Hinir útvöldu Skjóðan skrifar 11. febrúar 2015 13:15 Á dögunum var loðnukvótinn ríflega tvöfaldaður, úr 260 þúsund tonnum í 580 þúsund tonn. Þetta er gleðiefni fyrir okkur Íslendinga því þjóðartekjur aukast um 20-25 milljarða að mati Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Sá galli er hins vegar á gjöf Njarðar að þessi tekjuaukning rennur í vasa fárra útvaldra og nýtist ekki þjóðinni nema takmarkað. Sjö stærstu útgerðarfyrirtæki landsins fá ríflega 90 prósent viðbótarkvótans. Samkvæmt mati SFS fá Ísfélagið í Vestmannaeyjum og HB Grandi þannig á silfurfati tekjur sem nema 4-5 milljörðum. Samherji og Síldarvinnslan fá saman á bilinu 7-9 milljarða. Aðspurður segir sjávarútvegsráðherra ekki koma til greina að selja þennan viðbótarkvóta. Honum sé úthlutað eftir settum reglum. Hluti fari til útlendinga eftir gerðum samningum en megnið renni til íslenskra útgerða. Ljóst er að í endurgjaldslausri úthlutun ráðherra á tugmilljarða aflaverðmæti til örfárra innlendra útgerðarfyrirtækja felst stórfelldur gjafagjörningur, hvað sem líður milliríkjasamningum um hlutdeild erlendra ríkja í heildaraflanum. Það gjafafyrirkomulag sem komið hefur verið á í íslenskri fiskveiðistjórnun er afleitt. Hér er ekki átt við kvótakerfið sem slíkt því flestir eru sammála um að nauðsynlegt sé að takmarka aðgengi að viðkvæmri auðlind. Það er hins vegar fráleit útfærsla að afhenda hópi útvalinna aðgang að sameign þjóðarinnar gegn vægu eða engu gjaldi svo sem tíðkast hér á landi. Afrakstur þjóðarinnar af hinni sameiginlegu auðlind verður best hámarkaður með því að nota markaðslausnir til að hámarka tekjur í sameiginlegan sjóð landsmanna. Núverandi fyrirkomulag hlunnfer þjóðina um milljarða og jafnvel milljarðatugi á ári hverju. Þessir fjármunir lenda í vösum hinna útvöldu. En það eru ekki aðeins beinu áhrifin af gjafakvótanum og skorti á samkeppni í sjávarútvegi, sem koma illa niður á íslensku samfélagi. Fyrirtækin útvöldu nota hagnaðinn af gjafakvótanum til að láta til sín taka á ýmsum sviðum íslensks atvinnulífs. Stærstu útgerðarfyrirtækin hafa undanfarin ár fjárfest fyrir milljarðatugi. Þrátt fyrir að nú standi yfir stórfelld endurnýjun fiskiskipaflotans og mikill fjöldi skipa sé í smíðum erlendis hafa stærstu útgerðirnar rífleg fjárráð til að kaupa með manni og mús stærstu fyrirtæki landsins í greinum, sem eru ótengdar sjávarútvegi. Stærsta matvælainnflutningsfyrirtæki landsins er nýlega komið í hendur Ísfélagsins í Vestmannaeyjum. Sama útgerð er ráðandi eigandi Árvakurs með beinum og óbeinum hætti. Samherji keypti Olís auk þess að vera stór hluthafi í Árvakri í gegnum tengd fyrirtæki. Þessar fjársterku útgerðir brengla íslenskan fyrirtækjamarkað. Slíkt bitnar á samkeppni og samkeppnisskortur bitnar ávallt, þegar upp er staðið, á neytendum.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Á dögunum var loðnukvótinn ríflega tvöfaldaður, úr 260 þúsund tonnum í 580 þúsund tonn. Þetta er gleðiefni fyrir okkur Íslendinga því þjóðartekjur aukast um 20-25 milljarða að mati Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Sá galli er hins vegar á gjöf Njarðar að þessi tekjuaukning rennur í vasa fárra útvaldra og nýtist ekki þjóðinni nema takmarkað. Sjö stærstu útgerðarfyrirtæki landsins fá ríflega 90 prósent viðbótarkvótans. Samkvæmt mati SFS fá Ísfélagið í Vestmannaeyjum og HB Grandi þannig á silfurfati tekjur sem nema 4-5 milljörðum. Samherji og Síldarvinnslan fá saman á bilinu 7-9 milljarða. Aðspurður segir sjávarútvegsráðherra ekki koma til greina að selja þennan viðbótarkvóta. Honum sé úthlutað eftir settum reglum. Hluti fari til útlendinga eftir gerðum samningum en megnið renni til íslenskra útgerða. Ljóst er að í endurgjaldslausri úthlutun ráðherra á tugmilljarða aflaverðmæti til örfárra innlendra útgerðarfyrirtækja felst stórfelldur gjafagjörningur, hvað sem líður milliríkjasamningum um hlutdeild erlendra ríkja í heildaraflanum. Það gjafafyrirkomulag sem komið hefur verið á í íslenskri fiskveiðistjórnun er afleitt. Hér er ekki átt við kvótakerfið sem slíkt því flestir eru sammála um að nauðsynlegt sé að takmarka aðgengi að viðkvæmri auðlind. Það er hins vegar fráleit útfærsla að afhenda hópi útvalinna aðgang að sameign þjóðarinnar gegn vægu eða engu gjaldi svo sem tíðkast hér á landi. Afrakstur þjóðarinnar af hinni sameiginlegu auðlind verður best hámarkaður með því að nota markaðslausnir til að hámarka tekjur í sameiginlegan sjóð landsmanna. Núverandi fyrirkomulag hlunnfer þjóðina um milljarða og jafnvel milljarðatugi á ári hverju. Þessir fjármunir lenda í vösum hinna útvöldu. En það eru ekki aðeins beinu áhrifin af gjafakvótanum og skorti á samkeppni í sjávarútvegi, sem koma illa niður á íslensku samfélagi. Fyrirtækin útvöldu nota hagnaðinn af gjafakvótanum til að láta til sín taka á ýmsum sviðum íslensks atvinnulífs. Stærstu útgerðarfyrirtækin hafa undanfarin ár fjárfest fyrir milljarðatugi. Þrátt fyrir að nú standi yfir stórfelld endurnýjun fiskiskipaflotans og mikill fjöldi skipa sé í smíðum erlendis hafa stærstu útgerðirnar rífleg fjárráð til að kaupa með manni og mús stærstu fyrirtæki landsins í greinum, sem eru ótengdar sjávarútvegi. Stærsta matvælainnflutningsfyrirtæki landsins er nýlega komið í hendur Ísfélagsins í Vestmannaeyjum. Sama útgerð er ráðandi eigandi Árvakurs með beinum og óbeinum hætti. Samherji keypti Olís auk þess að vera stór hluthafi í Árvakri í gegnum tengd fyrirtæki. Þessar fjársterku útgerðir brengla íslenskan fyrirtækjamarkað. Slíkt bitnar á samkeppni og samkeppnisskortur bitnar ávallt, þegar upp er staðið, á neytendum.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira