Gullið var ekki til sölu á HM í Katar Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Katar skrifar 2. febrúar 2015 07:00 Frakkarnir Thierry Omeyer, Nikola og Luka Karabatic og Cedric Sorhaind fagna í gær. Vísir/Getty Frakkland varð í gær heimsmeistari í handbolta eftir sigur á Katar í úrslitaleik á HM í Doha, 25-22. Ólseigir heimamenn voru þó meisturunum verðandi erfiðir en Frakkar, sem tóku frumkvæðið strax í upphafi leiks, leiddu allt til loka. Fyrr um dag tryggði Pólland sér bronsið eftir sigur á Spáni í framlengdri spennuviðureign. „Við spiluðum frábæran handbolta í 45 mínútur en Frakkar sýndu yfirburði sína fyrsta korterið. Það kom í ljós í dag að við erum með nýtt lið,“ sagði Spánverjinn Valero Rivera, landsliðsþjálfari Katars. Sama hvað menn reyna að fegra hlutina þá keypti Katar sér handboltalandslið fyrir þetta mót. Engar reglur voru brotnar og Rivera náði að setja saman sterkt lið sem með eilítilli heppni, og jafnvel smá örðu af heimadómgæslu inn á milli, fór alla leið í úrslitaleikinn. Þar barðist liðið hetjulega gegn ógnarsterku frönsku liði sem er nú handhafi heims-, Evrópu- og Ólympíumeistaratitlanna. „Það var mikilvægt fyrir okkur að vinna EM í fyrra,“ sagði Claude Onesta, þjálfari Frakka, á blaðamannafundinum eftir leik. „Við erum með ungt lið – þó svo að við séum með nokkra reynslumikla með – og ég vissi ekki að þetta lið væri tilbúið til að vinna aftur nú. Þetta var próf fyrir okkur og strákarnir stóðu sig gríðarlega vel.“ Mönnum er nú spurn hvort að uppgangur katarsks handbolta sé aðeins rétt að byrja. Rivera segist í það minnsta stefna á að koma liðinu á Ólympíuleikana í Ríó árið 2016. Liðinu standa tvær leiðir til boða - að verða Asíumeistari á næsta ári eða í gegnum undankeppni Ólympíuleikanna. „Við viljum halda áfram okkar vinnu. Ef við ætlum að ná enn frekari árangri þá þurfum við að halda áfram að leggja á okkur mikla vinnu. Við höfum getuna og allt sem þarf til að ná langt og ef við leggjum mikla vinnu á okkur þá munum við spila á næstu Ólympíuleikum.“ Rivero hefur neitað að svara spurningum um nokkuð annað en handbolta. Það sem handboltaheimurinn lærði þó af þessu móti er að það virðist mun minna mál en menn héldu að kaupa sér landslið sem getur staðist þeim allra bestu snúning. Gullið var þó ekki til sölu í þetta skiptið en öllum má vera ljóst að það virðist nú aðeins vera tímaspursmál, nema að stórtækar breytingar verði gerðar á reglum Alþjóðahandknattleikssambandsins. Miðað við núverandi landslag virðast þær breytingar ekki í aðsigi. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Luka Karabatic: Verðlaunapeningurinn er svo þungur Luka Karabatic spilaði vel í frönsku vörninni í úrslitaleiknum gegn Katar. 1. febrúar 2015 20:35 Gajić markakóngur HM í Katar | Heimamenn með tvo á topp 5 Slóveninn Dragan Gajić varð markakóngur HM 2015 í Katar. 1. febrúar 2015 22:45 Omeyer valinn besti leikmaðurinn á HM Thierry Omeyer, markvörður nýkrýndra heimsmeistara Frakka, var í kvöld valinn besti leikmaðurinn á heimsmeistaramótinu í Katar en það var sérstök valnefnd á vegum IHF sem valdi liðið. 1. febrúar 2015 20:14 Omeyer: Síðustu fjórir leikirnir voru þeir bestu hjá okkur Thierry Omeyer varð í dag heimsmeistari í fjórða sinn. 1. febrúar 2015 20:19 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Minaur Baia Mare | Einum sigri frá riðlakeppninni Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Sjá meira
Frakkland varð í gær heimsmeistari í handbolta eftir sigur á Katar í úrslitaleik á HM í Doha, 25-22. Ólseigir heimamenn voru þó meisturunum verðandi erfiðir en Frakkar, sem tóku frumkvæðið strax í upphafi leiks, leiddu allt til loka. Fyrr um dag tryggði Pólland sér bronsið eftir sigur á Spáni í framlengdri spennuviðureign. „Við spiluðum frábæran handbolta í 45 mínútur en Frakkar sýndu yfirburði sína fyrsta korterið. Það kom í ljós í dag að við erum með nýtt lið,“ sagði Spánverjinn Valero Rivera, landsliðsþjálfari Katars. Sama hvað menn reyna að fegra hlutina þá keypti Katar sér handboltalandslið fyrir þetta mót. Engar reglur voru brotnar og Rivera náði að setja saman sterkt lið sem með eilítilli heppni, og jafnvel smá örðu af heimadómgæslu inn á milli, fór alla leið í úrslitaleikinn. Þar barðist liðið hetjulega gegn ógnarsterku frönsku liði sem er nú handhafi heims-, Evrópu- og Ólympíumeistaratitlanna. „Það var mikilvægt fyrir okkur að vinna EM í fyrra,“ sagði Claude Onesta, þjálfari Frakka, á blaðamannafundinum eftir leik. „Við erum með ungt lið – þó svo að við séum með nokkra reynslumikla með – og ég vissi ekki að þetta lið væri tilbúið til að vinna aftur nú. Þetta var próf fyrir okkur og strákarnir stóðu sig gríðarlega vel.“ Mönnum er nú spurn hvort að uppgangur katarsks handbolta sé aðeins rétt að byrja. Rivera segist í það minnsta stefna á að koma liðinu á Ólympíuleikana í Ríó árið 2016. Liðinu standa tvær leiðir til boða - að verða Asíumeistari á næsta ári eða í gegnum undankeppni Ólympíuleikanna. „Við viljum halda áfram okkar vinnu. Ef við ætlum að ná enn frekari árangri þá þurfum við að halda áfram að leggja á okkur mikla vinnu. Við höfum getuna og allt sem þarf til að ná langt og ef við leggjum mikla vinnu á okkur þá munum við spila á næstu Ólympíuleikum.“ Rivero hefur neitað að svara spurningum um nokkuð annað en handbolta. Það sem handboltaheimurinn lærði þó af þessu móti er að það virðist mun minna mál en menn héldu að kaupa sér landslið sem getur staðist þeim allra bestu snúning. Gullið var þó ekki til sölu í þetta skiptið en öllum má vera ljóst að það virðist nú aðeins vera tímaspursmál, nema að stórtækar breytingar verði gerðar á reglum Alþjóðahandknattleikssambandsins. Miðað við núverandi landslag virðast þær breytingar ekki í aðsigi.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Luka Karabatic: Verðlaunapeningurinn er svo þungur Luka Karabatic spilaði vel í frönsku vörninni í úrslitaleiknum gegn Katar. 1. febrúar 2015 20:35 Gajić markakóngur HM í Katar | Heimamenn með tvo á topp 5 Slóveninn Dragan Gajić varð markakóngur HM 2015 í Katar. 1. febrúar 2015 22:45 Omeyer valinn besti leikmaðurinn á HM Thierry Omeyer, markvörður nýkrýndra heimsmeistara Frakka, var í kvöld valinn besti leikmaðurinn á heimsmeistaramótinu í Katar en það var sérstök valnefnd á vegum IHF sem valdi liðið. 1. febrúar 2015 20:14 Omeyer: Síðustu fjórir leikirnir voru þeir bestu hjá okkur Thierry Omeyer varð í dag heimsmeistari í fjórða sinn. 1. febrúar 2015 20:19 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Minaur Baia Mare | Einum sigri frá riðlakeppninni Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Sjá meira
Luka Karabatic: Verðlaunapeningurinn er svo þungur Luka Karabatic spilaði vel í frönsku vörninni í úrslitaleiknum gegn Katar. 1. febrúar 2015 20:35
Gajić markakóngur HM í Katar | Heimamenn með tvo á topp 5 Slóveninn Dragan Gajić varð markakóngur HM 2015 í Katar. 1. febrúar 2015 22:45
Omeyer valinn besti leikmaðurinn á HM Thierry Omeyer, markvörður nýkrýndra heimsmeistara Frakka, var í kvöld valinn besti leikmaðurinn á heimsmeistaramótinu í Katar en það var sérstök valnefnd á vegum IHF sem valdi liðið. 1. febrúar 2015 20:14
Omeyer: Síðustu fjórir leikirnir voru þeir bestu hjá okkur Thierry Omeyer varð í dag heimsmeistari í fjórða sinn. 1. febrúar 2015 20:19