Fæ kannski smá athygli ef Dóra María hættir Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. febrúar 2015 07:00 Sigurður Egill Lárusson. Vísir/Stefán Sigurður Egill Lárusson, 24 ára gamall leikmaður Vals í Pepsi-deild karla í knattspyrnu, átti viðburðarríkar 37 mínútur í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins sem Valur vann gegn Leikni, 3-0, á mánudagskvöldið. Sigurður Egill skoraði fyrsta mark leiksins á 8. mínútu, fékk gult spjald fyrir brot á 25. mínútu og var rekinn út af með annað gult á 37. mínútu. Seinna gula spjaldið fékk hann fyrir leikaraskap, en þegar flestir héldu að hann væri að fá víti þegar Halldór Kristinn Halldórsson, miðvörður Leiknis, tæklaði hann í teignum, gaf dómari leiksins honum gult fyrir dýfu. „Mér fannst þetta vera víti. Hann tæklar mig og ég fann fyrir snertingu. Hann brást sjálfur við eins og það væri um víti að ræða og markvörður Leiknis greip um höfuð sér,“ segir Sigurður Egill við Fréttablaðið. Sigurður mótmælti dómnum nákvæmlega ekki neitt sem fékk flesta í stúkunni til að trúa að Erlendur Eiríksson hefði tekið rétta ákvörðun. „Það eru allir búnir að segja við mig að þeir héldu að þetta væri ekki víti út af viðbrögðum mínum. Ég var bara einn þarna og enginn hjá mér þannig ég nennti ekki að öskra og vera með læti. Ég skal viðurkenna það, að ég fór auðveldlega niður en ég dýfði mér ekki. Hann tæklar mig og því er þetta víti,“ segir Sigurður. Rauða spjaldið kom ekki að sök. Valur vann og hefur náð í bikar á árinu. „Það er alltaf gaman að vinna. Þetta er líka fyrsti titillinn með Val. Við erum að slípa okkur saman og erum með spennandi lið. Það eru flottir strákar þarna með flott hugarfar,“ segir Sigurður, en var þá eitthvað að hugarfarinu í fyrrasumar? „Já, mér fannst það. Við vorum líka óheppnir með útlendinga. Við fengum erlenda leikmenn sem eru góðir í fótbolta en ekki með gott hugarfar. Núna erum við með marga unga og spennandi leikmenn.“ Sigurður kveðst mjög ánægður með þjálfarateymið, Ólaf Jóhannesson og Sigurbjörn Hreiðarsson. Sjálfur vill Sigurður, sem skoraði í undanúrslitum og úrslitum Reykjavíkurmótsins, halda áfram að spila vel og ná góðu sumri með Val. „Mig hefur skort stöðugleika, en vonandi get ég fært þessi mörk inn í sumarið. Mér finnst líka gott að spila á hægri kantinum eins og ég hef verið að gera. Þar get ég komið inn á völlinn. Það er allavega betra en að vera vinstra megin. Vonandi næ ég að springa út í sumar,“ segir hann. Sigurður er bróðir Dóru Maríu Lárusdóttir, einnar bestu knattspyrnukonu landsins, sem er vægast sagt stærra nafn en Sigurður sem hefur þó gert fína hluti með uppeldisfélagi sínu Víkingi undanfarin ár. Dóra María liggur undir feldi þessa dagana og íhugar hvort hún ætli að halda áfram knattspyrnuiðkun. Spurður í gríni hvort hann vonist ekki til að systir hans hætti svo hann komist í sviðsljósið hlær Sigurður og segir léttur: „Maður myndi kannski fá smá athygli ef hún hættir og fer bara að horfa á mig úr stúkunni.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir „Er ekki í lagi með þig, Bjössi?“ | Sjáðu lætin í úrslitum Reykjavíkurmótsins Það sauð allt upp úr í seinni hálfleik þegar umdeilt atvik gerðist. 10. febrúar 2015 13:30 Umfjöllun: Leiknir - Valur 0-3 | Valur Reykjavíkurmeistari 2015 Valsmenn unnu öruggan sigur á Leikni í úrslitaleiknum í Egilshöll. 9. febrúar 2015 16:47 Valsmenn Reykjavíkurmeistarar í 21. sinn | Myndir Valsmenn urðu í kvöld Reykjavíkurmeistarar í fótbolta eftir 3-0 sigur á Leikni í úrslitaleik í Egilshöllinni. 9. febrúar 2015 22:29 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira
Sigurður Egill Lárusson, 24 ára gamall leikmaður Vals í Pepsi-deild karla í knattspyrnu, átti viðburðarríkar 37 mínútur í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins sem Valur vann gegn Leikni, 3-0, á mánudagskvöldið. Sigurður Egill skoraði fyrsta mark leiksins á 8. mínútu, fékk gult spjald fyrir brot á 25. mínútu og var rekinn út af með annað gult á 37. mínútu. Seinna gula spjaldið fékk hann fyrir leikaraskap, en þegar flestir héldu að hann væri að fá víti þegar Halldór Kristinn Halldórsson, miðvörður Leiknis, tæklaði hann í teignum, gaf dómari leiksins honum gult fyrir dýfu. „Mér fannst þetta vera víti. Hann tæklar mig og ég fann fyrir snertingu. Hann brást sjálfur við eins og það væri um víti að ræða og markvörður Leiknis greip um höfuð sér,“ segir Sigurður Egill við Fréttablaðið. Sigurður mótmælti dómnum nákvæmlega ekki neitt sem fékk flesta í stúkunni til að trúa að Erlendur Eiríksson hefði tekið rétta ákvörðun. „Það eru allir búnir að segja við mig að þeir héldu að þetta væri ekki víti út af viðbrögðum mínum. Ég var bara einn þarna og enginn hjá mér þannig ég nennti ekki að öskra og vera með læti. Ég skal viðurkenna það, að ég fór auðveldlega niður en ég dýfði mér ekki. Hann tæklar mig og því er þetta víti,“ segir Sigurður. Rauða spjaldið kom ekki að sök. Valur vann og hefur náð í bikar á árinu. „Það er alltaf gaman að vinna. Þetta er líka fyrsti titillinn með Val. Við erum að slípa okkur saman og erum með spennandi lið. Það eru flottir strákar þarna með flott hugarfar,“ segir Sigurður, en var þá eitthvað að hugarfarinu í fyrrasumar? „Já, mér fannst það. Við vorum líka óheppnir með útlendinga. Við fengum erlenda leikmenn sem eru góðir í fótbolta en ekki með gott hugarfar. Núna erum við með marga unga og spennandi leikmenn.“ Sigurður kveðst mjög ánægður með þjálfarateymið, Ólaf Jóhannesson og Sigurbjörn Hreiðarsson. Sjálfur vill Sigurður, sem skoraði í undanúrslitum og úrslitum Reykjavíkurmótsins, halda áfram að spila vel og ná góðu sumri með Val. „Mig hefur skort stöðugleika, en vonandi get ég fært þessi mörk inn í sumarið. Mér finnst líka gott að spila á hægri kantinum eins og ég hef verið að gera. Þar get ég komið inn á völlinn. Það er allavega betra en að vera vinstra megin. Vonandi næ ég að springa út í sumar,“ segir hann. Sigurður er bróðir Dóru Maríu Lárusdóttir, einnar bestu knattspyrnukonu landsins, sem er vægast sagt stærra nafn en Sigurður sem hefur þó gert fína hluti með uppeldisfélagi sínu Víkingi undanfarin ár. Dóra María liggur undir feldi þessa dagana og íhugar hvort hún ætli að halda áfram knattspyrnuiðkun. Spurður í gríni hvort hann vonist ekki til að systir hans hætti svo hann komist í sviðsljósið hlær Sigurður og segir léttur: „Maður myndi kannski fá smá athygli ef hún hættir og fer bara að horfa á mig úr stúkunni.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir „Er ekki í lagi með þig, Bjössi?“ | Sjáðu lætin í úrslitum Reykjavíkurmótsins Það sauð allt upp úr í seinni hálfleik þegar umdeilt atvik gerðist. 10. febrúar 2015 13:30 Umfjöllun: Leiknir - Valur 0-3 | Valur Reykjavíkurmeistari 2015 Valsmenn unnu öruggan sigur á Leikni í úrslitaleiknum í Egilshöll. 9. febrúar 2015 16:47 Valsmenn Reykjavíkurmeistarar í 21. sinn | Myndir Valsmenn urðu í kvöld Reykjavíkurmeistarar í fótbolta eftir 3-0 sigur á Leikni í úrslitaleik í Egilshöllinni. 9. febrúar 2015 22:29 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira
„Er ekki í lagi með þig, Bjössi?“ | Sjáðu lætin í úrslitum Reykjavíkurmótsins Það sauð allt upp úr í seinni hálfleik þegar umdeilt atvik gerðist. 10. febrúar 2015 13:30
Umfjöllun: Leiknir - Valur 0-3 | Valur Reykjavíkurmeistari 2015 Valsmenn unnu öruggan sigur á Leikni í úrslitaleiknum í Egilshöll. 9. febrúar 2015 16:47
Valsmenn Reykjavíkurmeistarar í 21. sinn | Myndir Valsmenn urðu í kvöld Reykjavíkurmeistarar í fótbolta eftir 3-0 sigur á Leikni í úrslitaleik í Egilshöllinni. 9. febrúar 2015 22:29