Ég er fyrir tónlistina og mennskuna Magnús Guðmundsson skrifar 5. febrúar 2015 13:30 Jorge Luis Prats þykir einstaklega líflegur og skemmtilegur flytjandi. Mynd/Jan Willem Kaldenbach Kúbverski píanistinn Jorge Luis Prats spilar á Heimspíanistaröð Hörpu á laugardaginn. Jorge Luis Prats er fæddur árið 1956. Hann er á meðal áhugaverðustu píanista sinnar kynslóðar og er margverðlaunaður í samkeppnum á yngri árum sem og fyrir tónleika og upptökur seinna meir. Eftir að hafa alist upp við píanóið á Kúbu til tvítugs hélt Jorge Luis Prats til náms í París og Bandaríkjunum en Kúba og kúbversk tónlistararfleið hefur þó ætíð fylgt honum. Hann þykir hafa einstaklega líflega og skemmtilega framkomu á tónleikum, auk þess sem verkefnavalið andar oftar en ekki suðrænum og heillandi blæ. Síðustu áratugina hefur Jorge Luis Prats farið um víða veröld til þess að koma fram á tónleikum og gerir enn af miklum móð; þrátt fyrir það þykir þessum suðræna meistara þó ekkert eins leiðinlegt og að ferðast. „Ferðalagið sjálft er það allra leiðinlegasta sem ég geri. Flugvellir eru ekki skemmtilegir staðir og að sitja í flugvél er hreint út sagt alveg skelfilega leiðinlegt. Samt þarf ég að gera svo mikið af þessu. Núna er ég í París og fyrr í vikunni var ég í Flórída og eftir tvo daga verð ég kominn til Reykjavíkur, síðan er það London og svo Kólumbía og svona heldur þetta áfram. En ávinningurinn! Það er allt annað mál. Að fá að spila fyrir fólk og miðla til þess þeirri tónlist sem ég hef ástríðu fyrir. Fólk er svo fallegt og dásamlegt og það gerir þetta allt þess virði. Að spila fyrir fólk er það allra skemmtilegasta sem ég geri svo þetta er nú ekki alslæmt.“ Jorge Luis Prats er einstaklega líflegur maður. Það veður á honum þegar hann talar um tónlist og að spila fyrir fólk. En þrátt fyrir að koma úr umhverfi sem er mettað af pólitík og einangrun Kúbu á liðnum árum hefur hann lítinn áhuga á slíku. „Pólitík er ekki fyrir mig og hefur aldrei verið. Ég er tónlistarmaður en ekki stjórnmálamaður. Guði sé lof. Ég er fyrir tónlistina og mennskuna. Lífið! Ég fer um allan heim og spila og þannig og í gegnum tónlistina kynnist ég sögu þjóðanna og fólki. Tónlistin er þannig að hún dregur fram í okkur allt það besta. Ástríður og kærleik og jákvæðar tilfinningar sem við vöxum og döfnum af en pólitík, það er allt annað mál.“ Tónleikagestir laugardagsins mega greinilega eiga von á líflegum og fjölbreyttum tónleikum því þegar Jorge Luis Prats talar um efnisskrána er honum mikið niðri fyrir. „Ég er búinn að setja saman frekar óvenjulega efnisskrá fyrir laugardaginn. Ég ætla að byrja á því að koma með Amazon til Íslands. Svo verður þarna kynþokki frá Brasilíu, karakter, rómantík, drama og kærleikur frá Spáni. Við Kúbverjar erum afskaplega spænsk þjóð og ég kem líka með efni frá Havana sem er af sama meiði. Þar á meðal ætla ég að frumflytja verk sem var samið fyrir mig og ég kalla „Sweet Havana“ þó svo að það hafi ekki fengið formlega það heiti. Þar er að finna sætleika og rómantík, útförina og gleðina yfir lifuðu lífi og fallegum minningum og allt er þetta ákaflega kúbverskt. Ég enda svo á tangó sem á rætur sínar í kúbverska dansinum. Þetta verður allt ákaflega fallegt og melódískt og ég hlakka til þess að færa íslenskum áhorfendum gleðina og hamingjuna sem er í þessari tónlist. Það eina sem ég sakna er að ná ekki að spila sérstaklega fyrir unga tónlistarnema því mér finnst alltaf sérstaklega skemmtilegt að færa ungu fólki nýja tónlist.“ Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Kúbverski píanistinn Jorge Luis Prats spilar á Heimspíanistaröð Hörpu á laugardaginn. Jorge Luis Prats er fæddur árið 1956. Hann er á meðal áhugaverðustu píanista sinnar kynslóðar og er margverðlaunaður í samkeppnum á yngri árum sem og fyrir tónleika og upptökur seinna meir. Eftir að hafa alist upp við píanóið á Kúbu til tvítugs hélt Jorge Luis Prats til náms í París og Bandaríkjunum en Kúba og kúbversk tónlistararfleið hefur þó ætíð fylgt honum. Hann þykir hafa einstaklega líflega og skemmtilega framkomu á tónleikum, auk þess sem verkefnavalið andar oftar en ekki suðrænum og heillandi blæ. Síðustu áratugina hefur Jorge Luis Prats farið um víða veröld til þess að koma fram á tónleikum og gerir enn af miklum móð; þrátt fyrir það þykir þessum suðræna meistara þó ekkert eins leiðinlegt og að ferðast. „Ferðalagið sjálft er það allra leiðinlegasta sem ég geri. Flugvellir eru ekki skemmtilegir staðir og að sitja í flugvél er hreint út sagt alveg skelfilega leiðinlegt. Samt þarf ég að gera svo mikið af þessu. Núna er ég í París og fyrr í vikunni var ég í Flórída og eftir tvo daga verð ég kominn til Reykjavíkur, síðan er það London og svo Kólumbía og svona heldur þetta áfram. En ávinningurinn! Það er allt annað mál. Að fá að spila fyrir fólk og miðla til þess þeirri tónlist sem ég hef ástríðu fyrir. Fólk er svo fallegt og dásamlegt og það gerir þetta allt þess virði. Að spila fyrir fólk er það allra skemmtilegasta sem ég geri svo þetta er nú ekki alslæmt.“ Jorge Luis Prats er einstaklega líflegur maður. Það veður á honum þegar hann talar um tónlist og að spila fyrir fólk. En þrátt fyrir að koma úr umhverfi sem er mettað af pólitík og einangrun Kúbu á liðnum árum hefur hann lítinn áhuga á slíku. „Pólitík er ekki fyrir mig og hefur aldrei verið. Ég er tónlistarmaður en ekki stjórnmálamaður. Guði sé lof. Ég er fyrir tónlistina og mennskuna. Lífið! Ég fer um allan heim og spila og þannig og í gegnum tónlistina kynnist ég sögu þjóðanna og fólki. Tónlistin er þannig að hún dregur fram í okkur allt það besta. Ástríður og kærleik og jákvæðar tilfinningar sem við vöxum og döfnum af en pólitík, það er allt annað mál.“ Tónleikagestir laugardagsins mega greinilega eiga von á líflegum og fjölbreyttum tónleikum því þegar Jorge Luis Prats talar um efnisskrána er honum mikið niðri fyrir. „Ég er búinn að setja saman frekar óvenjulega efnisskrá fyrir laugardaginn. Ég ætla að byrja á því að koma með Amazon til Íslands. Svo verður þarna kynþokki frá Brasilíu, karakter, rómantík, drama og kærleikur frá Spáni. Við Kúbverjar erum afskaplega spænsk þjóð og ég kem líka með efni frá Havana sem er af sama meiði. Þar á meðal ætla ég að frumflytja verk sem var samið fyrir mig og ég kalla „Sweet Havana“ þó svo að það hafi ekki fengið formlega það heiti. Þar er að finna sætleika og rómantík, útförina og gleðina yfir lifuðu lífi og fallegum minningum og allt er þetta ákaflega kúbverskt. Ég enda svo á tangó sem á rætur sínar í kúbverska dansinum. Þetta verður allt ákaflega fallegt og melódískt og ég hlakka til þess að færa íslenskum áhorfendum gleðina og hamingjuna sem er í þessari tónlist. Það eina sem ég sakna er að ná ekki að spila sérstaklega fyrir unga tónlistarnema því mér finnst alltaf sérstaklega skemmtilegt að færa ungu fólki nýja tónlist.“
Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira