Með frjálsan taum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 17. febrúar 2015 13:00 „Við fórum í svakalegan gír og gleymdum okkur,“ segir Davíð Þór þegar hann rifjar upp fyrstu tónleika þeirra Pekka Kuustisto sem breyttust úr örlitlum spunaópus í risavaxið skrímsli. Fréttablaðið/Stefán „Ég get kannski sagt þér eitthvað eftir tónleikana, en lítið fyrir þá. Við stöndum með kyndil hins óákveðna,“ segir Davíð Þór Jónsson píanisti um það sem fram fer í Kaldalóni í kvöld þegar hann og finnski fiðluleikarinn, Pekka Kuustisto, sameina krafta sína á spunatónleikum. „Ég hef átt við það frá 16 ára aldri að spinna samtímatónlist, klassík, djass, popp og rokk. Við Pekka Kuustisto kynntumst á hátíðinni Reykjavík Midsummer Music, sem hann Víkingur Heiðar Ólafsson stóð fyrir í júní á síðasta ári. Við áttum að spinna örlítinn spunaópus í Norðurljósum í Hörpu en það breyttist í risavaxið skrímsli. Þetta var í beinni útsendingu í Ríkisútvarpinu sem við eyðilögðum eiginlega, fórum í svakalegan gír og gleymdum okkur. Það var engin leið að stoppa.“Fiðluleikarinn Pekka Kuustisto sleit nokkur bogahár í Hörpunni í fyrra.Davíð Þór segir Kuustisto vera í klassíska heiminum og sjálfur hafi hann aðeins verið að stíga fæti þar inn. „Pekka er konsertfiðluleikari en hefur líka verið að spila þjóðlög, popptónlist og spunamúsík og nú ætlum við að gefa öllu frjálsan taum,“ segir hann. Davíð Þór hvetur fólk til að koma í Kaldalón í Hörpu í kvöld ef það langar að heyra eitthvað sem enginn veit hvað verður. „Þetta verður allt frá einhverju hljóðverki og skipaflautum niður í melódíur,“ segir hann kankvís og bætir við. „Það verður einhver að sjá um þessa deild. Við Íslendingar erum með Eurovision, Myrka músíkdaga, djasshátíðir, Sónarhátíð og stóra og litla tónleika. Það verður að halda öllu litrófinu á lofti.“ Tónleikarnir hefjast klukkan átta. Menning Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Tónlist Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Fleiri fréttir Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Ég get kannski sagt þér eitthvað eftir tónleikana, en lítið fyrir þá. Við stöndum með kyndil hins óákveðna,“ segir Davíð Þór Jónsson píanisti um það sem fram fer í Kaldalóni í kvöld þegar hann og finnski fiðluleikarinn, Pekka Kuustisto, sameina krafta sína á spunatónleikum. „Ég hef átt við það frá 16 ára aldri að spinna samtímatónlist, klassík, djass, popp og rokk. Við Pekka Kuustisto kynntumst á hátíðinni Reykjavík Midsummer Music, sem hann Víkingur Heiðar Ólafsson stóð fyrir í júní á síðasta ári. Við áttum að spinna örlítinn spunaópus í Norðurljósum í Hörpu en það breyttist í risavaxið skrímsli. Þetta var í beinni útsendingu í Ríkisútvarpinu sem við eyðilögðum eiginlega, fórum í svakalegan gír og gleymdum okkur. Það var engin leið að stoppa.“Fiðluleikarinn Pekka Kuustisto sleit nokkur bogahár í Hörpunni í fyrra.Davíð Þór segir Kuustisto vera í klassíska heiminum og sjálfur hafi hann aðeins verið að stíga fæti þar inn. „Pekka er konsertfiðluleikari en hefur líka verið að spila þjóðlög, popptónlist og spunamúsík og nú ætlum við að gefa öllu frjálsan taum,“ segir hann. Davíð Þór hvetur fólk til að koma í Kaldalón í Hörpu í kvöld ef það langar að heyra eitthvað sem enginn veit hvað verður. „Þetta verður allt frá einhverju hljóðverki og skipaflautum niður í melódíur,“ segir hann kankvís og bætir við. „Það verður einhver að sjá um þessa deild. Við Íslendingar erum með Eurovision, Myrka músíkdaga, djasshátíðir, Sónarhátíð og stóra og litla tónleika. Það verður að halda öllu litrófinu á lofti.“ Tónleikarnir hefjast klukkan átta.
Menning Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Tónlist Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Fleiri fréttir Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira