluðum og blóðþyrstum konungi. Hins vegar var sögð saga um ógæfusaman náunga, Kullervo að nafni, sem nauðgar konu og kemst svo að því að hún er systir hans. Hann fremur sjálfsmorð nokkru síðar og hún líka. Þessi drungalega dagskrá var nánast eins og timburmenn eftir Vínartónleikana skömmu áður. Í þeirri veröld er fólk alltaf í vímu yfir því hve lífið er rómantískt, fyndið og dásamlegt. Menn taka dansspor af minnsta tilefni. Samt voru tónleikarnir núna ekkert leiðinlegir, öðru nær. Macbeth eftir Strauss er mögnuð tónlist. Framvindan í henni kemur stöðugt á óvart, krafturinn í frásögninni er gífurlegur. Petri Sakari stjórnaði hljómsveitinni, sá hinn sami og var aðalstjórnandi hennar um árabil. Hann hefur nokkuð látlausan stjórnunarstíl. Tónlistin streymir í gegnum um hann og egóið er ekkert að þvælast fyrir. Fyrir bragðið verður músíkin ennþá magnaðri, hún fær að njóta sín alveg óheft. Enda kom Macbeth gríðarlega vel út á tónleikunum. Hljómsveitin spilaði af yfirburðum, málmblásararnir voru glæsilegir og strengirnir þykkir. Stígandin í túlkuninni var sérlega flott byggð upp. Endirinn var afar áhrifamikill. Hitt verk dagskrárinnar, Kullervo, var eftir Sibelius eins og áður segir. Innblásturinn sótti hann í Kalevala-sagnabálkinn, sem er eins konar Edda Finnlands. Kullervo er ekki eins skemmtilegt og Macbeth; vissulega eru þar hrífandi kaflar en það er dálítið langt á milli þeirra. Þessir löngu hlutar eru býsna sundurlausir og ómarkvissir. Sibelius sjálfur var ekki heldur ánægður með tónsmíðina. Eftir að hafa stjórnað henni nokkrum sinnum harðbannaði hann flutning á henni. Það var ekki fyrr en eftir dauða hans að hún fór að hljóma á ný. Kullervo er ekki bara fyrir hljómsveit, heldur einnig risastóran karlakór og tvo einsöngvara. Kórinn er í hlutverki sögumannsins, en einsöngvararnir leika Kullervo sjálfan og systur hans. Hér samanstóð kórinn af Fóstbræðrum og Karlakór Reykjavíkur. Einsöngvararnir voru Þóra Einarsdóttir sópran og Jorma Hynninen bassabarítón. Flutningurinn var glæsilegur. Kórinn var svo glimrandi að maður fékk gæsahúð. Hljómsveitin var líka þétt og örugg á sínu og einsöngvararnir voru frábærir. Raddir Hynninen og Þóru voru tærar og kraftmiklar. Söngstíllinn var eins dramatískur og hlutverkin kröfðust. Þrátt fyrir gallaða tónlist var því ekki annað hægt en að hrífast með.Niðurstaða: Glæstur flutningur á verkum eftir Strauss og Sibelius, hljómsveitin var fantagóð, kórinn yfirgengilegur, einsöngvararnir framúrskarandi. Gagnrýni Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Verk eftir Richard Strauss og Jean Sibelius Sinfóníuhljómsveit Íslands Hörpu fimmtudaginn 22. janúar Stjórnandi: Petri Sakari Einsöngvarar: Þóra Einarsdóttir og Jorma Hynninen Einnig komu fram Karlakórinn Fóstbræður og Karlakór Reykjavíkur Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fimmtudagskvöldið voru hryllilegir. Þó var ekkert að flutningnum. Nei, hryllingurinn réð ríkjum í sjálfri tónlistinni. Tvö tónaljóð voru á dagskránni, Macbeth eftir Richard Strauss og Kullervo eftir Jean Sibelius. Fyrir þá sem ekki vita er tónaljóð verk þar sem fjallað er um eitthvert ákveðið efni. Það er ólíkt sónötu eða sinfóníu sem eru oftast meira afstrakt. Hér var tónlistin annars vegar um hinn valdagráðuga hershöfðingja Macbeth, sem verður að ofsóknarbrjáluðum og blóðþyrstum konungi. Hins vegar var sögð saga um ógæfusaman náunga, Kullervo að nafni, sem nauðgar konu og kemst svo að því að hún er systir hans. Hann fremur sjálfsmorð nokkru síðar og hún líka. Þessi drungalega dagskrá var nánast eins og timburmenn eftir Vínartónleikana skömmu áður. Í þeirri veröld er fólk alltaf í vímu yfir því hve lífið er rómantískt, fyndið og dásamlegt. Menn taka dansspor af minnsta tilefni. Samt voru tónleikarnir núna ekkert leiðinlegir, öðru nær. Macbeth eftir Strauss er mögnuð tónlist. Framvindan í henni kemur stöðugt á óvart, krafturinn í frásögninni er gífurlegur. Petri Sakari stjórnaði hljómsveitinni, sá hinn sami og var aðalstjórnandi hennar um árabil. Hann hefur nokkuð látlausan stjórnunarstíl. Tónlistin streymir í gegnum um hann og egóið er ekkert að þvælast fyrir. Fyrir bragðið verður músíkin ennþá magnaðri, hún fær að njóta sín alveg óheft. Enda kom Macbeth gríðarlega vel út á tónleikunum. Hljómsveitin spilaði af yfirburðum, málmblásararnir voru glæsilegir og strengirnir þykkir. Stígandin í túlkuninni var sérlega flott byggð upp. Endirinn var afar áhrifamikill. Hitt verk dagskrárinnar, Kullervo, var eftir Sibelius eins og áður segir. Innblásturinn sótti hann í Kalevala-sagnabálkinn, sem er eins konar Edda Finnlands. Kullervo er ekki eins skemmtilegt og Macbeth; vissulega eru þar hrífandi kaflar en það er dálítið langt á milli þeirra. Þessir löngu hlutar eru býsna sundurlausir og ómarkvissir. Sibelius sjálfur var ekki heldur ánægður með tónsmíðina. Eftir að hafa stjórnað henni nokkrum sinnum harðbannaði hann flutning á henni. Það var ekki fyrr en eftir dauða hans að hún fór að hljóma á ný. Kullervo er ekki bara fyrir hljómsveit, heldur einnig risastóran karlakór og tvo einsöngvara. Kórinn er í hlutverki sögumannsins, en einsöngvararnir leika Kullervo sjálfan og systur hans. Hér samanstóð kórinn af Fóstbræðrum og Karlakór Reykjavíkur. Einsöngvararnir voru Þóra Einarsdóttir sópran og Jorma Hynninen bassabarítón. Flutningurinn var glæsilegur. Kórinn var svo glimrandi að maður fékk gæsahúð. Hljómsveitin var líka þétt og örugg á sínu og einsöngvararnir voru frábærir. Raddir Hynninen og Þóru voru tærar og kraftmiklar. Söngstíllinn var eins dramatískur og hlutverkin kröfðust. Þrátt fyrir gallaða tónlist var því ekki annað hægt en að hrífast með.Niðurstaða: Glæstur flutningur á verkum eftir Strauss og Sibelius, hljómsveitin var fantagóð, kórinn yfirgengilegur, einsöngvararnir framúrskarandi.
Gagnrýni Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira