Engar undanþágur, eða fyrirsjáanlegar undanþágur? Stjórnarmaðurinn skrifar 4. febrúar 2015 07:00 Pétur Blöndal sagðist á dögunum þeirrar skoðunar að varhugavert væri að veita undanþágur frá gjaldeyrishöftunum. Stjórnarmaðurinn hefur fengið að reyna gjaldeyrishöftin á eigin skinni. Hans reynsla er sú að höftin hafi minni áhrif á daglegan rekstur íslenskra fyrirtækja en gjarnan er látið að liggja. Staðreyndin er nefnilega sú að þótt höftin leggi bann við t.d. kaupum á erlendum verðbréfum, og lánum milli innlendra og erlendra aðila, þá er í þeim að finna undanþágur fyrir þjónustu- og vörukaup. Þetta veldur því að mörg innlend fyrirtæki reka sig sáralítið á gjaldeyrishöftin í daglegu amstri þótt vissulega sé skriffinnskan í meira lagi. Annað gildir um erlenda fjárfesta. Fólk sem stundar viðskipti sækir í umhverfi sem það skilur og treystir. Skaðsemi haftanna er því fólgin í því að erlendir aðilar eru skiljanlega tregir til að eyða tíma og peningum í að kynna sér þau og því virka þau fælandi á erlenda fjárfestingu. Ef valið stendur milli þess að fjárfesta á Íslandi, eða í landi þar sem frjálst flæði fjármagns er tryggt, hvers vegna ætti fólk að öllu jöfnu að velja haftalandið Ísland? Á meðan verður íslenskt þjóðarbú af mikilvægum gjaldeyri. En víkjum aftur að orðum Péturs Blöndal í kjölfar fregna af því að Prómens íhugaði nú að flytja höfuðstöðvar sínar úr landi eftir að hafa fengið synjun á undanþáguumsókn. Stjórnarmaðurinn er ósammála Pétri og telur svigrúm til að veita undanþágur nauðsynlegt ef fyrir liggja gildar ástæður. Í þeim efnum er mikilvægast að sambærileg mál hljóti sambærilega úrlausn. Nokkrum dögum áður en út kvisaðist að umsókn Prómens hefði verið synjað, voru fréttir um þátttöku Eimskips í svokölluðu Joint Venture-félagi í Hamburg – en til þess hefur væntanlega þurft undanþágu frá Seðlabankanum. Stjórnarmaðurinn þekkir ekki forsendur að baki undanþágu til Eimskips, ekki frekar en hann þekkir til smáatriða í umsókn Prómens. Mergurinn málsins er hins vegar sá að engin leið er að bera málin saman enda liggja forsendur ekki fyrir opinberlega. Á meðan málum er svo háttað er alltaf hætta á kerfislægu vantrausti. Hvað mælir annars því í mót að ákvarðanir um undanþágur frá gjaldeyrishöftum séu birtar opinberlega rétt eins og margar aðrar stjórnvaldsákvarðanir, dómar eða úrskurðir? Gjaldeyrishöftin eru „nauðsynleg óþægindi“ ef svo má að orði komast. Hins vegar er engin ástæða til að auka á flækjustigið og ógagnsæið að óþörfu.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Framúrskarandi fyrirtæki Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Viðskipti innlent Vara við sósum sem geta sprungið Neytendur Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Pétur Blöndal sagðist á dögunum þeirrar skoðunar að varhugavert væri að veita undanþágur frá gjaldeyrishöftunum. Stjórnarmaðurinn hefur fengið að reyna gjaldeyrishöftin á eigin skinni. Hans reynsla er sú að höftin hafi minni áhrif á daglegan rekstur íslenskra fyrirtækja en gjarnan er látið að liggja. Staðreyndin er nefnilega sú að þótt höftin leggi bann við t.d. kaupum á erlendum verðbréfum, og lánum milli innlendra og erlendra aðila, þá er í þeim að finna undanþágur fyrir þjónustu- og vörukaup. Þetta veldur því að mörg innlend fyrirtæki reka sig sáralítið á gjaldeyrishöftin í daglegu amstri þótt vissulega sé skriffinnskan í meira lagi. Annað gildir um erlenda fjárfesta. Fólk sem stundar viðskipti sækir í umhverfi sem það skilur og treystir. Skaðsemi haftanna er því fólgin í því að erlendir aðilar eru skiljanlega tregir til að eyða tíma og peningum í að kynna sér þau og því virka þau fælandi á erlenda fjárfestingu. Ef valið stendur milli þess að fjárfesta á Íslandi, eða í landi þar sem frjálst flæði fjármagns er tryggt, hvers vegna ætti fólk að öllu jöfnu að velja haftalandið Ísland? Á meðan verður íslenskt þjóðarbú af mikilvægum gjaldeyri. En víkjum aftur að orðum Péturs Blöndal í kjölfar fregna af því að Prómens íhugaði nú að flytja höfuðstöðvar sínar úr landi eftir að hafa fengið synjun á undanþáguumsókn. Stjórnarmaðurinn er ósammála Pétri og telur svigrúm til að veita undanþágur nauðsynlegt ef fyrir liggja gildar ástæður. Í þeim efnum er mikilvægast að sambærileg mál hljóti sambærilega úrlausn. Nokkrum dögum áður en út kvisaðist að umsókn Prómens hefði verið synjað, voru fréttir um þátttöku Eimskips í svokölluðu Joint Venture-félagi í Hamburg – en til þess hefur væntanlega þurft undanþágu frá Seðlabankanum. Stjórnarmaðurinn þekkir ekki forsendur að baki undanþágu til Eimskips, ekki frekar en hann þekkir til smáatriða í umsókn Prómens. Mergurinn málsins er hins vegar sá að engin leið er að bera málin saman enda liggja forsendur ekki fyrir opinberlega. Á meðan málum er svo háttað er alltaf hætta á kerfislægu vantrausti. Hvað mælir annars því í mót að ákvarðanir um undanþágur frá gjaldeyrishöftum séu birtar opinberlega rétt eins og margar aðrar stjórnvaldsákvarðanir, dómar eða úrskurðir? Gjaldeyrishöftin eru „nauðsynleg óþægindi“ ef svo má að orði komast. Hins vegar er engin ástæða til að auka á flækjustigið og ógagnsæið að óþörfu.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Framúrskarandi fyrirtæki Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Viðskipti innlent Vara við sósum sem geta sprungið Neytendur Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur