Umboðssvik ráðherra – Landsdómur kallaður saman? Skjóðan skrifar 28. janúar 2015 07:45 Skjóðan segir að í gögnum Víglundar Þorsteinssonar sé komin fram staðfesting á að því sem Steingrímur J. Sigfússon, Gylfi Magnússon og fleiri hafa ávallt þvertekið fyrir. Lengi hefur verið vitað að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hvarf strax í upphafi valdatíðar sinnar frá þeirri stefnu sem fylgt var í tíð ríkisstjórnar Geirs H. Haarde, um að afsláttur á lánum heimila og fyrirtækja sem færð voru frá gömlu bönkunum í hina nýju skyldi ganga áfram til lántakenda. Í gögnum Víglundar Þorsteinssonar er komin fram staðfesting á að því sem Steingrímur J. Sigfússon, Gylfi Magnússon og fleiri hafa ávallt þvertekið fyrir. Nú er staðfest að ráðherrarnir tóku beinlínis ákvörðun um að láta afsláttinn af lánunum ekki ganga áfram til skuldara heldur skyldu kröfuhafar njóta hans. Samkvæmt gögnum Víglundar virðast 400 milljarðar, sem áttu að ganga til lántakenda, hafa verið afhentir kröfuhöfum. Það mun hafa verið að ráði JP Morgan og fleiri ráðgjafa, sem ríkisstjórn Geirs H. Haarde tók ákvörðun um að reyna að tryggja að afslátturinn á lánum heimila og fyrirtækja yrði látinn ganga til lántakenda. Það var talin forsenda fyrir hraðri endurreisn hagkerfisins að lækka þessi lán og minnka skuldsetningu einkageirans. Þess í stað var búið til hvatakerfi í bönkum til að tryggja sem bestar heimtur umræddra lána auk þess sem tveimur bönkum var komið í hendur kröfuhafa með vafasömum hætti. Þá er ótalið það tjón sem orðið hefur vegna þeirrar ákvörðunar Steingríms og væntanlega Gylfa einnig að láta nýja Landsbankann gefa út 300 milljarða skuldabréf í erlendri mynt í uppgjöri við gamla Landsbankann. Þetta skuldabréf setur mikla pressu á gengi krónunnar. Steingrímur og Gylfi voru sérstakir áhugamenn, ásamt flestum ráðherrum síðustu ríkisstjórnar, um að gera þjóðina ábyrga fyrir Icesave. Það hefði kostað skattgreiðendur 300 milljarða ef þeir hefðu fengið vilja sínum framgengt. Ofangreindar stjórnarathafnir Steingríms J. og Gylfa Magnússonar hafa kostað skattgreiðendur 400 milljarða hið minnsta. Með Icesave hefði upphæðin verið 700 milljarðar. Er þá ótalinn kostnaður við vafasamar og misheppnaðar aðgerðir til bjargar völdum fjármálafyrirtækjum á borð við Sp Kef og VBS. Stöðnun ríkir í hagkerfinu og drjúgur hluti fyrirtækja og heimila er enn allt of skuldsettur. Ráðherrarnir höfðu ekki umboð til þessara verka. Umboðsleysið kom glögglega í ljós þegar þjóðin hafnaði Icesave-ríkisábyrgð í tvígang. Steingrímur hafði ekki umboð til að afhenda kröfuhöfum 400 milljarðana sem áttu að ganga til íslenskra lántakenda. Hann hafði heldur ekki umboð frá Alþingi þegar hann afhenti kröfuhöfum tvo banka sem ríkið átti. Hlýtur ekki Landsdómur að verða kallaður saman nú? Hann hefur verið kallaður saman af minna tilefni.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Lengi hefur verið vitað að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hvarf strax í upphafi valdatíðar sinnar frá þeirri stefnu sem fylgt var í tíð ríkisstjórnar Geirs H. Haarde, um að afsláttur á lánum heimila og fyrirtækja sem færð voru frá gömlu bönkunum í hina nýju skyldi ganga áfram til lántakenda. Í gögnum Víglundar Þorsteinssonar er komin fram staðfesting á að því sem Steingrímur J. Sigfússon, Gylfi Magnússon og fleiri hafa ávallt þvertekið fyrir. Nú er staðfest að ráðherrarnir tóku beinlínis ákvörðun um að láta afsláttinn af lánunum ekki ganga áfram til skuldara heldur skyldu kröfuhafar njóta hans. Samkvæmt gögnum Víglundar virðast 400 milljarðar, sem áttu að ganga til lántakenda, hafa verið afhentir kröfuhöfum. Það mun hafa verið að ráði JP Morgan og fleiri ráðgjafa, sem ríkisstjórn Geirs H. Haarde tók ákvörðun um að reyna að tryggja að afslátturinn á lánum heimila og fyrirtækja yrði látinn ganga til lántakenda. Það var talin forsenda fyrir hraðri endurreisn hagkerfisins að lækka þessi lán og minnka skuldsetningu einkageirans. Þess í stað var búið til hvatakerfi í bönkum til að tryggja sem bestar heimtur umræddra lána auk þess sem tveimur bönkum var komið í hendur kröfuhafa með vafasömum hætti. Þá er ótalið það tjón sem orðið hefur vegna þeirrar ákvörðunar Steingríms og væntanlega Gylfa einnig að láta nýja Landsbankann gefa út 300 milljarða skuldabréf í erlendri mynt í uppgjöri við gamla Landsbankann. Þetta skuldabréf setur mikla pressu á gengi krónunnar. Steingrímur og Gylfi voru sérstakir áhugamenn, ásamt flestum ráðherrum síðustu ríkisstjórnar, um að gera þjóðina ábyrga fyrir Icesave. Það hefði kostað skattgreiðendur 300 milljarða ef þeir hefðu fengið vilja sínum framgengt. Ofangreindar stjórnarathafnir Steingríms J. og Gylfa Magnússonar hafa kostað skattgreiðendur 400 milljarða hið minnsta. Með Icesave hefði upphæðin verið 700 milljarðar. Er þá ótalinn kostnaður við vafasamar og misheppnaðar aðgerðir til bjargar völdum fjármálafyrirtækjum á borð við Sp Kef og VBS. Stöðnun ríkir í hagkerfinu og drjúgur hluti fyrirtækja og heimila er enn allt of skuldsettur. Ráðherrarnir höfðu ekki umboð til þessara verka. Umboðsleysið kom glögglega í ljós þegar þjóðin hafnaði Icesave-ríkisábyrgð í tvígang. Steingrímur hafði ekki umboð til að afhenda kröfuhöfum 400 milljarðana sem áttu að ganga til íslenskra lántakenda. Hann hafði heldur ekki umboð frá Alþingi þegar hann afhenti kröfuhöfum tvo banka sem ríkið átti. Hlýtur ekki Landsdómur að verða kallaður saman nú? Hann hefur verið kallaður saman af minna tilefni.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira