Vampírubörn úti um allt hús Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 7. febrúar 2015 12:00 Freyja, Fía, Þórdís og Tristan tóku forskot á sæluna og hjálpuðu Kristínu að undirbúa Drakúlasmiðjuna. vísir/valli Í dag er heimsdagur barna haldinn í ellefta skipti á Vetrarhátíð Reykjavíkurborgar. Á heimsdegi barna gefst börnum og fylgdarmönnum þeirra tækifæri til að taka þátt í fjölbreyttum og spennandi listsmiðjum. Ein af þeim smiðjum sem verða í boði er Drakúlasmiðja í Gerðubergi undir stjórn Kristínar Þóru Guðbjartsdóttur. „Smiðjan gengur út á að börnin gera búninga úr efnum sem auðvelt er að finna til heima. Við notum svarta plastpoka, kreppappír og gjafaborða til að búa til skikkjuna. Svo gera þau vígtennur úr pappír og að lokum leðurblöku sem þau setja á grillpinna. Þau gera þetta alveg sjálf. Ég afhendi þeim bara efnið og leiðbeini.“ Kristín var síðast með Drakúlasmiðju fyrir fjórum árum og var hún mjög vinsæl. „Það var handagangur í öskjunni, ansi líflegt og fjörugt. Það voru litlar vampírur á sveimi um alla ganga enda gerðum við 150 til 200 búninga á þremur tímum.“ Kristín segist sjálf vera norn og hafa mikinn áhuga á því sem er dökkt, dularfullt og ógnvekjandi. Hún segir mörg börn deila áhuga hennar. „Þau dýrka þetta. Þegar maður er að mála þau í framan og setja blóð verða þau svaka spennt. Þegar ég var að mála þau fyrir myndatökuna núna bað eitt barnið um bitför á hálsinn,“ segir hún hlæjandi. Í ár verður sú breyting á heimsdegi barna að auk listsmiðja í Gerðubergi verður dagskráin í boði á fleiri starfsstöðum Borgarbókasafnsins; í Spönginni, Kringlunni og Sólheimum. Hægt er að sjá dagskrána á vef Borgarbókasafnsins. Vetrarhátíð Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira
Í dag er heimsdagur barna haldinn í ellefta skipti á Vetrarhátíð Reykjavíkurborgar. Á heimsdegi barna gefst börnum og fylgdarmönnum þeirra tækifæri til að taka þátt í fjölbreyttum og spennandi listsmiðjum. Ein af þeim smiðjum sem verða í boði er Drakúlasmiðja í Gerðubergi undir stjórn Kristínar Þóru Guðbjartsdóttur. „Smiðjan gengur út á að börnin gera búninga úr efnum sem auðvelt er að finna til heima. Við notum svarta plastpoka, kreppappír og gjafaborða til að búa til skikkjuna. Svo gera þau vígtennur úr pappír og að lokum leðurblöku sem þau setja á grillpinna. Þau gera þetta alveg sjálf. Ég afhendi þeim bara efnið og leiðbeini.“ Kristín var síðast með Drakúlasmiðju fyrir fjórum árum og var hún mjög vinsæl. „Það var handagangur í öskjunni, ansi líflegt og fjörugt. Það voru litlar vampírur á sveimi um alla ganga enda gerðum við 150 til 200 búninga á þremur tímum.“ Kristín segist sjálf vera norn og hafa mikinn áhuga á því sem er dökkt, dularfullt og ógnvekjandi. Hún segir mörg börn deila áhuga hennar. „Þau dýrka þetta. Þegar maður er að mála þau í framan og setja blóð verða þau svaka spennt. Þegar ég var að mála þau fyrir myndatökuna núna bað eitt barnið um bitför á hálsinn,“ segir hún hlæjandi. Í ár verður sú breyting á heimsdegi barna að auk listsmiðja í Gerðubergi verður dagskráin í boði á fleiri starfsstöðum Borgarbókasafnsins; í Spönginni, Kringlunni og Sólheimum. Hægt er að sjá dagskrána á vef Borgarbókasafnsins.
Vetrarhátíð Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira