Kreddur frekar en hagsmunamat Stjórnarmaðurinn skrifar 28. janúar 2015 09:00 Stjórnarmaðurinn á erfitt með að gera upp hug sinn gagnvart ESB. Einn daginn vill hann inngöngu, þann næsta prísar hann sig sælan fyrir að Ísland er ekki statt á sömu vegferð og Grikkland, Írland, Spánn eða Portúgal. Stjórnarmaðurinn er þó á því að ýmis rök hnígi að því að Íslendingar hefðu gott af því að undirgangast þann aga sem fylgir því að vera með alvöru mynt, og ekki síður komast í tæri við embættismannakerfi og vinnustaðla sem teljast faglegir – ekki gegnsýrðir af frændhygli eða sannfæringu lítt sigldra besservissera. Hvað sem prívatpælingum um fýsileika ESB-inngöngu líður, þá skilur stjórnarmaðurinn ekki á hvaða vegferð ríkisstjórnin er með því að leggja slíka áherslu á viðræðu- slit. Yfirlýsingar ESB í tengslum við viðræðuhlé benda til þess að sam- bandið sé viljugt til að sýna þolin- mæði og langlundargeð gagnvart Íslandi. Frumkvæði að viðræðuslitum er því einhliða og séríslenskt. Er það stjórnmálamönnum um megn að stunda kalt hagsmunamat og beita fyrir sig almennri skynsemi í stað þess að nálgast mál með kreddur og ályktanir flokksfélaga úr Skagafirði eða Garðabæ í farteskinu? Hvað er annars unnið með viðræðuslitum annað en loka á „mikilvægan kost í efnahagsmálum, einkum hvað varðar framtíðarskipan peningamála“, svo vísað sé í ályktun viðskiptaráðs frá því síðasta vor?Kviss bang hjá Bang og Olufsen Stjórnarmaðurinn hefur alltaf verið mikill aðdáandi Bang & Olufsen raftækja. Hann las því gaumgæfilega fréttir af því að félagið væri í söluferli. Samkvæmt forstjóranum er B&O of lítið til að lifa af á markaði í heljargreipum stærri aðila eins og Samsung og Sony. B&O hefur átt í miklum vandræðum undanfarin ár og bréf félagsins hríðfallið. Fyrirtækið var þekkt fyrir hönnun sína og tók vöruhönnun því margfaldan þann tíma sem stærri keppinautar lögðu í slíkt. Síðustu ár hefur tækniþróun verið þannig að þótt B&O vörur séu fallegar, þá hefur tæknin þar að baki hreinlega verið orðin úrelt áður en tækin koma í verslanir. Við þetta hafa bæst misheppnaðar vörur sem ná áttu hylli yngri kynslóða, auk þess sem markaðssókn félagsins í Kína sigldi í strand.Stjórnarmaðurinn vonar að B&O, eins og Ísland, rísi nú úr öskustónni, enda hvort tveggja vörumerki sem fengu hárin til að rísa á árunum fyrir hrun. Grikkland Stjórnarmaðurinn Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Stjórnarmaðurinn á erfitt með að gera upp hug sinn gagnvart ESB. Einn daginn vill hann inngöngu, þann næsta prísar hann sig sælan fyrir að Ísland er ekki statt á sömu vegferð og Grikkland, Írland, Spánn eða Portúgal. Stjórnarmaðurinn er þó á því að ýmis rök hnígi að því að Íslendingar hefðu gott af því að undirgangast þann aga sem fylgir því að vera með alvöru mynt, og ekki síður komast í tæri við embættismannakerfi og vinnustaðla sem teljast faglegir – ekki gegnsýrðir af frændhygli eða sannfæringu lítt sigldra besservissera. Hvað sem prívatpælingum um fýsileika ESB-inngöngu líður, þá skilur stjórnarmaðurinn ekki á hvaða vegferð ríkisstjórnin er með því að leggja slíka áherslu á viðræðu- slit. Yfirlýsingar ESB í tengslum við viðræðuhlé benda til þess að sam- bandið sé viljugt til að sýna þolin- mæði og langlundargeð gagnvart Íslandi. Frumkvæði að viðræðuslitum er því einhliða og séríslenskt. Er það stjórnmálamönnum um megn að stunda kalt hagsmunamat og beita fyrir sig almennri skynsemi í stað þess að nálgast mál með kreddur og ályktanir flokksfélaga úr Skagafirði eða Garðabæ í farteskinu? Hvað er annars unnið með viðræðuslitum annað en loka á „mikilvægan kost í efnahagsmálum, einkum hvað varðar framtíðarskipan peningamála“, svo vísað sé í ályktun viðskiptaráðs frá því síðasta vor?Kviss bang hjá Bang og Olufsen Stjórnarmaðurinn hefur alltaf verið mikill aðdáandi Bang & Olufsen raftækja. Hann las því gaumgæfilega fréttir af því að félagið væri í söluferli. Samkvæmt forstjóranum er B&O of lítið til að lifa af á markaði í heljargreipum stærri aðila eins og Samsung og Sony. B&O hefur átt í miklum vandræðum undanfarin ár og bréf félagsins hríðfallið. Fyrirtækið var þekkt fyrir hönnun sína og tók vöruhönnun því margfaldan þann tíma sem stærri keppinautar lögðu í slíkt. Síðustu ár hefur tækniþróun verið þannig að þótt B&O vörur séu fallegar, þá hefur tæknin þar að baki hreinlega verið orðin úrelt áður en tækin koma í verslanir. Við þetta hafa bæst misheppnaðar vörur sem ná áttu hylli yngri kynslóða, auk þess sem markaðssókn félagsins í Kína sigldi í strand.Stjórnarmaðurinn vonar að B&O, eins og Ísland, rísi nú úr öskustónni, enda hvort tveggja vörumerki sem fengu hárin til að rísa á árunum fyrir hrun.
Grikkland Stjórnarmaðurinn Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira