Smá kall og smá kelling í okkur öllum Jón Gnarr skrifar 7. febrúar 2015 07:00 Ég hef alltaf litið upp til fólks sem mér hefur fundist gefandi. Svona fólk sem hefur áhuga á öðru fólki, er hjálpsamt og góðir hlustendur. Þetta fólk virðist hafa það markmið í lífinu að gefa meira af sér en það tekur til sín. Sumum er þetta eðlislægt meðan öðrum, einsog mér sjálfum, er þetta fyrirhöfn sem kostar oft heilmikla einbeitingu og vinnu.Click here for an English version Það er líka mjög athyglisvert með þetta góða og vandaða fólk að það er svo oft kvenkyns. Ástæðan fyrir því er eflaust bæði líffræðileg og menningarleg. Nú er ég alls ekki að alhæfa um að allar konur séu svona en allir karlar hinsegin. Það er smá kall og smá kelling í okkur öllum, misjafnlega mikið magn af hormónum. Hugmyndin á bakvið þessa aðferð er ekki úr lausu lofti gripin heldur byggir hún á ákveðinni heimspeki, þeirri skoðun að við sem manneskjur séum ekki bara stakar og sjálfstæðar einingar heldur líka, og jafnvel miklu frekar, aðeins ólíkar birtingamyndir sömu heildar. Við erum öll tengd. Það er bara ein mannvera og við erum kópía af henni. Það er skylda okkar eða tilgangur að bera ábyrgð á þessu eintaki í sameiginlegri vegferð okkar allra til framtíðar. Og ábyrgðinni fylgir ákveðin meðlíðan með öðrum. Það sem við upplifum hjá okkur sjálfum mótar afstöðu okkar til annarra.Tilgangslaust að dæma aðra Ég hef lengstan part ævinnar reynt að lifa samkvæmt þessu. Það hefur oft verið erfitt og frústrerandi en að sama skapi nærandi. Ég hef reynt að taka ábyrgð á sjálfum mér. Ég leyfi mér ekki að vera fórnarlamb eða byrði á öðrum. Ef ég hef ekkert uppbyggilegt, gáfulegt eða skemmtilegt fram að færa þá reyni ég að þegja. Ég reyni að halda fólki í kringum mig upplýstu um ástand mitt hverju sinni. Ég segi ekki að allt sé í lagi ef það er það ekki. Ég þykist ekki vita það sem ég veit ekki. Og ég þykist ekki ráða við aðstæður sem ég ræð ekki við, til að halda einhverri ímyndaðri ró eða falskri ímynd. Ég reyni að launa gott með góðu og illt reyni ég líka að launa með góðu til að efla hið góða. Þegar maður áttar sig á því að allar manneskjur eru hluti af sömu heild og í rauninni öll í sama líkama þá breytist afstaða manns til lífsins að sama skapi. Í stað sundrungar kemur sameining og samkennd. Samkeppni er í raun ekki til heldur erum við öll að keppa að því sama, bara með ólíkum aðferðum. Grunngildi okkar eru þau sömu. Og þá verða yfirsjónir og afglöp annarra skiljanlegri og ásættanlegri. Það verður tilgangslaust að dæma aðra. Fólk hættir að fara í taugarnar á manni og maður á engan óvin í nokkurri manneskju því um leið og maður elskar sjálfan sig þá elskar maður aðra því allir aðrir eru hluti af manni sjálfum. Og maður lærir að fyrirgefa svo aðrir hafi ekki óþarflega mikla stjórn á lífi manns og líðan.Við dönsum í takt Það eru ekki allir sammála þessari lífsskoðun. Sumir velja að vaða áfram í lífinu og hrifsa til sín það sem þá langar í þegar þá langar í það án tillits til annarra. Mörgum finnst það meira að segja í lagi að nota og jafnvel misnota annað fólk til að ná sínum eigingjarna árangri. Fólk beitir jafnvel ofbeldi. Þetta kann í fljótu bragði að sýnast ágætis aðferð. En það er mín reynsla að þetta sé einungis skyndilausn og ákaflega léleg þegar til lengri tíma er litið. Hið harða brotnar alltaf að lokum því það kann ekki að beygja sig. En svo er náttúrlega fullt af aðferðum þarna á milli. Ég veit ekki hvað ég á að kalla þessa aðferð mína. Þetta er einhvers konar taóískur húmanismi sem byggist á tilraunum mínum og reynslu. En þetta virkar vel. Það er í raun og veru sælla að gefa en þiggja. Ef ég kaupi mér nýjan snjallsíma þá gefur það mér ákveðna vellíðan í einhvern tíma. En ef ég vel að gefa hann einhverjum öðrum þá þúsundfaldast hin góða líðan og ég er í rauninni að gera betur við sjálfan mig heldur en að kaupa mér nýjan síma. Sama gildir um athygli eða tíma. Þetta er ákveðin mystería sem hefur með hin ósýnilegu lögmál alheimsins að gera. Alheimurinn hefur ryþma og við dönsum í takt hvort sem okkur líður betur eða verr. Þegar við áttum okkur á því og sættum okkur við það verður lífið ekki bara einfaldara heldur miklu ánægjulegra líka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gnarr Mest lesið Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ég hef alltaf litið upp til fólks sem mér hefur fundist gefandi. Svona fólk sem hefur áhuga á öðru fólki, er hjálpsamt og góðir hlustendur. Þetta fólk virðist hafa það markmið í lífinu að gefa meira af sér en það tekur til sín. Sumum er þetta eðlislægt meðan öðrum, einsog mér sjálfum, er þetta fyrirhöfn sem kostar oft heilmikla einbeitingu og vinnu.Click here for an English version Það er líka mjög athyglisvert með þetta góða og vandaða fólk að það er svo oft kvenkyns. Ástæðan fyrir því er eflaust bæði líffræðileg og menningarleg. Nú er ég alls ekki að alhæfa um að allar konur séu svona en allir karlar hinsegin. Það er smá kall og smá kelling í okkur öllum, misjafnlega mikið magn af hormónum. Hugmyndin á bakvið þessa aðferð er ekki úr lausu lofti gripin heldur byggir hún á ákveðinni heimspeki, þeirri skoðun að við sem manneskjur séum ekki bara stakar og sjálfstæðar einingar heldur líka, og jafnvel miklu frekar, aðeins ólíkar birtingamyndir sömu heildar. Við erum öll tengd. Það er bara ein mannvera og við erum kópía af henni. Það er skylda okkar eða tilgangur að bera ábyrgð á þessu eintaki í sameiginlegri vegferð okkar allra til framtíðar. Og ábyrgðinni fylgir ákveðin meðlíðan með öðrum. Það sem við upplifum hjá okkur sjálfum mótar afstöðu okkar til annarra.Tilgangslaust að dæma aðra Ég hef lengstan part ævinnar reynt að lifa samkvæmt þessu. Það hefur oft verið erfitt og frústrerandi en að sama skapi nærandi. Ég hef reynt að taka ábyrgð á sjálfum mér. Ég leyfi mér ekki að vera fórnarlamb eða byrði á öðrum. Ef ég hef ekkert uppbyggilegt, gáfulegt eða skemmtilegt fram að færa þá reyni ég að þegja. Ég reyni að halda fólki í kringum mig upplýstu um ástand mitt hverju sinni. Ég segi ekki að allt sé í lagi ef það er það ekki. Ég þykist ekki vita það sem ég veit ekki. Og ég þykist ekki ráða við aðstæður sem ég ræð ekki við, til að halda einhverri ímyndaðri ró eða falskri ímynd. Ég reyni að launa gott með góðu og illt reyni ég líka að launa með góðu til að efla hið góða. Þegar maður áttar sig á því að allar manneskjur eru hluti af sömu heild og í rauninni öll í sama líkama þá breytist afstaða manns til lífsins að sama skapi. Í stað sundrungar kemur sameining og samkennd. Samkeppni er í raun ekki til heldur erum við öll að keppa að því sama, bara með ólíkum aðferðum. Grunngildi okkar eru þau sömu. Og þá verða yfirsjónir og afglöp annarra skiljanlegri og ásættanlegri. Það verður tilgangslaust að dæma aðra. Fólk hættir að fara í taugarnar á manni og maður á engan óvin í nokkurri manneskju því um leið og maður elskar sjálfan sig þá elskar maður aðra því allir aðrir eru hluti af manni sjálfum. Og maður lærir að fyrirgefa svo aðrir hafi ekki óþarflega mikla stjórn á lífi manns og líðan.Við dönsum í takt Það eru ekki allir sammála þessari lífsskoðun. Sumir velja að vaða áfram í lífinu og hrifsa til sín það sem þá langar í þegar þá langar í það án tillits til annarra. Mörgum finnst það meira að segja í lagi að nota og jafnvel misnota annað fólk til að ná sínum eigingjarna árangri. Fólk beitir jafnvel ofbeldi. Þetta kann í fljótu bragði að sýnast ágætis aðferð. En það er mín reynsla að þetta sé einungis skyndilausn og ákaflega léleg þegar til lengri tíma er litið. Hið harða brotnar alltaf að lokum því það kann ekki að beygja sig. En svo er náttúrlega fullt af aðferðum þarna á milli. Ég veit ekki hvað ég á að kalla þessa aðferð mína. Þetta er einhvers konar taóískur húmanismi sem byggist á tilraunum mínum og reynslu. En þetta virkar vel. Það er í raun og veru sælla að gefa en þiggja. Ef ég kaupi mér nýjan snjallsíma þá gefur það mér ákveðna vellíðan í einhvern tíma. En ef ég vel að gefa hann einhverjum öðrum þá þúsundfaldast hin góða líðan og ég er í rauninni að gera betur við sjálfan mig heldur en að kaupa mér nýjan síma. Sama gildir um athygli eða tíma. Þetta er ákveðin mystería sem hefur með hin ósýnilegu lögmál alheimsins að gera. Alheimurinn hefur ryþma og við dönsum í takt hvort sem okkur líður betur eða verr. Þegar við áttum okkur á því og sættum okkur við það verður lífið ekki bara einfaldara heldur miklu ánægjulegra líka.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun