Af hryðjuverkamönnum og dýrlingum Illugi Jökulsson skrifar 15. febrúar 2015 10:00 Hryðjuverkamaður íslamista Þessi frétt er frá Búlgaríu. Ungur hermaður, varla orðinn tvítugur, var nýlega handtekinn í herbúðum sínum í þorpinu Negushevo skammt frá höfuðborginni Sófíu og grunaður um aðild að baráttusamtökum íslamista. Slík samtök hafa verið að skjóta upp kollinum í Búlgaríu, eins og allvíða annars staðar í Evrópu, enda töluvert um múslima þar í landi vegna nálægðarinnar við Tyrkland, Kosovo og Albaníu þar sem múslimar ráða ríkjum. Ungi maðurinn var yfirheyrður og fór lítt eða ekki í felur með samúð sína með öfgamönnum. Tími kristindómsins væri liðinn en tími hins herskáa íslams væri runninn upp. Mun hann hafa fimbulfambað um þetta af töluverðri mælsku frammi fyrir dómurunum við þann herdómstól sem hann var leiddur fyrir. En sjálfur kvaðst hann þó ekki hafa neitt illt haft í hyggju. Hinir háttsettu herforingjar dómstólsins létu hann að lokum lausan og kváðust mundu gefa honum „tíma til að hugsa sinn gang“ en áfram yrði fylgst með honum.Píslarvottur Allah En foringjunum hefndist fyrir linkind sína. Ungi maðurinn hugsaði vissulega sinn gang, en niðurstaða hans var bersýnilega ekki sú sem yfirboðarar hans höfðu vonast eftir. Rétt eftir að unga hermanninum var sleppt birtist hann við kirkju eina í Vazrazhdane-hverfi í Sófíu og lagði formálalaust eld að henni. Hún brann til grunna og áttu kristnir menn sem voru við messu í kirkjunni fótum fjör að launa. Ungi maðurinn var nú handtekinn að nýju og sökum þess að hann taldist vera ótíndur hryðjuverkamaður og hafa lagt líf fjölda fólks í mikla og yfirvofandi hættu var hann ekki tekinn neinum vettlingatökum í þetta sinn. Eftir hraðsoðin réttarhöld var hann dæmdur til dauða, en aftökur tíðkast sem kunnugt er enn í Búlgaríu þegar um herdómstóla er að ræða, þótt afar sjaldgæfar séu orðnar. Mun ungi hermaðurinn hafa brugðist hortuglega við dauðadómnum, lýsti engri iðrun og kvaðst ganga glaður til píslarvættis fyrir Allah. Var hann svo tekinn af lífi af aftökusveit hermanna.Dýrlingur kirkjunnar Theódór frá AmaseuGetur ekki staðist En öfgamenn íslams láta ekki að sér hæða. Ekki leið á löngu áður en yfirvöld veittu því athygli að gröf brennuvargsins í smábænum Boboshevo, þar sem hann fæddist, var orðin að helgistað þar sem sanntrúaðir öfgamenn vottuðu „píslarvottinum“ virðingu sína. Og um alla Búlgaríu og Balkanskagann og víðar í Evrópu furðuðu menn sig á því ofstæki og miskunnarleysi sem gripið hefði suma múslima, að ungi maðurinn skyldi ekkert læra af þeirri miskunnsemi sem fyrri herrétturinn sýndi honum, heldur halda fast við að réttast væri bæði að deyja og drepa fyrir trú sína. Þeir lesendur sem best eru að sér um sögu dauðarefsinga í Búlgaríu munu fyrstir hafa áttað sig á því að þessi „frétt“ getur náttúrlega ekki staðist. Dauðarefsingar voru formlega afnumdar í Búlgaríu árið 1999 í framhaldi af umsókn landsins um aðild að Evrópusambandinu, en þá hafði enginn verið tekinn af lífi í landinu í áratug, eða síðan kommúnistastjórnin þar hrundi. Og aðrir lesendur vel að sér um landafræði og sögu Búlgaríu munu hafa rekið upp stór augu þegar hinn múslimski hermdarverkamaður var sagður fæddur í Boboshevo, en í þeim bæ búa áreiðanlega ekki múslimar. Svo föstum fótum stendur kristindómurinn í Boboshevo að bærinn fékk þegar á miðöldum auknefnið „búlgarska Jerúsalem“ – og þar og í næsta nágrenni er aragrúi af kirkjum og klaustrum, og frægust af öllum er kirkja heilags Dímítars sem er að vísu lítil en prýdd stórmerkilegum freskum og þjóðargersemi í Búlgaríu. Og ekki nóg með þetta: Skammt frá bænum Boboshevo er hellir sá þar sem heilagur Ívan Rilskí bjó á 10du öld, einn helsti þjóðardýrlingur Búlgara, talinn helgur maður jafnvel meðan hann lifði og vann kraftaverk. Múslimar búa – trúi ég – engir í þessum sannkristna 1.500 manna bæ sem Boboshevo er, og undir engum kringumstæðum yrði þar látið líðast að leiði hryðjuverkamanns íslamista yrði að helgistað. Og er þá ótalið það sem allra helst mælir á móti því að frásögnin um búlgarska hermanninn geti verið rétt, sum sé að þótt múslimar séu vissulega um 7,8 prósent íbúa í Búlgaríu hefur þar ekkert borið á uppgangi öfgamanna sem beita trúnni fyrir sig. Enda er öll frásögnin um hermanninn hreinn tilbúningur. Ekki minnsti fótur fyrir henni! Eða þannig. Hún er reyndar dagsönn. Nema hvað hún gerðist í öðru landi og á öðrum tíma. Og snerist um allt önnur trúarbrögð en íslam.Kristindómur í Rómaveldi Það var í byrjun fjórðu aldar eftir Krist. Rómaveldi var enn með býsna hýrri há þótt einmitt um þær mundir væri það plagað af innanlandsófriði er kappsamir hershöfðingjar börðust um keisaratignina, og voru þeir helstir Konstantínus og Maxentíus. Í norðurhluta Tyrklands, sem nú heitir, var héraðið Amasea og þar hafði herflokkur aðsetur og meðal óbreyttu dátanna var kornungur maður að nafni Theódór frá nálægu þorpi sem kallað var Euchaita. Kristindómur var þá orðinn nokkuð útbreiddur um Rómaveldi og meðal þeirra sem aðhylltust trú þessa var fyrrnefndur Theódór. Félagar hans í hernum voru hins vegar flestir Míþra-trúar en þau trúarbrögð háðu um þær mundir harða keppni við kristindóm um hylli almennings. Hin hefðbundnu rómversku trúarbrögð með Júpíter í broddi fylkingar voru þá orðin lítið annað en formið eitt, en öflug sólartrú var einna öflugust í ríkinu. Míþra-trú og kristindómur sóttu hins vegar fast á. Theódór neitaði að taka þátt í helgiathöfnum félaga sinna, sem fólust ekki síst í viðhafnarkvöldverði og launhelgum þar sem blóð guðsins var meðal annars borið fram – og hefði það þó ekki átt að koma kristnum pilti mjög spánskt fyrir sjónir. Theódór var handtekinn og skammaður fyrir að vilja ekki vera með félögum sínum við trúariðkanir þeirra eða annarra „heiðinna“ manna, en svo var honum sleppt. Þótt kristni væri þá bönnuð og kristnir menn hefðu iðulega sætt ofsóknum vildu menn sýna þessum unga ákafa pilti umburðarlyndi.Kirkja heilags Theódórs í Boboshevo.Hryðjuverkamaður kristinista En umburðarlyndi var nokkuð sem ekki virtist ofarlega í huga þessa unga kristna pilts. Hann rauk þegar til í sínum eldlega trúarmóði og kveikti í guðahofi þar í nágrenninu og brann það til kaldra kola. Ekki veit ég hvort einhverjir saklausir dýrkendur hinna fornu guða létu þar lífið, það verður þó að teljast sennilegt því alltént sýndu yfirvöldin piltinum óforskammaða nú enga miskunn. Hann var tekinn og pyntaður og síðan líflátinn. Líklega hafa dómararnir kallað hann hryðjuverkamann kristinista. Líklega hefur hann sjálfur látið svo um mælt þegar hann var leiddur á aftökustað að nú væri „hefnt Drottins“.Verndardýrlingur hermanna Þetta var árið 306. Nema hvað, eftir að Theódór hafði verið jarðsettur í Euchaita þótti fljótlega mikil helgi á legstað hans og þangað fóru að koma pílagrímar sem litu á hann sem sannan píslarvott kristindómsins, enda hefði hann látið líf sitt fyrir einlæga trú sína á Jesú Krist. Þótt í rauninni hefði hann bara verið tekinn af lífi fyrir það hryðjuverk að brenna hof fólks sem hafði annan átrúnað en hann. En kristnir menn litu ekki þannig á málin, og þegar svo brá við að Konstantínus hershöfðingi tók upp málstað kristninnar í erjum sínum við Maxentíus og tryggði sér með því nægan stuðning til að verða keisari, þá stóðu hinir kristnu með pálmann í höndunum. Og hinn ungi Theódór varð æ heilagri í augum þeirra, hann var gerður að opinberum dýrlingi og fjöldi kirkna helgaður honum, meðal annars í borginni sem Konstantínus keisari stofnaði: Konstantínópel, og víðar. Hann varð sérstakur verndardýrlingur hermanna og krossfararnir hétu til dæmis mjög á heilagan Theódór þegar þeir hófu sitt jíhad, eða heilagt stríð, gegn múslimum seinna meir. Og í nafni hans brenndu þeir helgistaði múslima og stráfelldu alla sem ekki játuðu sömu trú og þeir. Og enn er Theódór frá Amaseu viðurkenndur og dáður dýrlingur kristinnar kirkju, aðallega í austurvegi en þó einnig í kaþólsku kirkjunni. Sá góði maður Frans páfi, hann er sem sé yfir kirkju sem tignar sérstaklega hinn unga hryðjuverkamann og telur hann búa í sérstakri náð guðs.Terroristar sem verða píslarvottar Og hvað meina ég svo með þessu? Er ég að reyna að afsaka hryðjuverkamenn nútímans sem kenndir eru við íslamista? Þeir séu á einhvern hátt skárri af því að fyrir 1.700 árum hafi verið til herskáir hryðjuverkamenn sem unnu sín illvirki í nafni kristindóms? Nei, alls ekki. Ekkert getur afsakað hryðjuverk, allra síst önnur hryðjuverk fyrir löngu. En menn mega samt hafa í huga að hin „kristna heimsmynd“ sem menn telja íslamistum svo uppsigað við, hún felst ekki ævinlega í umburðarlyndi og víðsýni og kærleika. Stundum felst hún í þröngsýni og umburðarleysi og ofbeldi trúarvissunnar. Stundum felst hún í terroristum sem nú eru dýrlingar, rétt eins og íslamistar vilja nú gera sína terrorista að píslarvottum. Gáum að því.Vegir liggja saman En svo að lokum enn ein sönnun þess hve lífið er skrýtið og skemmtilegt og þó að mannkynssagan sé garður gangstíga sem greinast í sífellu, þá liggja sumir þeirra saman að nýju. Dæmisagan um hinn „búlgarska hermann“ í upphafi greinarinnar var sem sé fullkominn tilbúningur minn, og heimaþorp hans Boboshevo valdi ég af algjöru handahófi af lista Wikipedíu yfir smábæi í Búlgaríu. En hvað kemur í ljós? Jú, í þessum litla bæ eru ekki aðeins merk guðshús helguð heilögum Dímítar og heilögum Ívani Rilskí, sem ég nefndi í upphafi. Þar reynist líka vera stórmerkileg kirkja heilags Theódórs frá Amaseu, ósköp lítil og svo illa farin af aldurdómi að byggt hefur verið timburhús utan um hana svo hún hrynji ekki alveg, en þar eru líka snjáðar en þó svo fallegar og alveg ómetanlegar freskur til minningar um þennan unga … ja, þennan unga hvað? Dýrling? Ofsatrúaðan terrorista? Flækjusaga Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Sjá meira
Þessi frétt er frá Búlgaríu. Ungur hermaður, varla orðinn tvítugur, var nýlega handtekinn í herbúðum sínum í þorpinu Negushevo skammt frá höfuðborginni Sófíu og grunaður um aðild að baráttusamtökum íslamista. Slík samtök hafa verið að skjóta upp kollinum í Búlgaríu, eins og allvíða annars staðar í Evrópu, enda töluvert um múslima þar í landi vegna nálægðarinnar við Tyrkland, Kosovo og Albaníu þar sem múslimar ráða ríkjum. Ungi maðurinn var yfirheyrður og fór lítt eða ekki í felur með samúð sína með öfgamönnum. Tími kristindómsins væri liðinn en tími hins herskáa íslams væri runninn upp. Mun hann hafa fimbulfambað um þetta af töluverðri mælsku frammi fyrir dómurunum við þann herdómstól sem hann var leiddur fyrir. En sjálfur kvaðst hann þó ekki hafa neitt illt haft í hyggju. Hinir háttsettu herforingjar dómstólsins létu hann að lokum lausan og kváðust mundu gefa honum „tíma til að hugsa sinn gang“ en áfram yrði fylgst með honum.Píslarvottur Allah En foringjunum hefndist fyrir linkind sína. Ungi maðurinn hugsaði vissulega sinn gang, en niðurstaða hans var bersýnilega ekki sú sem yfirboðarar hans höfðu vonast eftir. Rétt eftir að unga hermanninum var sleppt birtist hann við kirkju eina í Vazrazhdane-hverfi í Sófíu og lagði formálalaust eld að henni. Hún brann til grunna og áttu kristnir menn sem voru við messu í kirkjunni fótum fjör að launa. Ungi maðurinn var nú handtekinn að nýju og sökum þess að hann taldist vera ótíndur hryðjuverkamaður og hafa lagt líf fjölda fólks í mikla og yfirvofandi hættu var hann ekki tekinn neinum vettlingatökum í þetta sinn. Eftir hraðsoðin réttarhöld var hann dæmdur til dauða, en aftökur tíðkast sem kunnugt er enn í Búlgaríu þegar um herdómstóla er að ræða, þótt afar sjaldgæfar séu orðnar. Mun ungi hermaðurinn hafa brugðist hortuglega við dauðadómnum, lýsti engri iðrun og kvaðst ganga glaður til píslarvættis fyrir Allah. Var hann svo tekinn af lífi af aftökusveit hermanna.Dýrlingur kirkjunnar Theódór frá AmaseuGetur ekki staðist En öfgamenn íslams láta ekki að sér hæða. Ekki leið á löngu áður en yfirvöld veittu því athygli að gröf brennuvargsins í smábænum Boboshevo, þar sem hann fæddist, var orðin að helgistað þar sem sanntrúaðir öfgamenn vottuðu „píslarvottinum“ virðingu sína. Og um alla Búlgaríu og Balkanskagann og víðar í Evrópu furðuðu menn sig á því ofstæki og miskunnarleysi sem gripið hefði suma múslima, að ungi maðurinn skyldi ekkert læra af þeirri miskunnsemi sem fyrri herrétturinn sýndi honum, heldur halda fast við að réttast væri bæði að deyja og drepa fyrir trú sína. Þeir lesendur sem best eru að sér um sögu dauðarefsinga í Búlgaríu munu fyrstir hafa áttað sig á því að þessi „frétt“ getur náttúrlega ekki staðist. Dauðarefsingar voru formlega afnumdar í Búlgaríu árið 1999 í framhaldi af umsókn landsins um aðild að Evrópusambandinu, en þá hafði enginn verið tekinn af lífi í landinu í áratug, eða síðan kommúnistastjórnin þar hrundi. Og aðrir lesendur vel að sér um landafræði og sögu Búlgaríu munu hafa rekið upp stór augu þegar hinn múslimski hermdarverkamaður var sagður fæddur í Boboshevo, en í þeim bæ búa áreiðanlega ekki múslimar. Svo föstum fótum stendur kristindómurinn í Boboshevo að bærinn fékk þegar á miðöldum auknefnið „búlgarska Jerúsalem“ – og þar og í næsta nágrenni er aragrúi af kirkjum og klaustrum, og frægust af öllum er kirkja heilags Dímítars sem er að vísu lítil en prýdd stórmerkilegum freskum og þjóðargersemi í Búlgaríu. Og ekki nóg með þetta: Skammt frá bænum Boboshevo er hellir sá þar sem heilagur Ívan Rilskí bjó á 10du öld, einn helsti þjóðardýrlingur Búlgara, talinn helgur maður jafnvel meðan hann lifði og vann kraftaverk. Múslimar búa – trúi ég – engir í þessum sannkristna 1.500 manna bæ sem Boboshevo er, og undir engum kringumstæðum yrði þar látið líðast að leiði hryðjuverkamanns íslamista yrði að helgistað. Og er þá ótalið það sem allra helst mælir á móti því að frásögnin um búlgarska hermanninn geti verið rétt, sum sé að þótt múslimar séu vissulega um 7,8 prósent íbúa í Búlgaríu hefur þar ekkert borið á uppgangi öfgamanna sem beita trúnni fyrir sig. Enda er öll frásögnin um hermanninn hreinn tilbúningur. Ekki minnsti fótur fyrir henni! Eða þannig. Hún er reyndar dagsönn. Nema hvað hún gerðist í öðru landi og á öðrum tíma. Og snerist um allt önnur trúarbrögð en íslam.Kristindómur í Rómaveldi Það var í byrjun fjórðu aldar eftir Krist. Rómaveldi var enn með býsna hýrri há þótt einmitt um þær mundir væri það plagað af innanlandsófriði er kappsamir hershöfðingjar börðust um keisaratignina, og voru þeir helstir Konstantínus og Maxentíus. Í norðurhluta Tyrklands, sem nú heitir, var héraðið Amasea og þar hafði herflokkur aðsetur og meðal óbreyttu dátanna var kornungur maður að nafni Theódór frá nálægu þorpi sem kallað var Euchaita. Kristindómur var þá orðinn nokkuð útbreiddur um Rómaveldi og meðal þeirra sem aðhylltust trú þessa var fyrrnefndur Theódór. Félagar hans í hernum voru hins vegar flestir Míþra-trúar en þau trúarbrögð háðu um þær mundir harða keppni við kristindóm um hylli almennings. Hin hefðbundnu rómversku trúarbrögð með Júpíter í broddi fylkingar voru þá orðin lítið annað en formið eitt, en öflug sólartrú var einna öflugust í ríkinu. Míþra-trú og kristindómur sóttu hins vegar fast á. Theódór neitaði að taka þátt í helgiathöfnum félaga sinna, sem fólust ekki síst í viðhafnarkvöldverði og launhelgum þar sem blóð guðsins var meðal annars borið fram – og hefði það þó ekki átt að koma kristnum pilti mjög spánskt fyrir sjónir. Theódór var handtekinn og skammaður fyrir að vilja ekki vera með félögum sínum við trúariðkanir þeirra eða annarra „heiðinna“ manna, en svo var honum sleppt. Þótt kristni væri þá bönnuð og kristnir menn hefðu iðulega sætt ofsóknum vildu menn sýna þessum unga ákafa pilti umburðarlyndi.Kirkja heilags Theódórs í Boboshevo.Hryðjuverkamaður kristinista En umburðarlyndi var nokkuð sem ekki virtist ofarlega í huga þessa unga kristna pilts. Hann rauk þegar til í sínum eldlega trúarmóði og kveikti í guðahofi þar í nágrenninu og brann það til kaldra kola. Ekki veit ég hvort einhverjir saklausir dýrkendur hinna fornu guða létu þar lífið, það verður þó að teljast sennilegt því alltént sýndu yfirvöldin piltinum óforskammaða nú enga miskunn. Hann var tekinn og pyntaður og síðan líflátinn. Líklega hafa dómararnir kallað hann hryðjuverkamann kristinista. Líklega hefur hann sjálfur látið svo um mælt þegar hann var leiddur á aftökustað að nú væri „hefnt Drottins“.Verndardýrlingur hermanna Þetta var árið 306. Nema hvað, eftir að Theódór hafði verið jarðsettur í Euchaita þótti fljótlega mikil helgi á legstað hans og þangað fóru að koma pílagrímar sem litu á hann sem sannan píslarvott kristindómsins, enda hefði hann látið líf sitt fyrir einlæga trú sína á Jesú Krist. Þótt í rauninni hefði hann bara verið tekinn af lífi fyrir það hryðjuverk að brenna hof fólks sem hafði annan átrúnað en hann. En kristnir menn litu ekki þannig á málin, og þegar svo brá við að Konstantínus hershöfðingi tók upp málstað kristninnar í erjum sínum við Maxentíus og tryggði sér með því nægan stuðning til að verða keisari, þá stóðu hinir kristnu með pálmann í höndunum. Og hinn ungi Theódór varð æ heilagri í augum þeirra, hann var gerður að opinberum dýrlingi og fjöldi kirkna helgaður honum, meðal annars í borginni sem Konstantínus keisari stofnaði: Konstantínópel, og víðar. Hann varð sérstakur verndardýrlingur hermanna og krossfararnir hétu til dæmis mjög á heilagan Theódór þegar þeir hófu sitt jíhad, eða heilagt stríð, gegn múslimum seinna meir. Og í nafni hans brenndu þeir helgistaði múslima og stráfelldu alla sem ekki játuðu sömu trú og þeir. Og enn er Theódór frá Amaseu viðurkenndur og dáður dýrlingur kristinnar kirkju, aðallega í austurvegi en þó einnig í kaþólsku kirkjunni. Sá góði maður Frans páfi, hann er sem sé yfir kirkju sem tignar sérstaklega hinn unga hryðjuverkamann og telur hann búa í sérstakri náð guðs.Terroristar sem verða píslarvottar Og hvað meina ég svo með þessu? Er ég að reyna að afsaka hryðjuverkamenn nútímans sem kenndir eru við íslamista? Þeir séu á einhvern hátt skárri af því að fyrir 1.700 árum hafi verið til herskáir hryðjuverkamenn sem unnu sín illvirki í nafni kristindóms? Nei, alls ekki. Ekkert getur afsakað hryðjuverk, allra síst önnur hryðjuverk fyrir löngu. En menn mega samt hafa í huga að hin „kristna heimsmynd“ sem menn telja íslamistum svo uppsigað við, hún felst ekki ævinlega í umburðarlyndi og víðsýni og kærleika. Stundum felst hún í þröngsýni og umburðarleysi og ofbeldi trúarvissunnar. Stundum felst hún í terroristum sem nú eru dýrlingar, rétt eins og íslamistar vilja nú gera sína terrorista að píslarvottum. Gáum að því.Vegir liggja saman En svo að lokum enn ein sönnun þess hve lífið er skrýtið og skemmtilegt og þó að mannkynssagan sé garður gangstíga sem greinast í sífellu, þá liggja sumir þeirra saman að nýju. Dæmisagan um hinn „búlgarska hermann“ í upphafi greinarinnar var sem sé fullkominn tilbúningur minn, og heimaþorp hans Boboshevo valdi ég af algjöru handahófi af lista Wikipedíu yfir smábæi í Búlgaríu. En hvað kemur í ljós? Jú, í þessum litla bæ eru ekki aðeins merk guðshús helguð heilögum Dímítar og heilögum Ívani Rilskí, sem ég nefndi í upphafi. Þar reynist líka vera stórmerkileg kirkja heilags Theódórs frá Amaseu, ósköp lítil og svo illa farin af aldurdómi að byggt hefur verið timburhús utan um hana svo hún hrynji ekki alveg, en þar eru líka snjáðar en þó svo fallegar og alveg ómetanlegar freskur til minningar um þennan unga … ja, þennan unga hvað? Dýrling? Ofsatrúaðan terrorista?
Flækjusaga Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Sjá meira