Umræða um umræðuna Heiða Kristín Helgadóttir skrifar 24. janúar 2015 07:00 Heimurinn fer stöðugt batnandi samkvæmt flestum hlutlægum mælikvörðum. Það skiptir eiginlega ekki máli hvar gripið er niður, jafnrétti eykst, glæpum fækkar, menntunarstig hækkar og svo mætti lengi telja. Umræðan er þar engin undantekning. Það er kannski skiljanlegt að margir séu hugsi yfir umræðunni en það á ekki að vera vegna þess að hún fari versnandi. Þvert á móti er umræðan að batna, líkt og flest annað í þessum heimi. Orsökina má finna í tækniframförum og opnun samfélagsins. Umræðan er einungis að fara að aukast vegna þess að stöðugt fleiri fá tækifæri til að tjá sína skoðun sem áður höfðu það ekki. Samskipti milli fólks eru að fara að aukast og þau eru meira og minna að fara að eiga sér stað á opinberum vettvangi í gegnum fjölmiðla, spjallsíður og endalaus samskiptaforrit og annað sem enn hefur ekki verið fundið upp. Þannig verða mörkin milli þess sem er einka og opinbert sífellt óljósari. Samfélagið er að opnast og leyndarhyggja, baktjaldamakk og lygar sem þrífast í myrkrinu eiga erfiðara með að malla þegar fleiri augu eru opin. Fólk í ábyrgðarstöðum á erfiðara með að gefa af sér eina mynd opinberlega og svo aðra inni í lokuðum rýmum, eða hagræða sannleikanum án þess að það verði rifjað upp síðar meir. Sannleikurinn er það sem koma skal. Hvernig svo sem hann blasir við hverjum og einum.Saurugar hugsanir ekkert nýtt Flest lifum við í sátt við þennan veruleika, höldum úti Facebook-, Twitter-, og Instagramsíðum, svo ekki sé minnst á Snapchattið sem um þessar mundir er að veita foreldrum ómetanlega innsýn í hugarheim unglinganna okkar. Það er ekkert minna af saurugum hugsunum í gangi í dag heldur en þúsund árum fyrir Krist, eini munurinn er að í dag er til opinber farvegur fyrir þær sem áður var ekki. Þar með ætti foreldrum og öðrum fullorðnum að gefast tækifæri til þess að eiga samtal við börnin sín um brenglaðar staðalímyndir, hugsanavillur, mörk og markaleysi. Börn og unglingar hafa og munu alltaf leita leiða til að stuða fullorðið fólkið óháð öllum samskiptamiðlum og tækni. Það er okkar að uppfræða þau og beina þeim í uppbyggilegri áttir. Aukin samskipti og umræða er vandmeðfarinn hluti af lífi okkar. Auknum samskiptum fylgir hávaði og það getur reynst erfitt að greina kjarnann frá hisminu og hvað þá heyra í sjálfum sér. Rasistarnir, hommahatararnir, kvenhatarar og allir hinir hafa alltaf verið þarna úti. Það er hins vegar fyrst núna sem þeir eru dregnir fram í dagsljósið án þess að eiga sér neina undankomuleið. Það sama gildir um stjórnmálamenn og -konur sem ljúga og unglinga sem stunda ögrandi hegðun. Það hefur ekkert breyst annað en að við vitum meira um náungann en við gerðum áður.Fólk talar og svo talar það um eitthvað annað Kjarninn í umræðunni um umræðuna er ef til vill sá að þeir sem vilja „taka umræðuna“ verða gjarnan óánægðir og kvartsárir þegar hún endar ekki í þeim farvegi sem þeir vilja og neita þannig að axla ábyrgð á sjálfum sér í samskiptum við aðra. Það hefur ekkert með umræðuna að gera. Það er ábyrgðarhluti að láta skoðun sína í ljós hvort sem það er í samskiptum manna á milli eða á opinberum vettvangi. Umræðan getur verið snörp, djúp, grunn, óvægin, áhugaverð og stundum óhugnanleg allt eftir því hvaða miðill er skoðaður hverju sinni og hverjir eiga í hlut. Umræðan og magn hennar endurspeglar samfélagið sem við lifum í þar sem ótal raddir fá að heyrast og í kjölfarið eru þær gagnrýndar eða þeim hampað. Það er veruleikinn. Að vera sífellt að barma sér yfir umræðunni er tilgangslaust. Ef þú vilt taka þátt í umræðunni þá er ekki gefið að innlegginu þínu verði tekið sem salómonsdómi og himnarnir opnist. Það gerist bara í bókum og bíómyndum. Umboðsmaður Alþingis sagði á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í gær að lokinni frumkvæðisathugun sinni á samskiptum fyrrverandi innanríkisráðherra og lögreglustjórans í Reykjavík að þeir sem gegna opinberum störfum verði að búa við það að samskipti þeirra séu opinber. Þeir sem kjósa að tjá sig opinberlega verða líka að búa við það að samskipti þeirra eru opinber. Besta leiðin til þess að fóta sig í þeim veruleika er að segja satt og óttast ekkert. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun
Heimurinn fer stöðugt batnandi samkvæmt flestum hlutlægum mælikvörðum. Það skiptir eiginlega ekki máli hvar gripið er niður, jafnrétti eykst, glæpum fækkar, menntunarstig hækkar og svo mætti lengi telja. Umræðan er þar engin undantekning. Það er kannski skiljanlegt að margir séu hugsi yfir umræðunni en það á ekki að vera vegna þess að hún fari versnandi. Þvert á móti er umræðan að batna, líkt og flest annað í þessum heimi. Orsökina má finna í tækniframförum og opnun samfélagsins. Umræðan er einungis að fara að aukast vegna þess að stöðugt fleiri fá tækifæri til að tjá sína skoðun sem áður höfðu það ekki. Samskipti milli fólks eru að fara að aukast og þau eru meira og minna að fara að eiga sér stað á opinberum vettvangi í gegnum fjölmiðla, spjallsíður og endalaus samskiptaforrit og annað sem enn hefur ekki verið fundið upp. Þannig verða mörkin milli þess sem er einka og opinbert sífellt óljósari. Samfélagið er að opnast og leyndarhyggja, baktjaldamakk og lygar sem þrífast í myrkrinu eiga erfiðara með að malla þegar fleiri augu eru opin. Fólk í ábyrgðarstöðum á erfiðara með að gefa af sér eina mynd opinberlega og svo aðra inni í lokuðum rýmum, eða hagræða sannleikanum án þess að það verði rifjað upp síðar meir. Sannleikurinn er það sem koma skal. Hvernig svo sem hann blasir við hverjum og einum.Saurugar hugsanir ekkert nýtt Flest lifum við í sátt við þennan veruleika, höldum úti Facebook-, Twitter-, og Instagramsíðum, svo ekki sé minnst á Snapchattið sem um þessar mundir er að veita foreldrum ómetanlega innsýn í hugarheim unglinganna okkar. Það er ekkert minna af saurugum hugsunum í gangi í dag heldur en þúsund árum fyrir Krist, eini munurinn er að í dag er til opinber farvegur fyrir þær sem áður var ekki. Þar með ætti foreldrum og öðrum fullorðnum að gefast tækifæri til þess að eiga samtal við börnin sín um brenglaðar staðalímyndir, hugsanavillur, mörk og markaleysi. Börn og unglingar hafa og munu alltaf leita leiða til að stuða fullorðið fólkið óháð öllum samskiptamiðlum og tækni. Það er okkar að uppfræða þau og beina þeim í uppbyggilegri áttir. Aukin samskipti og umræða er vandmeðfarinn hluti af lífi okkar. Auknum samskiptum fylgir hávaði og það getur reynst erfitt að greina kjarnann frá hisminu og hvað þá heyra í sjálfum sér. Rasistarnir, hommahatararnir, kvenhatarar og allir hinir hafa alltaf verið þarna úti. Það er hins vegar fyrst núna sem þeir eru dregnir fram í dagsljósið án þess að eiga sér neina undankomuleið. Það sama gildir um stjórnmálamenn og -konur sem ljúga og unglinga sem stunda ögrandi hegðun. Það hefur ekkert breyst annað en að við vitum meira um náungann en við gerðum áður.Fólk talar og svo talar það um eitthvað annað Kjarninn í umræðunni um umræðuna er ef til vill sá að þeir sem vilja „taka umræðuna“ verða gjarnan óánægðir og kvartsárir þegar hún endar ekki í þeim farvegi sem þeir vilja og neita þannig að axla ábyrgð á sjálfum sér í samskiptum við aðra. Það hefur ekkert með umræðuna að gera. Það er ábyrgðarhluti að láta skoðun sína í ljós hvort sem það er í samskiptum manna á milli eða á opinberum vettvangi. Umræðan getur verið snörp, djúp, grunn, óvægin, áhugaverð og stundum óhugnanleg allt eftir því hvaða miðill er skoðaður hverju sinni og hverjir eiga í hlut. Umræðan og magn hennar endurspeglar samfélagið sem við lifum í þar sem ótal raddir fá að heyrast og í kjölfarið eru þær gagnrýndar eða þeim hampað. Það er veruleikinn. Að vera sífellt að barma sér yfir umræðunni er tilgangslaust. Ef þú vilt taka þátt í umræðunni þá er ekki gefið að innlegginu þínu verði tekið sem salómonsdómi og himnarnir opnist. Það gerist bara í bókum og bíómyndum. Umboðsmaður Alþingis sagði á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í gær að lokinni frumkvæðisathugun sinni á samskiptum fyrrverandi innanríkisráðherra og lögreglustjórans í Reykjavík að þeir sem gegna opinberum störfum verði að búa við það að samskipti þeirra séu opinber. Þeir sem kjósa að tjá sig opinberlega verða líka að búa við það að samskipti þeirra eru opinber. Besta leiðin til þess að fóta sig í þeim veruleika er að segja satt og óttast ekkert.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun